Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2017 07:00 James Alex Fields yngri. Vísir/Getty/EPA Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið bíl inn í hóp gagn-mótmælenda í Charlottesville í Bandaríkjunum um helgina „dáði“ Hitler á sínum yngri árum. Þetta segir fyrrverandi kennari James Alex Fields yngri sem segir einnig að maðurinn hafi greinst með geðklofa þegar hann var yngri. Starfsmenn skólans höfðu áhyggjur af rasisma Fields sem hafði mikinn áhuga á hernaðarsögu, Hitler og Þýskalandi nasismans. „Ef þú talaðir við James um stund, kom samúð hans með nasismanum í ljós, sem og aðdáun hans á Hitler og trú hans á yfirráð hinna hvítu,“ sagði félagsfræðikennari Fields, Derek Weimer, við AP fréttaveituna. „Þetta var óhugnanlegt.“ Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. Samkoman bar nafnið „Endurheimtum Bandaríkin“. Ein kona lét lífið og minnst 19 slösuðust.Skömmu áður hafði hinn tuttugu ára gamli Fields verið ljósmyndaður með meðlimum Vanguard America, samtaka sem komu að skipulagningu samkomunnar, og hélt hann á skildi með merki þeirra og var klæddur eins og meðlimir samtakanna. Samtökin neita þó því að Fields sé meðlimur og segja hann hafa verið á eigin vegum. Weimer segir stjórnendur skóla Fields hafa vitað af aðdáun hans á nasisma og reynt hafi verið að taka á því. Hann yfirgaf skólann þó um stund og þegar hann sneri aftur segir Weimer að hann hafi ekki talað jafn mikið um stjórnmál. Þar til kosningabaráttan fyrir forsetakosningar hófst. Fields var mikill aðdáandi Trump vegna þeirra skoðana sem hann taldi að Trump hefði varðandi kynþætti. Hann var mjög hlynntur því að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá vildi Fields ganga til liðs við herinn í Bandaríkjunum og Wiemer, sem er fyrrverandi hermaður, segist hafa hjálpað honum með umsóknina í herinn. Honum var þó hafnað þar sem hann stóðst ekki líkamleg próf hersins. Hernaðaryfirvöld hafa staðfest þessa frásögn kennarans. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið bíl inn í hóp gagn-mótmælenda í Charlottesville í Bandaríkjunum um helgina „dáði“ Hitler á sínum yngri árum. Þetta segir fyrrverandi kennari James Alex Fields yngri sem segir einnig að maðurinn hafi greinst með geðklofa þegar hann var yngri. Starfsmenn skólans höfðu áhyggjur af rasisma Fields sem hafði mikinn áhuga á hernaðarsögu, Hitler og Þýskalandi nasismans. „Ef þú talaðir við James um stund, kom samúð hans með nasismanum í ljós, sem og aðdáun hans á Hitler og trú hans á yfirráð hinna hvítu,“ sagði félagsfræðikennari Fields, Derek Weimer, við AP fréttaveituna. „Þetta var óhugnanlegt.“ Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. Samkoman bar nafnið „Endurheimtum Bandaríkin“. Ein kona lét lífið og minnst 19 slösuðust.Skömmu áður hafði hinn tuttugu ára gamli Fields verið ljósmyndaður með meðlimum Vanguard America, samtaka sem komu að skipulagningu samkomunnar, og hélt hann á skildi með merki þeirra og var klæddur eins og meðlimir samtakanna. Samtökin neita þó því að Fields sé meðlimur og segja hann hafa verið á eigin vegum. Weimer segir stjórnendur skóla Fields hafa vitað af aðdáun hans á nasisma og reynt hafi verið að taka á því. Hann yfirgaf skólann þó um stund og þegar hann sneri aftur segir Weimer að hann hafi ekki talað jafn mikið um stjórnmál. Þar til kosningabaráttan fyrir forsetakosningar hófst. Fields var mikill aðdáandi Trump vegna þeirra skoðana sem hann taldi að Trump hefði varðandi kynþætti. Hann var mjög hlynntur því að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá vildi Fields ganga til liðs við herinn í Bandaríkjunum og Wiemer, sem er fyrrverandi hermaður, segist hafa hjálpað honum með umsóknina í herinn. Honum var þó hafnað þar sem hann stóðst ekki líkamleg próf hersins. Hernaðaryfirvöld hafa staðfest þessa frásögn kennarans.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00