Gervigóðæri Birgir Örn Guðjónsson skrifar 17. október 2017 07:45 Nú fer að ljúka nokkurra mánaða leyfi sem ég tók mér frá löggunni. Ég skipti úr svarta gallanum yfir í blá jakkaföt og fór að þjóna farþegum í flugvélum Icelandair. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími á margan hátt. Þeir sem hafa fylgst með mér síðustu ár vita að ég hef verið nokkuð áberandi sem lögreglumaður. Starfsheitið er meira að segja oft fest við nafnið mitt. Það var því frekar sérstök upplifun fyrir mig að skipta svona um starfsvettvang. Það var líka ýmislegt sem kom mér á óvart. Í lögreglunni erum við að skila mjög mikilli vinnu. Í fluginu var ég að vinna minna en fékk samt svipaða upphæð í vasann. Það er nokkuð ótrúleg staðreynd. Í fluginu var ég nefninlega byrjandi en í lögreglunni er ég varðstjóri og kominn með vel yfir tíu ára reynslu. Ég er þá ekki að segja að flugfreyjur séu svona vel borgaðar. Nei því miður, það eru kjör lögreglumanna sem eru skammarleg. Þessi staða sló mig svolítið í andlitið þegar níu ára sonur minn spurði mig í einlægni í sumar hvort ég gæti ekki bara verið áfram flugfreyja. Ég væri nefninlega aldrei heima þegar ég væri lögga. Það var sem sagt ekkert töff við það að eiga pabba sem væri lögga. Sérstaklega þegar hann sést aldrei. Það kom mér líka á óvart hversu hátt menntunarstigið er meðal flugfreyja og þjóna. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þar voru margir kennarar og hjúkrunarfræðingar. Flugfélögin eru vissulega ótrúlega heppina að hafa svona gífurlega hæft fólk í vinnu, en mikið ofsalega erum við samt búin að klúðra miklu þegar þetta er raunveruleikinn. Samfélagið bráðvantar einmitt löggur, hjúkrunarfræðinga og kennara en þeir sem hafa menntað sig fyrir þessi störf hafa ekki efni á að sinna þeim. Það hreinlega eitt risa klúður. Allar þessar stéttir eiga það tvennt sameiginlegt að vera fjölmennar og gífurlega mikilvægar fyrir samfélagið. Einhverra hluta vegna hefur stærðin skipt meira mála en mikilvægið og virðist það standa því fyrir dyrum að hægt sé að meta þessar stéttir að verðleika. Þetta eru stéttirnar sem eru sífellt í kjarabaráttu en komast hvergi áfram. Ég veit að samfélagið er orðið þreytt á þeirri endaleysu en þið getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttir einstaklingarnir sjálfir eru sem enn haldast í þessum störfum. Núna bíðum við spennt eftir næsta verkfalli kennara. Konan mín er einmitt kennari þannig að ég þekki þeirra hlið vel. Hún hefur verið kennari lengur en ég hef verið lögga. Hún myndi samt hækka töluvert í launum við að fara í háloftin. Hversu klikkað er þetta eiginlega?! Það eru ekki bara kjörin sem hrekja fólk úr þessum stéttum, heldur er starfsumhverfið orðið svo óvistvænt að það er engum bjóðandi. Þessi störf eru á engan hátt samkeppnishæf um starfsfólk. Það er búið að þrengja svo að þessum mikilvægu stéttum í svo langan tíma að allt nema innspýting samsvarar niðurskurði. Lögreglan er rekin á hinu sér íslenska fyrirbrigði „þetta reddast“. Þar er skorið við öxl á öllum sviðum, alls staðar á landinu, á sama tíma og samfélagið ætlast til að allt þar sé unnið hundrað prósent. Við verðum líka að átta okkur á hlutum eins og þeirri annars jákvæðu sérstöðu íslensks samfélags að við erum ekki með neinn her. Því er lögreglan eini öryggisventillinn sem við höfum, sama hvað gerist. Við værum afskaplega barnaleg ef við ætlum að halda því fram að það sem gerist annars staðar geti ekki gerst hér. Auðvitað vonum við ekki, ekki frekar en við vonumst til að það kvikni ekki í húsinu okkar. Við þurfum engu að síður að vera viðbúin. Annað er heimska. Álagið á hjúkrunarfræðinga og kennara er líka óásættanleg og allt of mikið miðað við kjör þeirra. Ég þekki persónulega reyndan og góðan kennara sem þurfti að fara í langt veikindafrí vegna þess að hann fékk taugaáfall sem tengist beint álagi í starfi. Þetta er fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar og lífi. Hvers virði eru þessar starfsstéttir okkur? Hvers virði eru þær samfélaginu? Það er ljóst að það verður að vera þjóðarsátt um að gera miklu betur fyrir þessar stéttir. Þær þurfa betri kjör og betra starfsumhverfi. Það kostar, en það kostar svo miklu miklu meira að halda áfram á sömu braut. Þar til þetta verður lagað er „góðæri“ ekkert meira en stafir á blaði.Höfundur er í þriðja sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík Suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Nú fer að ljúka nokkurra mánaða leyfi sem ég tók mér frá löggunni. Ég skipti úr svarta gallanum yfir í blá jakkaföt og fór að þjóna farþegum í flugvélum Icelandair. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími á margan hátt. Þeir sem hafa fylgst með mér síðustu ár vita að ég hef verið nokkuð áberandi sem lögreglumaður. Starfsheitið er meira að segja oft fest við nafnið mitt. Það var því frekar sérstök upplifun fyrir mig að skipta svona um starfsvettvang. Það var líka ýmislegt sem kom mér á óvart. Í lögreglunni erum við að skila mjög mikilli vinnu. Í fluginu var ég að vinna minna en fékk samt svipaða upphæð í vasann. Það er nokkuð ótrúleg staðreynd. Í fluginu var ég nefninlega byrjandi en í lögreglunni er ég varðstjóri og kominn með vel yfir tíu ára reynslu. Ég er þá ekki að segja að flugfreyjur séu svona vel borgaðar. Nei því miður, það eru kjör lögreglumanna sem eru skammarleg. Þessi staða sló mig svolítið í andlitið þegar níu ára sonur minn spurði mig í einlægni í sumar hvort ég gæti ekki bara verið áfram flugfreyja. Ég væri nefninlega aldrei heima þegar ég væri lögga. Það var sem sagt ekkert töff við það að eiga pabba sem væri lögga. Sérstaklega þegar hann sést aldrei. Það kom mér líka á óvart hversu hátt menntunarstigið er meðal flugfreyja og þjóna. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þar voru margir kennarar og hjúkrunarfræðingar. Flugfélögin eru vissulega ótrúlega heppina að hafa svona gífurlega hæft fólk í vinnu, en mikið ofsalega erum við samt búin að klúðra miklu þegar þetta er raunveruleikinn. Samfélagið bráðvantar einmitt löggur, hjúkrunarfræðinga og kennara en þeir sem hafa menntað sig fyrir þessi störf hafa ekki efni á að sinna þeim. Það hreinlega eitt risa klúður. Allar þessar stéttir eiga það tvennt sameiginlegt að vera fjölmennar og gífurlega mikilvægar fyrir samfélagið. Einhverra hluta vegna hefur stærðin skipt meira mála en mikilvægið og virðist það standa því fyrir dyrum að hægt sé að meta þessar stéttir að verðleika. Þetta eru stéttirnar sem eru sífellt í kjarabaráttu en komast hvergi áfram. Ég veit að samfélagið er orðið þreytt á þeirri endaleysu en þið getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttir einstaklingarnir sjálfir eru sem enn haldast í þessum störfum. Núna bíðum við spennt eftir næsta verkfalli kennara. Konan mín er einmitt kennari þannig að ég þekki þeirra hlið vel. Hún hefur verið kennari lengur en ég hef verið lögga. Hún myndi samt hækka töluvert í launum við að fara í háloftin. Hversu klikkað er þetta eiginlega?! Það eru ekki bara kjörin sem hrekja fólk úr þessum stéttum, heldur er starfsumhverfið orðið svo óvistvænt að það er engum bjóðandi. Þessi störf eru á engan hátt samkeppnishæf um starfsfólk. Það er búið að þrengja svo að þessum mikilvægu stéttum í svo langan tíma að allt nema innspýting samsvarar niðurskurði. Lögreglan er rekin á hinu sér íslenska fyrirbrigði „þetta reddast“. Þar er skorið við öxl á öllum sviðum, alls staðar á landinu, á sama tíma og samfélagið ætlast til að allt þar sé unnið hundrað prósent. Við verðum líka að átta okkur á hlutum eins og þeirri annars jákvæðu sérstöðu íslensks samfélags að við erum ekki með neinn her. Því er lögreglan eini öryggisventillinn sem við höfum, sama hvað gerist. Við værum afskaplega barnaleg ef við ætlum að halda því fram að það sem gerist annars staðar geti ekki gerst hér. Auðvitað vonum við ekki, ekki frekar en við vonumst til að það kvikni ekki í húsinu okkar. Við þurfum engu að síður að vera viðbúin. Annað er heimska. Álagið á hjúkrunarfræðinga og kennara er líka óásættanleg og allt of mikið miðað við kjör þeirra. Ég þekki persónulega reyndan og góðan kennara sem þurfti að fara í langt veikindafrí vegna þess að hann fékk taugaáfall sem tengist beint álagi í starfi. Þetta er fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar og lífi. Hvers virði eru þessar starfsstéttir okkur? Hvers virði eru þær samfélaginu? Það er ljóst að það verður að vera þjóðarsátt um að gera miklu betur fyrir þessar stéttir. Þær þurfa betri kjör og betra starfsumhverfi. Það kostar, en það kostar svo miklu miklu meira að halda áfram á sömu braut. Þar til þetta verður lagað er „góðæri“ ekkert meira en stafir á blaði.Höfundur er í þriðja sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík Suður
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun