Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 18:53 Burr (t.h.) með varaformanninum Mark Warner, þingmanni demókrata, þegar þeir kynntu framgang rannsóknarinnar í dag. Vísir/AFP Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent