Augnablik – Skilaboð til landsfundar Vinstri grænna Hjörtur Hjartarson skrifar 6. október 2017 07:00 Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar