Sagðist hafa orðið fyrir árás en skar í raun sjálfan sig Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 12:15 Joshua Lee Witt var ekki með vinsæla klippingu nýnasista þegar hann tilkynnti um árásina en var það á prófílmyndinni sem fylgdi vinsælli færslu hans á Facebook. Lögreglan í Sheridan Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira