Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 11:12 Nýnasistar, öfgahægrimenn og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman í hundruða tali í gær. Vísir/AFP Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira
Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira