Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 17:16 Forsetahjónin eru nú komin til Houston í Texas-ríki en þau sjást hér stíga út úr flugvél sinni fyrr í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur til Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum með það að markmiði að hitta fyrir fórnarlömb Harveys, fellibylsins sem gekk á land í Bandaríkjunum í vikunni og olli skelfilegri eyðileggingu. Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. Forsetafrúin Melania Trump er með í för en í frétt breska dagblaðsins The Guardian eru aðstoðarmenn í Hvíta húsinu sagðir binda vonir við að í þetta skiptið verði heimsókn forsetans laus við öll glappaskot.Í tístinu hér að neðan, sem birt var á Twitter-reikningi forsetans, má sjá Donald og Melaniu Trump stíga út úr flugvél sinni í Houston í dag.TEXAS: We are with you today, we are with you tomorrow, and we will be with you EVERY SINGLE DAY AFTER, to restore, recover, and REBUILD! pic.twitter.com/p1Fh8jmmFA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2017 Trump var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við hörmungunum í Texas fyrr í vikunni þegar hann ávarpaði hóp fólks sem glímdi við eftirköst Harveys. Þar greip hann til málflutnings, sem minnti um margt á þann sem hann beitti í kosningabaráttu sinni í fyrra, og nefndi sérstaklega mannfjöldann sem saman var kominn til að hlusta á sig. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Fellibylurinn Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikuna. 31. ágúst 2017 23:30 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Úr pinnahælum í strigaskó Forsetafrúin Melania Trump harðlega gagnrýnd fyrir skóval sitt á dögunum 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur til Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum með það að markmiði að hitta fyrir fórnarlömb Harveys, fellibylsins sem gekk á land í Bandaríkjunum í vikunni og olli skelfilegri eyðileggingu. Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. Forsetafrúin Melania Trump er með í för en í frétt breska dagblaðsins The Guardian eru aðstoðarmenn í Hvíta húsinu sagðir binda vonir við að í þetta skiptið verði heimsókn forsetans laus við öll glappaskot.Í tístinu hér að neðan, sem birt var á Twitter-reikningi forsetans, má sjá Donald og Melaniu Trump stíga út úr flugvél sinni í Houston í dag.TEXAS: We are with you today, we are with you tomorrow, and we will be with you EVERY SINGLE DAY AFTER, to restore, recover, and REBUILD! pic.twitter.com/p1Fh8jmmFA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2017 Trump var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við hörmungunum í Texas fyrr í vikunni þegar hann ávarpaði hóp fólks sem glímdi við eftirköst Harveys. Þar greip hann til málflutnings, sem minnti um margt á þann sem hann beitti í kosningabaráttu sinni í fyrra, og nefndi sérstaklega mannfjöldann sem saman var kominn til að hlusta á sig. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Fellibylurinn Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikuna. 31. ágúst 2017 23:30 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Úr pinnahælum í strigaskó Forsetafrúin Melania Trump harðlega gagnrýnd fyrir skóval sitt á dögunum 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42
Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Fellibylurinn Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikuna. 31. ágúst 2017 23:30
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44
Úr pinnahælum í strigaskó Forsetafrúin Melania Trump harðlega gagnrýnd fyrir skóval sitt á dögunum 30. ágúst 2017 20:00