Afgangurinn verði 19 milljörðum meiri Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2017 06:00 Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“ Alþingi Markaðir Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“
Alþingi Markaðir Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira