Kona hrinti Kessler
Á myndskeiði af atvikinu má heyra framíköll undir tölu Kesslers þar til upp úr sauð. Mótmælendur hrópuðu ókvæðisorð að Kessler og var þess krafist að hann yrði ákærður fyrir morð. Var Kessler ógnað með þeim afleiðingum að hann flúði af vettvangi. Þegar Kessler reyndi að forða sér, vatt kona sér að honum og hrinti honum í runna.


Fjöldi fólks lagði leið sína til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum, hatursorðræðu og kynþáttafordómum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Maður innan raða hvítra þjóðernisöfgamanna keyrði bíl á hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að ein kona lést og nítján slösuðust.
Hér að neðan má sjá myndskeið af atvikinu frá fréttastofu NBC
Unite the Right rally organizer Jason Kessler was chased away by protesters during a press conference in Charlottesville pic.twitter.com/5HOnoc0yal
— NBC News (@NBCNews) August 13, 2017