#Églíka Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 19. október 2017 14:00 Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun