Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 11:41 Rannsakendur eru byrjaði að þjarma verulega að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Vísir/EPA Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27