Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2017 06:00 Irma er feiknarstór fellibylur. vísir/afp Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman. Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman.
Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59