Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2017 07:00 Leiðtogi Mjanmar mætti á allsherjarþingið í fyrra en ætlar að sitja hjá í ár. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi, utanríkisráðherra og leiðtogi Mjanmar, mun ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Aung Shin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði við Reuters í gær að Suu Kyi hefði „ef til vill mikilvægari mál á dagskránni“. Shin sagði jafnframt að Suu Kyi óttaðist aldrei gagnrýni eða að taka á málunum. Líklegt þykir að Mjanmar verði gagnrýnt á þinginu fyrir það sem mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað þjóðernishreinsanir á þjóðflokknum Rohingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Rohingjar eru múslimar og segja mannúðarsamtök að þeir hafi sætt ofsóknum í áratugi. Nærri 400.000 Rohingjar hafa nú flúið ríkið til Bangladess frá því að ný átök brutust út í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum brenna lögreglumenn og almennir borgarar bæi Rohingja til grunna og taka þá af lífi án dóms og laga. Kveikjan að átökunum var árás skæruliða úr þjóðflokknum á lögreglustöð. Þess er skemmst að minnast að Suu Kyi mætti á allsherjarþingið í fyrra í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi. Sagði hún ríkisstjórn sína gera sitt besta til að skera á hnútinn og koma betur fram við Rohingja. En líkt og áður hefur komið fram sagði Suu Kyi á dögunum að umfjöllun um ofbeldið í Rakhine grundvallaðist á misskilningi. „Við vitum betur en flestir hvað það þýðir að verða fyrir mismunun og fá ekki að njóta mannréttinda. Þess vegna göngum við úr skugga um að allir íbúar ríkisins séu öruggir fyrir slíkri mismunun.“ Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni annarra verðlaunahafa og þjóðhöfðingja fyrir að leyfa ofsóknum í garð Rohingja að halda áfram og fyrir að þegja um vandann. Eins og áður segir er Suu Kyi þó ekki forsætisráðherra Mjanmar. Hún er ríkisráðgjafi. Sú staða var sérstaklega búin til svo Suu Kyi gæti gegnt hlutverki þjóðarleiðtoga en herforingjastjórnin sem ríkti áður en Suu Kyi tók við breytti stjórnarskránni svo enginn sem ætti erlendan maka eða börn gæti orðið forseti. Forseti Mjanmar heitir Htin Kyaw. Hann er samkvæmt lögum þjóðhöfðingi en í raun og veru er Suu Kyi yfirmaður hans, að því er BBC greinir frá. Þegar herforingjastjórnin lét af völdum tryggði hún þó að herinn gegndi áfram lykilhlutverki í stjórn landsins. Samkvæmt lögum á herinn fjórðung þingsæta og stýrir þremur mikilvægum ráðuneytum, það er innanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og ráðuneyti landamæra. Þar af leiðandi stýrir herinn einnig lögreglu landsins. Herinn er opinberlega andvígur Rohingjum og lítur svo á að hann berjist við hryðjuverkamenn sem fái fjárstyrki frá erlendum aðilum og samkvæmt BBC er stór hluti almennings á sama máli. Þá er flokkur Suu Kyi ekki í meirihluta á héraðsþingi Rakhine. Þar eru þjóðernishyggjumenn í meirihluta og eru flokksmenn dyggir stuðningsmenn hersins. Ljóst er því að Suu Kyi hefur ekki næg völd til að binda enda á ofbeldið í Rakhine-héraði í snatri og segir Jonathan Head, blaðamaður BBC í Suðaustur-Asíu, að stór hluti kjósenda myndi snöggreiðast Suu Kyi ef hún færi að tala máli Rohingja.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira