Áskorun til forystumanna flokkanna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. október 2017 09:30 Kæri frambjóðandi til Alþingis Senn líður að kosningum og Afstaða, félag fanga, óskar eftir því að flokkur þinn setji málefni fanga á stefnuskrá sína. Í gegnum árin hefur félagið átt í góðu samstarfi við þingmenn og þingnefndir og er kominn tími til að umræða um fangelsismál fái meira vægi, og að stjórnmálaflokkar setji sér raunhæfa stefnu í málaflokknum. Hvar sem við komum og við hvern er rætt þá eru allir sammála um að nám og starfsþjálfun í fangelsum sé lykillinn að betrun og nauðsynlegt að sé að stórefla framboðið. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst. Afstaða er félag sem hingað til hefur ekki tekið sér stöðu með ákveðnum stjórnmálaflokki en hingað og ekki lengra. Stjórn Afstöðu hefur ákveðið að beina því til félagsmanna sinna og aðstandenda þeirra að kjósa þann stjórnmálaflokk sem setur verknám og starfsþjálfun fanga á sína stefnuskrá ásamt því að vinna að heildstæðri pólitískri stefnumótun í fangelsismálum á Íslandi. Fyrir hönd Afstöðu óska ég hér með eftir fundi með þér og efsta fólki á lista flokksins og getum við þá rætt um málaflokkinn í heild og það eina mál sem við teljum í algjörum forgangi þegar kemur að betrun fanga í íslenskum fangelsum, þ.e. verknám og starfsþjálfun.Verknám í fangelsin Mikilvægt er að fangar hafi góða möguleika til náms, enda er nám besta leiðin til betrunar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir fangar sem leggja stund á nám eru ólíklegri en aðrir fangar til að lenda aftur í afplánun. Margir fangar glíma aftur á móti við námsörðugleika og því hentar hefðbundið bóklegt nám ekki öllum. Í fangelsum landsins er engu að síður fyrst og fremst hægt að leggja stund á slíkt nám. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsum og þá sérstaklega með verknám í huga, líkt og er gert á Norðurlöndunum. Við megum ekki horfa á fangelsi sem geymslustað fyrir afbrotamenn, heldur þurfum við að líta á þau sem endurhæfingarstöð fyrir einstaklinga sem villst hafa af braut. Það liggur fyrir að sjaldgæft er að einstaklingar geti hafið nám að lokinni afplánun. Kemur þar margt til, eins og nýleg aldurstakmörk framhaldsskóla, þeir fá hvorki námslán né framfærslu og neyðast því flestir til þess að leggja námið á hilluna þegar úr fangelsi er komið. Því er mikilvægt að boðið sé upp á stuttar leiðir í starfsnámi/verknámi sem nýtist einstaklingunum til jákvæðrar þátttöku í samfélaginu. Fangar á Íslandi hafa í mörgum tilvikum sóst eftir því að fara í verknám, en slíkt hefur ekki verið mögulegt. Því hefur Afstaða lengi bent á mikilvægi þess að fangar hafi möguleika á að stunda verknám meðan á afplánun stendur. Félagið telur réttast að fangar geti nýtt þann tíma sem þeir afplána dóm til að byggja sig upp til virkrar þátttöku í samfélaginu – og þar með atvinnulífinu – með aðgangi að starfsþjálfun og verknámi.Staðreynd 1 Áttatíu prósent þeirra sem afplána refsidóma í íslenskum fangelsum hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi. Margir hafa ekki einu sinni lokið grunnskólanum. Menntunarstaða íslenskra fanga er lakari en hjá hinum norrænu þjóðunum.Hvað er til ráða? Nauðsynlegt er að þróa námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með verknám í huga, eins og gert er hjá hinum norrænu þjóðunum.Staðreynd 2 Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi og umræðan að undanförnu ber þess merki.Hvað er til ráða? Stjórnmálaflokkur sem er tilbúinn í þverfaglega vinnu um fangelsismál þar sem útkoman er stefnumótun til framtíðar fær stuðning Afstöðu, félags fanga og aðstandanda þeirra! Yfirvöld í öðrum löndum eru fyrir löngu búin að átta sig á hagkvæmi þess að nota nám sem betrun. Og ekki skal dregið úr því að tækifærin til bóknáms eru til staðar. En þannig vitnað sé í orð Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 23. september 2017: „Við þurfum að endurhugsa hvernig nám fyrir þennan hóp á að líta út, ég vil ekki missa það nám sem við höfum en myndi vilja geta boðið upp á nám sem hentar þessum einstaklingum betur, þá til dæmis styttra nám. Ég vann lengi í fangelsum erlendis og þar var föngum kennt að pípuleggja, leggja flísar, vinna jarðvinnu, eitthvað sem þeir gátu tekið með sér út í samfélagið að afplánun lokinni.“ Þetta er einmitt málið. Verknám og starfsnám hefur algjörlega setið á hakanum í íslenskum fangelsum. Og nú er kominn tími til að snúa við blaðinu, mennta íslenska fanga til betri verka. Í sömu umfjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins var rætt við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing, sem hefur kynnt sér þessi mál. „Námið er meira og minna allt bóklegt á framhaldsskólastigi en við sáum mikinn áhuga meðal fanga að komast í verknám, sem hentar mörgum þeirra kannski betur.“ Þá má vísa til orða Gylfa Þorsteinssonar, kennslustjóra FSU í fangelsum, í Stundinni frá 5. apríl 2017 en hann segir að hæsti hjallinn að klífa sé verklegi hluti iðn- og starfsnáms, þ.e. verknáms. „Þar strandar á tólum, tækjum og aðstöðu. Engin verknámsaðstaða er í íslenskum fangelsum, nema á Litla-Hrauni, og þar er hún af skornum skammti.“ Hann bendir á að töluverður kostnaður geti fylgt verknámi og veltir fyrir sér hvort það sé ástæða þess að svo lítil áhersla hafi verið lögð á verknám í skólakerfinu á Íslandi. Afstaða telur starfsmenntun einn mikilvægasta þátt í betrun fanga og hvetur stjórnmálaflokka landsins að taka upp þetta mál í stefnumótun sinni í fangelsismálum og koma á verknámi í fangelsum landsins. Verknám veitir fleiri og skilvirkari tækifæri fyrir fanga og opnar skýrari leiðir út í samfélagið. Með aukinni atvinnuþátttöku fanga verður kerfið bæði hagkvæmara og skilvirkara, samfélaginu öllu í hag!F.h. Afstöðu, félags fanga á ÍslandiGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Kosningar 2017 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi til Alþingis Senn líður að kosningum og Afstaða, félag fanga, óskar eftir því að flokkur þinn setji málefni fanga á stefnuskrá sína. Í gegnum árin hefur félagið átt í góðu samstarfi við þingmenn og þingnefndir og er kominn tími til að umræða um fangelsismál fái meira vægi, og að stjórnmálaflokkar setji sér raunhæfa stefnu í málaflokknum. Hvar sem við komum og við hvern er rætt þá eru allir sammála um að nám og starfsþjálfun í fangelsum sé lykillinn að betrun og nauðsynlegt að sé að stórefla framboðið. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst. Afstaða er félag sem hingað til hefur ekki tekið sér stöðu með ákveðnum stjórnmálaflokki en hingað og ekki lengra. Stjórn Afstöðu hefur ákveðið að beina því til félagsmanna sinna og aðstandenda þeirra að kjósa þann stjórnmálaflokk sem setur verknám og starfsþjálfun fanga á sína stefnuskrá ásamt því að vinna að heildstæðri pólitískri stefnumótun í fangelsismálum á Íslandi. Fyrir hönd Afstöðu óska ég hér með eftir fundi með þér og efsta fólki á lista flokksins og getum við þá rætt um málaflokkinn í heild og það eina mál sem við teljum í algjörum forgangi þegar kemur að betrun fanga í íslenskum fangelsum, þ.e. verknám og starfsþjálfun.Verknám í fangelsin Mikilvægt er að fangar hafi góða möguleika til náms, enda er nám besta leiðin til betrunar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir fangar sem leggja stund á nám eru ólíklegri en aðrir fangar til að lenda aftur í afplánun. Margir fangar glíma aftur á móti við námsörðugleika og því hentar hefðbundið bóklegt nám ekki öllum. Í fangelsum landsins er engu að síður fyrst og fremst hægt að leggja stund á slíkt nám. Nauðsynlegt er að þróa enn frekar námsframboð í fangelsum og þá sérstaklega með verknám í huga, líkt og er gert á Norðurlöndunum. Við megum ekki horfa á fangelsi sem geymslustað fyrir afbrotamenn, heldur þurfum við að líta á þau sem endurhæfingarstöð fyrir einstaklinga sem villst hafa af braut. Það liggur fyrir að sjaldgæft er að einstaklingar geti hafið nám að lokinni afplánun. Kemur þar margt til, eins og nýleg aldurstakmörk framhaldsskóla, þeir fá hvorki námslán né framfærslu og neyðast því flestir til þess að leggja námið á hilluna þegar úr fangelsi er komið. Því er mikilvægt að boðið sé upp á stuttar leiðir í starfsnámi/verknámi sem nýtist einstaklingunum til jákvæðrar þátttöku í samfélaginu. Fangar á Íslandi hafa í mörgum tilvikum sóst eftir því að fara í verknám, en slíkt hefur ekki verið mögulegt. Því hefur Afstaða lengi bent á mikilvægi þess að fangar hafi möguleika á að stunda verknám meðan á afplánun stendur. Félagið telur réttast að fangar geti nýtt þann tíma sem þeir afplána dóm til að byggja sig upp til virkrar þátttöku í samfélaginu – og þar með atvinnulífinu – með aðgangi að starfsþjálfun og verknámi.Staðreynd 1 Áttatíu prósent þeirra sem afplána refsidóma í íslenskum fangelsum hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi. Margir hafa ekki einu sinni lokið grunnskólanum. Menntunarstaða íslenskra fanga er lakari en hjá hinum norrænu þjóðunum.Hvað er til ráða? Nauðsynlegt er að þróa námsframboð í fangelsunum og þá sérstaklega með verknám í huga, eins og gert er hjá hinum norrænu þjóðunum.Staðreynd 2 Pólitísk stefnumótun í fangelsismálum hefur aldrei farið fram á Íslandi og umræðan að undanförnu ber þess merki.Hvað er til ráða? Stjórnmálaflokkur sem er tilbúinn í þverfaglega vinnu um fangelsismál þar sem útkoman er stefnumótun til framtíðar fær stuðning Afstöðu, félags fanga og aðstandanda þeirra! Yfirvöld í öðrum löndum eru fyrir löngu búin að átta sig á hagkvæmi þess að nota nám sem betrun. Og ekki skal dregið úr því að tækifærin til bóknáms eru til staðar. En þannig vitnað sé í orð Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 23. september 2017: „Við þurfum að endurhugsa hvernig nám fyrir þennan hóp á að líta út, ég vil ekki missa það nám sem við höfum en myndi vilja geta boðið upp á nám sem hentar þessum einstaklingum betur, þá til dæmis styttra nám. Ég vann lengi í fangelsum erlendis og þar var föngum kennt að pípuleggja, leggja flísar, vinna jarðvinnu, eitthvað sem þeir gátu tekið með sér út í samfélagið að afplánun lokinni.“ Þetta er einmitt málið. Verknám og starfsnám hefur algjörlega setið á hakanum í íslenskum fangelsum. Og nú er kominn tími til að snúa við blaðinu, mennta íslenska fanga til betri verka. Í sömu umfjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins var rætt við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing, sem hefur kynnt sér þessi mál. „Námið er meira og minna allt bóklegt á framhaldsskólastigi en við sáum mikinn áhuga meðal fanga að komast í verknám, sem hentar mörgum þeirra kannski betur.“ Þá má vísa til orða Gylfa Þorsteinssonar, kennslustjóra FSU í fangelsum, í Stundinni frá 5. apríl 2017 en hann segir að hæsti hjallinn að klífa sé verklegi hluti iðn- og starfsnáms, þ.e. verknáms. „Þar strandar á tólum, tækjum og aðstöðu. Engin verknámsaðstaða er í íslenskum fangelsum, nema á Litla-Hrauni, og þar er hún af skornum skammti.“ Hann bendir á að töluverður kostnaður geti fylgt verknámi og veltir fyrir sér hvort það sé ástæða þess að svo lítil áhersla hafi verið lögð á verknám í skólakerfinu á Íslandi. Afstaða telur starfsmenntun einn mikilvægasta þátt í betrun fanga og hvetur stjórnmálaflokka landsins að taka upp þetta mál í stefnumótun sinni í fangelsismálum og koma á verknámi í fangelsum landsins. Verknám veitir fleiri og skilvirkari tækifæri fyrir fanga og opnar skýrari leiðir út í samfélagið. Með aukinni atvinnuþátttöku fanga verður kerfið bæði hagkvæmara og skilvirkara, samfélaginu öllu í hag!F.h. Afstöðu, félags fanga á ÍslandiGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun