Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 08:39 Arpaio var tíður gestur á fjöldafundum Trump í kosningabaráttunni. Þeir hafa verið bandamenn frá því að báðir sökuðu Barack Obama um að vera ekki löglegur forseti. Vísir/AFP Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent