Áhersluna þar sem álagið er mest Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er deginum ljósara að fjármunum til vegagerðar verður að forgangsraða á þau svæði þar sem álagið og þar með ógn við umferðaröryggi landsmanna er hvað mest. Í þessu ljósi er vert að hafa í huga fjármögnun stórra verkefna sem ekki þola bið á suður- og suðvesturhorni landsins. Tengingar við höfuðborgina, þ.e. tvöföldun á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru og tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en ekki síður tvöföldun Grindavíkurvegar, vegaumbætur á álagssvæðum Gullna hringsins og ný brú í stað fjölförnustu, einbreiðu brúar landsins yfir Jökulsá á Sólheimasandi, eru augljósustu dæmin um bráðaverkefni sem ráðast þarf í. Þá er nauðsynlegt að ráðast í breikkun vegaxla, gerð útsýnisútskota en það síðastnefnda er sennilega ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Tölfræðin styrkir alla röksemdafærslu um áherslu á þetta landsvæði en álag á vegakerfið er langmest á Suður- og Suðvesturlandi. Þetta kemur til vegna þess gríðarlega fjölda erlendra og innlendra ferðamanna sem heimsækja landsvæðin auk þess sem þorri landsmanna býr þar. Í skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í júní sl. eru birtar tölur um gistinætur eftir landshlutum en úr þeim má lesa að um 71% allra ferðamanna dvelur næturlangt á suður- og suðvesturhorninu. Talan hækkar upp í 75% ef litið er til vetrar-, vor- og haustmánaða en þá eru eru rúmlega 75% gistinátta á þessu svæði, einmitt þegar álagið á vegina vegna veðurs er í ofanálag hvað mest. Þá segir tölfræðin okkur að hvorki meira né minna en rúmlega helmingur allra sumarbústaða á landinu er á Suðurlandi auk þess sem síaukin umferð stærri og þyngri fólks- og vöruflutningabíla eykur enn á vegslit og hættu á umferðarslysum vegna framúraksturs. Í ljósi þess hversu mjög álagið hefur aukist á vegakerfi þessara landshluta allra síðustu ár, sem birtist hvað gleggst í álagsskemmdum á vegum og síendurteknum fregnum af slysum sem oftar en ekki má rekja til þess hversu vanbúið vegakerfið er, er augljóst að það þarf að forgangsraða fjármunum til þessara svæða. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að bíða þar til samstaða hefur náðst um útfærslu á gjaldtökukerfi. Þetta þolir enga bið. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun