Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 66-92 | Hattarmenn auðveld bráð fyrir Garðbæinga Gunnar Gunnarsson skrifar 5. október 2017 21:30 Hlynur Bæringsson skoraði 26 stig og tók 12 fráköst. vísir/ernir Stjarnan átti ekki í neinum vandræðum með að leggja nýliða Hattar að velli, 66-92, í 1. umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Liðið úr Garðabænum rotaði heimamenn strax í fyrsta leikhluta. Stjarnan tók völdin strax með fyrstu sjö stigum leiksins. Höttur minnkaði muninn í 5-9 en þá komu tólf stig frá Stjörnunni í röð og var staðan eftir fyrsta leikhluta 7-23. Þar með var grunnurinn lagður að sigrinum og ljóst að Höttur þyrfti að breyta miklu í sínum leik til að komast aftur inn í leikinn. Höttur var án tveggja lykilleikmanna, miðherjans Mirko Virijevic og leikstjórnandans Andrée Michaelsson. Augljóst var á sóknarleik liðsins að þeirra var saknað. Hann var hægur og úrræðalaus, færin inni í teig nær engin og kostirnir því þriggja stiga skot sem engan vegin rötuðu ofan í, nýting heimamanna af því færi í kvöld var aðeins 21%. Á sama tíma gengu leikkerfi Stjörnunnar ágætlega og í þau skipti sem Höttur virtist ætla að geta eitthvað var því svarað strax. Í upphafi annars leikhluta skoraði Höttur átta stig gegn tveimur, Stjarnan tók leikhlé og svaraði með tíu stigum í röð. Sex þeirra komu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni, sem átti ágætan leik í kvöld og skoraði 18 stig. Í hálfleik var staðan 24-43 og lengst af seinni hálfleik daðraði Stjarnan við 30 stiga forskot. Það minnkaði aðeins undir lokin þegar losnaði um sóknarleik Hattar og stigin tvö komin í örugga höfn.Af hverju vann Stjarnan? Því liðið var tilbúið í leikinn en ekki Höttur. 12-0 kaflinn í fyrsta leikhluta rotaði Hattarliðið sem virkaði taugatrekkt, auk þess að vera vængbrotið.Hverjir stóðu upp úr? Hlynur Bæringsson skoraði fyrstu stigin og leiddi liðið áfram í gegnum leikinn. Þrátt fyrir að Stjarnan spilaði hörkuvörn náði Taylor Stafford að skora 33 stig fyrir Hött. Í fyrri hálfleik annað hvort skoraði hann eða gaf stoðsendingarnar í öllum körfum Hattar.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hattar. Liðið var án tveggja leikmanna, sóknarleikurinn var lengst af einhæfur og fá úrræði.Hvað gerist næst? Boltinn gekk oft ágætlega í sókn Stjörnunnar og í ljós komu kerfi sem leikmenn virtust kunna upp á ár sem skiluðu laglegum körfum. En það sáust líka sóknir þar sem boltinn var sendur beint í hendur andstæðinganna. Stjarnan á því margt inni. Erfitt er að álykta um styrk liðsins því Hattarliðið var langt frá sínu besta. Ekki er heldur hægt að draga miklar ályktanir um það lið fyrr en það getur stillt upp sínum sterkustu mönnum.Höttur-Stjarnan 66-92 (7-23, 17-20, 22-32, 20-17)Höttur: Taylor Stafford 33/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 16, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Sigmar Hákonarson 3, Brynjar Snær Grétarsson 3, Gísli Þórarinn Hallsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2/6 fráköst, Einar Páll Þrastarson 0, Nökkvi Jarl Óskarsson 0, Atli Geir Sverrisson 0, Sturla Elvarsson 0, Stefán Númi Stefánsson 0.Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 26/12 fráköst, Collin Anthony Pryor 20/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 18/9 fráköst, Marvin Valdimarsson 11/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/5 fráköst, Egill Agnar Októsson 4/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Dúi Þór Jónsson 0, Róbert Sigurðsson 0.Viðar: Höfum ekki glímt við önnur eins meiðsli síðan ég tók við „Við töpuðum á móti Stjörnunni,“ var svar Viðars Arnar Hafsteinssonar, þjálfara Hattar, þegar hann var spurður út í hvað gerst hefði. Inntur eftir nánari skýringum svaraði hann að Stjarnan hefði einfaldlega verið betri aðilinn í leiknum. „Stjarnan drap okkur inni í teig og við vorum í bullandi vandræðum.“ Hann sagðist hins vegar sjá jákvæða punkta út úr leiknum og lokaúrslitin skiptu ekki öllu máli. „Við áttum ágætar rispur í vörn og sókn en dettum niður þess á milli. Þetta er bara einn leikur af 22 og það skiptir engu hvort við töpum með 30, 20 eða einu stigi. Þessi leikur er farinn og við nýtum næstu viku vel í að bæta okkar leik.“ Hattarliðið virkaði bæði taugatrekkt og úrræðalaust lengi framan af leiknum. „Menn mæta ekki tilbúnir til leiks þegar þeir lenda strax 15-20 stigum undir. Við vorum taugaóstyrkir og litlir í okkur en ég hef trú á að við berjum það af okkur. Viðar sagði fjarveru Mirko og André hafa sett stórt strik í reikninginn. Mirko var í banni og Viðar vonast til að André verði búinn að ná sér af meiðslum sínum fyrir næsta leik. „Við vorum án okkar besta manns, Mirkos og við söknum líka Andrée. Ég ætla rétt að vona að hann verði klár í næsta leik. Mirko er ekki með okkur út af fáránlegum reglugerðum um bönn sem færast á milli ára. Það er eitthvað sem þarf að lagfæra svo aðrir lendi ekki í þessu. Við höfum ekki glímt við önnur eins meiðsli síðan ég tók við liðinu. Við höfum ekki enn náð æfingu eða leik þar sem allir eru á gólfinu.“ Taylor Stafford skoraði helming stig Hattar þrátt fyrir að vera ákaft dekkaður. „Við hefðum getað verið snjallari að finna opnanir þegar tvöfaldað var á hann. Við gerðum margt ágætlega sem við setum upp, annað ekki. Ég er ánægður með að við börðumst út fjórða leikhluta.“Hrafn: Gátum aldrei slakað á Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar varaði við því að menn drægju ályktanir um annað hvort liðið út frá leiknum og úrslitum hans. „Við erum enn stirðir og gerðum fullt af mistökum en heilt yfir vorum við í ágætum málum. Það þarf að leggja sig fram til að klára leiki og við vildum halda uppi hraðanum og keyra á þá.“ Margir hafa rætt um framtíð Stjörnunnar eftir að Justin Shouse lagði skóna á hilluna í vor. „Auðvitað söknum við hans en við höfum annars konar styrkleika núna sem við reynum að sækja í og verða betri eftir sem á líður. Við vorum ekki nálægt því að spila eins og við viljum spila og þurfum að bæta okkur ansi mikið ef við ætlum að sækja eitthvað hjá Íslandsmeisturunum eftir viku.“ Hrafn hrósaði Taylor Stafford, Bandaríkjamanninum hjá Hetti, sem skoraði 33 stig í kvöld. „Við reyndum að einangra hann og losa boltann úr höndunum á honum. Mér fannst Collin spila ágæta vörn á hann en í hvert skipti sem við gerðum mistök eða misstum einbeitinguna skoraði hann,“ sagði Hrafn. „Út af honum gátum við aldrei slakað á. Stundum getur verið erfiðra að eiga við svona mann þegar það vantar ógnanir í kringum hann. Þá hefur hann hágrænt ljós og veður á þig aftur og aftur. Það getur verið erfitt að eiga við og hann setti erfið skot ofan í á móti okkur. Þessi strákur er greinilega leiftrandi sóknarmaður og á eftir að skemmta fólkinu vel hér í vetur.“ Dominos-deild karla
