Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 22:03 Lögmaður Trump yngri segir hann þakklátan fyrir að fá tækifæri til að hjálpa þingnefndinni. Vísir/AFP Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41