Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 09:03 Manafort (f.m.) hefur um árabil verið málafylgjumaður fyrir erlend stjórnvöld í Washington. Vísir/AFP Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27