Stjarnan átti ekki í neinum vandræðum með að leggja nýliða Hattar að velli, 66-92, í 1. umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Liðið úr Garðabænum rotaði heimamenn strax í fyrsta leikhluta. Stjarnan tók völdin strax með fyrstu sjö stigum leiksins. Höttur minnkaði muninn í 5-9 en þá komu tólf stig frá Stjörnunni í röð og var staðan eftir fyrsta leikhluta 7-23. Þar með var grunnurinn lagður að sigrinum og ljóst að Höttur þyrfti að breyta miklu í sínum leik til að komast aftur inn í leikinn. Höttur var án tveggja lykilleikmanna, miðherjans Mirko Virijevic og leikstjórnandans Andrée Michaelsson. Augljóst var á sóknarleik liðsins að þeirra var saknað. Hann var hægur og úrræðalaus, færin inni í teig nær engin og kostirnir því þriggja stiga skot sem engan vegin rötuðu ofan í, nýting heimamanna af því færi í kvöld var aðeins 21%. Á sama tíma gengu leikkerfi Stjörnunnar ágætlega og í þau skipti sem Höttur virtist ætla að geta eitthvað var því svarað strax. Í upphafi annars leikhluta skoraði Höttur átta stig gegn tveimur, Stjarnan tók leikhlé og svaraði með tíu stigum í röð. Sex þeirra komu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni, sem átti ágætan leik í kvöld og skoraði 18 stig. Í hálfleik var staðan 24-43 og lengst af seinni hálfleik daðraði Stjarnan við 30 stiga forskot. Það minnkaði aðeins undir lokin þegar losnaði um sóknarleik Hattar og stigin tvö komin í örugga höfn.Af hverju vann Stjarnan? Því liðið var tilbúið í leikinn en ekki Höttur. 12-0 kaflinn í fyrsta leikhluta rotaði Hattarliðið sem virkaði taugatrekkt, auk þess að vera vængbrotið.Hverjir stóðu upp úr? Hlynur Bæringsson skoraði fyrstu stigin og leiddi liðið áfram í gegnum leikinn. Þrátt fyrir að Stjarnan spilaði hörkuvörn náði Taylor Stafford að skora 33 stig fyrir Hött. Í fyrri hálfleik annað hvort skoraði hann eða gaf stoðsendingarnar í öllum körfum Hattar.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hattar. Liðið var án tveggja leikmanna, sóknarleikurinn var lengst af einhæfur og fá úrræði.Hvað gerist næst? Boltinn gekk oft ágætlega í sókn Stjörnunnar og í ljós komu kerfi sem leikmenn virtust kunna upp á ár sem skiluðu laglegum körfum. En það sáust líka sóknir þar sem boltinn var sendur beint í hendur andstæðinganna. Stjarnan á því margt inni. Erfitt er að álykta um styrk liðsins því Hattarliðið var langt frá sínu besta. Ekki er heldur hægt að draga miklar ályktanir um það lið fyrr en það getur stillt upp sínum sterkustu mönnum.Höttur-Stjarnan 66-92 (7-23, 17-20, 22-32, 20-17)Höttur: Taylor Stafford 33/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 16, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Sigmar Hákonarson 3, Brynjar Snær Grétarsson 3, Gísli Þórarinn Hallsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2/6 fráköst, Einar Páll Þrastarson 0, Nökkvi Jarl Óskarsson 0, Atli Geir Sverrisson 0, Sturla Elvarsson 0, Stefán Númi Stefánsson 0.Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 26/12 fráköst, Collin Anthony Pryor 20/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 18/9 fráköst, Marvin Valdimarsson 11/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/5 fráköst, Egill Agnar Októsson 4/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Dúi Þór Jónsson 0, Róbert Sigurðsson 0.Viðar: Höfum ekki glímt við önnur eins meiðsli síðan ég tók við „Við töpuðum á móti Stjörnunni,“ var svar Viðars Arnar Hafsteinssonar, þjálfara Hattar, þegar hann var spurður út í hvað gerst hefði. Inntur eftir nánari skýringum svaraði hann að Stjarnan hefði einfaldlega verið betri aðilinn í leiknum. „Stjarnan drap okkur inni í teig og við vorum í bullandi vandræðum.“ Hann sagðist hins vegar sjá jákvæða punkta út úr leiknum og lokaúrslitin skiptu ekki öllu máli. „Við áttum ágætar rispur í vörn og sókn en dettum niður þess á milli. Þetta er bara einn leikur af 22 og það skiptir engu hvort við töpum með 30, 20 eða einu stigi. Þessi leikur er farinn og við nýtum næstu viku vel í að bæta okkar leik.“ Hattarliðið virkaði bæði taugatrekkt og úrræðalaust lengi framan af leiknum. „Menn mæta ekki tilbúnir til leiks þegar þeir lenda strax 15-20 stigum undir. Við vorum taugaóstyrkir og litlir í okkur en ég hef trú á að við berjum það af okkur. Viðar sagði fjarveru Mirko og André hafa sett stórt strik í reikninginn. Mirko var í banni og Viðar vonast til að André verði búinn að ná sér af meiðslum sínum fyrir næsta leik. „Við vorum án okkar besta manns, Mirkos og við söknum líka Andrée. Ég ætla rétt að vona að hann verði klár í næsta leik. Mirko er ekki með okkur út af fáránlegum reglugerðum um bönn sem færast á milli ára. Það er eitthvað sem þarf að lagfæra svo aðrir lendi ekki í þessu. Við höfum ekki glímt við önnur eins meiðsli síðan ég tók við liðinu. Við höfum ekki enn náð æfingu eða leik þar sem allir eru á gólfinu.“ Taylor Stafford skoraði helming stig Hattar þrátt fyrir að vera ákaft dekkaður. „Við hefðum getað verið snjallari að finna opnanir þegar tvöfaldað var á hann. Við gerðum margt ágætlega sem við setum upp, annað ekki. Ég er ánægður með að við börðumst út fjórða leikhluta.“Hrafn: Gátum aldrei slakað á Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar varaði við því að menn drægju ályktanir um annað hvort liðið út frá leiknum og úrslitum hans. „Við erum enn stirðir og gerðum fullt af mistökum en heilt yfir vorum við í ágætum málum. Það þarf að leggja sig fram til að klára leiki og við vildum halda uppi hraðanum og keyra á þá.“ Margir hafa rætt um framtíð Stjörnunnar eftir að Justin Shouse lagði skóna á hilluna í vor. „Auðvitað söknum við hans en við höfum annars konar styrkleika núna sem við reynum að sækja í og verða betri eftir sem á líður. Við vorum ekki nálægt því að spila eins og við viljum spila og þurfum að bæta okkur ansi mikið ef við ætlum að sækja eitthvað hjá Íslandsmeisturunum eftir viku.“ Hrafn hrósaði Taylor Stafford, Bandaríkjamanninum hjá Hetti, sem skoraði 33 stig í kvöld. „Við reyndum að einangra hann og losa boltann úr höndunum á honum. Mér fannst Collin spila ágæta vörn á hann en í hvert skipti sem við gerðum mistök eða misstum einbeitinguna skoraði hann,“ sagði Hrafn. „Út af honum gátum við aldrei slakað á. Stundum getur verið erfiðra að eiga við svona mann þegar það vantar ógnanir í kringum hann. Þá hefur hann hágrænt ljós og veður á þig aftur og aftur. Það getur verið erfitt að eiga við og hann setti erfið skot ofan í á móti okkur. Þessi strákur er greinilega leiftrandi sóknarmaður og á eftir að skemmta fólkinu vel hér í vetur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum