Hugh Hefner látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 05:32 Hugh Hefner ásamt eiginkonu sinni Crystal Harris. Mynd/AFpSte Hugh Hefner; stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, er látinn. Hann var 91 árs að aldri. Í tilkynningu frá Playboy segir að hann hafi látist af nátturulegum orsökum á heimili sínu, hinni svokölluðu Playboy-höll í Los Angeles. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir að svo stöddu. Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953. Skrifstofa blaðsins var fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um 7 milljón eintök seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.American Icon and Playboy Founder, Hugh M. Hefner passed away today. He was 91. #RIPHef pic.twitter.com/tCLa2iNXa4— Playboy (@Playboy) September 28, 2017 Cooper Hefner, sonur hans, segir í tilkynningunni að „margir munu minnast hans með söknuði.“ Hann minntist föður síns og þeirra miklu áhrifa sem hann hafði á fjölmiðlun og menningu. Hann sagði föður sinn jafnframt hafa verið mikinn baráttumann fyrir málfrelsi, borgararéttindum og kynfrelsi. Hugh Hefner lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Fjölmargir hafa vottað Hefner og fjölskyldu hans samúð sína í morgun, þeirra á meðal stjörnur á borð við Kim Kardashian. Hún segist ávallt verða þakklát fyrir að hafa verið hluti af „Playboy-liðinu“ og að hans verði sárt saknað. Fjölmiðlamaðurinn Larry King minnist vinar síns sem „útgáfu- málfrelsis- og borgararéttindarisa.“RIP to the legendary Hugh Hefner! I'm so honored to have been a part of the Playboy team! You will be greatly missed! Love you Hef! Xoxo— Kim Kardashian West (@KimKardashian) September 28, 2017 Hugh Hefner was a GIANT in publishing, journalism, free speech & civil rights. He was a true original, and he was my friend. Rest well Hef. pic.twitter.com/bJ1wxoK4gR— Larry King (@kingsthings) September 28, 2017 Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hugh Hefner; stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, er látinn. Hann var 91 árs að aldri. Í tilkynningu frá Playboy segir að hann hafi látist af nátturulegum orsökum á heimili sínu, hinni svokölluðu Playboy-höll í Los Angeles. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir að svo stöddu. Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953. Skrifstofa blaðsins var fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um 7 milljón eintök seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.American Icon and Playboy Founder, Hugh M. Hefner passed away today. He was 91. #RIPHef pic.twitter.com/tCLa2iNXa4— Playboy (@Playboy) September 28, 2017 Cooper Hefner, sonur hans, segir í tilkynningunni að „margir munu minnast hans með söknuði.“ Hann minntist föður síns og þeirra miklu áhrifa sem hann hafði á fjölmiðlun og menningu. Hann sagði föður sinn jafnframt hafa verið mikinn baráttumann fyrir málfrelsi, borgararéttindum og kynfrelsi. Hugh Hefner lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Fjölmargir hafa vottað Hefner og fjölskyldu hans samúð sína í morgun, þeirra á meðal stjörnur á borð við Kim Kardashian. Hún segist ávallt verða þakklát fyrir að hafa verið hluti af „Playboy-liðinu“ og að hans verði sárt saknað. Fjölmiðlamaðurinn Larry King minnist vinar síns sem „útgáfu- málfrelsis- og borgararéttindarisa.“RIP to the legendary Hugh Hefner! I'm so honored to have been a part of the Playboy team! You will be greatly missed! Love you Hef! Xoxo— Kim Kardashian West (@KimKardashian) September 28, 2017 Hugh Hefner was a GIANT in publishing, journalism, free speech & civil rights. He was a true original, and he was my friend. Rest well Hef. pic.twitter.com/bJ1wxoK4gR— Larry King (@kingsthings) September 28, 2017
Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15
Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21
Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30