Framfarir í stað niðurskurðar og aðhalds Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar