Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. september 2017 07:00 Enn á ný göngum við að kjörborðinu til að velja þá stefnu sem við teljum að best henti samfélaginu okkar og það fólk sem við viljum að fari fyrir henni. Við Vinstri græn teljum að stjórnmálaflokkar eigi að hafa sömu stefnu eftir kosningar og fyrir. Þannig lögðum við fram tillögur til breytinga á fjárlögum í desember sem miðuðu að því að bæta hag venjulegs fólks með aukinni samneyslu í samræmi við þau loforð sem stjórnmálaflokkar gáfu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Þær voru því miður felldar. Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum. Komandi kosningar gefa okkur tækifæri til að sýna í verki að við viljum að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. Við viljum útrýma fátækt, bæta hag þeirra sem verst standa, auka samneysluna og opna stjórnsýsluna. Við viljum samfélag jöfnuðar, þar sem hagur fólks er hærra metinn en tölur í excel-skjali. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka, hún birtist í nýframlögðum fjárlögum og áður samþykktum fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð vilja minnka hlutfall samneyslunnar af vergri landsframleiðslu sem mun bitna á þeirri grunnþjónustu sem venjulegt fólk reiðir sig á. Sem betur fer sprakk stjórnin áður en hún náði fjárlagafrumvarpinu í gegn. Besta leiðin til að tryggja nýja stjórnarhætti þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru í fyrirrúmi er að kjósa flokk sem berst fyrir félagshyggju. Við í Vinstri grænum höfum sýnt það í verki að það gerum við. Tryggjum flokknum góða kosningu og undirbúum jarðveginn fyrir félagshyggjustjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný göngum við að kjörborðinu til að velja þá stefnu sem við teljum að best henti samfélaginu okkar og það fólk sem við viljum að fari fyrir henni. Við Vinstri græn teljum að stjórnmálaflokkar eigi að hafa sömu stefnu eftir kosningar og fyrir. Þannig lögðum við fram tillögur til breytinga á fjárlögum í desember sem miðuðu að því að bæta hag venjulegs fólks með aukinni samneyslu í samræmi við þau loforð sem stjórnmálaflokkar gáfu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Þær voru því miður felldar. Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum. Komandi kosningar gefa okkur tækifæri til að sýna í verki að við viljum að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. Við viljum útrýma fátækt, bæta hag þeirra sem verst standa, auka samneysluna og opna stjórnsýsluna. Við viljum samfélag jöfnuðar, þar sem hagur fólks er hærra metinn en tölur í excel-skjali. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka, hún birtist í nýframlögðum fjárlögum og áður samþykktum fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð vilja minnka hlutfall samneyslunnar af vergri landsframleiðslu sem mun bitna á þeirri grunnþjónustu sem venjulegt fólk reiðir sig á. Sem betur fer sprakk stjórnin áður en hún náði fjárlagafrumvarpinu í gegn. Besta leiðin til að tryggja nýja stjórnarhætti þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru í fyrirrúmi er að kjósa flokk sem berst fyrir félagshyggju. Við í Vinstri grænum höfum sýnt það í verki að það gerum við. Tryggjum flokknum góða kosningu og undirbúum jarðveginn fyrir félagshyggjustjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar