Sagðist hafa orðið fyrir árás en skar í raun sjálfan sig Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 12:15 Joshua Lee Witt var ekki með vinsæla klippingu nýnasista þegar hann tilkynnti um árásina en var það á prófílmyndinni sem fylgdi vinsælli færslu hans á Facebook. Lögreglan í Sheridan Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira