Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 75-72 | Kanalausir Stjörnumenn unnu KR Árni Jóhannsson skrifar 13. október 2017 22:00 Hlynur Bæringsson var frábær í kvöld. Vísir/Eyþór Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi á móti KR í Ásgarði fyrr í kvöld í hörkuleik, leiknum lauk 75-72 í mjög kaflaskiptum leik sem réðst á lokasekúndunum. Í fyrsta leikhluta voru bæði lið að finna opin skot en nýting þeirra var samt hræðileg. Stjörnumenn hittu úr tveimur skotum af 19 og KR-ingar sex skotum af 17. Stjörnumenn máttu því prísa sig sæla að vera ekki meira undir en átta stigum. Hlynur Bæringsson nýtti tækifærið vel og var kominn með 11 fráköst eftir fyrsta leikhluta.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Í öðrum leikhluta mætti allt annað Stjörnulið út á völlinn, þeir opnuðu leikhlutann með 11-2 sprett og komust þeir yfir á meðan KR-ingar áttu erfitt með að finna taktinn sinn. Heimamenn unnu annan leikhlutann 31-16 og fóru inn í hálfleik með níu stiga forskot. KR-ingar hljóta að hafa fengið að heyra það frá þjálfara sínum en þeir mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og byrjuðu hann á 9-0 sprett. Eftir það þá skiptust liðin á að skora og stoppa og úr varð að leikurinn var stál í stál allan fjórðunginn. Það smitaðist yfir í fjórða leikhluta sem var mjög stigalítill fyrstu fimm mínútur hans en leiðin náðu að hífa upp stigaskorið í lok leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem Kristófer Acox klikkaði á sniðskoti og skrefaði svo í næstu sókn þegar möguleiki var fyrir KR að jafna metin. Í blálokin varð mikill hasar þar sem Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði risastóran þrist áður en Pavel Ermolinski var vísað úr húsi vegna óíþróttamannslegrar villu og Stjarnan kláraði leikinn á vítalínunni eftir að bekkurinn hjá KR fékk dæmda á sig tæknivillu.Af hverju vann Stjarnan? Þeir höfðu spilað mjög góðan leik eftir fyrsta fjórðung og héldu haus í lok leiksins þegar allt var undir. Þeir hittu á KR á degi þar sem þeir voru á hælunum og ekki tilbúnir í verkefnið og nýttu það. Stjörnumenn sýndu það með sínum leik að þrátt fyrir svartsýnari spár heldur en þeir hefðu viljað þá er kannski minna ástæða fyrir svartsýninni heldur en menn héldu.Hvað gekk illa? Skotnýting liðann gekk illa og þá sérstaklega í byrjun leiks og í lokaleikhlutanum. Leikmenn voru að rúlla kerfunum sínum vel og finna opnu skotin en boltinn vildi bara ekki fara ofan, hjá hvorugu liði. Það varð til þess að leikurinn hélst spennandi nánast allan tímann þannig að áhorfendur græddu á því þegar upp var staðið.Tölfræði sem vakti athygli Hlynur Bæringsson var í frákastaham í kvöld. Eftir fyrsta leikhluta var hann kominn með 11 fráköst og endaði fyrri hálfleikinn með 15 fráköst sem er ansi vel af sér vikið. Skotnýting liðanna hjálpaði að sjálfsögðu til þar en hann endaði leikinn með 21 frákast og 13 stig. Við köllum það tröllatvennu.Hvað næst? Bæði lið eiga leik í bikarnum um helgina en þar lendir Stjarnan í hörkuleik á móti Haukum á útivelli. KR-ingar fara á Hvammstanga og taka þátt í að vígja nýtt parket hjá Kormáksmönnum sem er vel gert. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt ÍR og Grindavík og er komin með góða grundvöll til að þeysa af stað inn í tímabilið. KR þarf að finna taktinn en Finnur Freyr hefur ekki verið ánægður með spilamennsku sinna manna í fyrstu tveimur leikjunum.Stjarnan-KR 75-72 (8-14, 31-16, 14-26, 22-16)Stjarnan: Arnþór Freyr Guðmundsson 21, Hlynur Elías Bæringsson 13/21 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 10, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 8/9 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 3. KR: Kristófer Acox 18/11 fráköst, Jalen Jenkins 12/8 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9, Björn Kristjánsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 7/14 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Arnór Hermannsson 3.Hrafn Kristjánsson: Fæturnir á jörðina strax „Fólk verður kannski að sleppa hendinni af því, bæði við og aðrir, að eitthvað stjarnfræðilegt hafi gerst hérna í kvöld,“ sagði þjálfari Stjörnunnar eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Þetta er fínast körfuboltalið og við höfum verið að vinna í því að bæta okkur í hlutum sem mér fannst vanta upp á hjá okkur í fyrra og ég kannski skammast mín dálítið fyrir. Það leit út oft að við hefðum ekki nógu mikinn áhuga á þessu og gaman af hlutunum og við kiknuðum undan áföllum. Við höfum verið að æfa okkur í því að vera svakalega þéttir varnarlega og berjast fyrir hvorn annan og mér fannst það einhvern veginn vera saga leiksins. Meira að segja þegar við erum undir í fyrsta.“ Hrafn var spurður út í þennan fyrsta leikhluta þar sem hittni liðann var ekki nógu góð vægast sagt. „Málið er að það var ekki neitt hræðilegt að gerast, eftir fyrstu fjórar mínúturnar vorum við sex eða átta stigum undir en við vorum búnir að brenna af einhverjum fimm opnum skotum. Þá verður maður að sleppa því að horfa á töfluna og segja mönnum að við séum að gera réttu hlutina og að boltinn hljóti að detta ofan í að lokum. Þú sérð það að við skorum 31 stig í öðrum leikhluta sem styður þá kenningu.“ Hrafn var ánægður með það að hans menn hafi haldið haus þegar mest var undir og mestur hasarinn var undir lokin. „Þegar þeir voru að koma á okkur í seinni hálfleik þá vorum við dálítið að flýta okkur en fundum styrkleika okkar aftur þannig að já ég er mjög ánægður með mína menn. Við hinsvegar eigum langt í land.“ „Okkur hefur ekki farist nógu vel í gegnum tíðina að halda okkur á jörðinni, ég hef oft þjálfað þetta lið í flottum leikjm og svo í næsta leik höfum við algjörlega gert okkur að fíflum. Ef við töpum á móti Haukum í bikarnum á mánudaginn setur þetta tímabil í allt annað samhengi. Fæturnar fara því kyrfilega á jörðin núna strax inn í klefa og undirbúningur á laugardag og sunnudag,“ sagði Hrafn þegar hann var spurður hvort að þessi góða byrjun gæfi ekki góð fyrirheit fyrir tímabilið. Collin Pryor tók ekki þátt í leiknum í kvöld og sagði þjálfari hans að hann Pryor hefði ákveðið að taka þátt í nýjustu tískubylgjunni og fá matareitrun og að hann hafi ekki verið í standi til að spila í kvöld.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KRVÍSIR/EYÞÓRFinnur Freyr Stefánsson: Verðum að leggja á okkur vinnuna milli átta og fjögurÞjálfari KR var skiljanlega ekki sáttur með úrslitin í kvöld og sagði að menn hefðu getað haldið kúlinu betur í lok leiks. „Frammistaða liðsins var bara ekki nógu góð, Stjarnan barðist mun betur og gerðu betur en við. Þeir mættu klárari í leikinn, fengu smjörþefinn í öðrm leikhluta og öðluðust trú og þegar lið finna trúna á því að vinna leiki þá er erfitt að eiga við þau. Mér fannst við á hælunum alveg frá byrjun, við náðum að halda þeim niðri í fyrsta leikhluta en í öðrum fóru þeir að ná sóknarfráköstum og fá auðveldar körfur í bland við betri skotnýtingu. Við náum aðeins sprett í þriðja leikhluta þar sem við náðum með góðri vörn að kæla þá aðeins en þeir sýndu bara að þú slekkur ekki á Stjörnunni sísvona og svo fór fókusinn úr skorðum í lok leiks.“ KR-ingar hafa átt erfitt prógramm í byrjun tímabils, búnir að mæta Njarðvík og Stjörnunni og var Finnur beðinn um að leggja mat á uppskeruna. „Þetta eru tvö mjög góð lið sem við höfum spilað á móti en frammistaða KR hefur bara ekki verið nógu góð í báðum leikjunum. Við erum bara ekki á góðum stað, það verður að segjast eins og er og við verðum að slípa okkur saman og finna leiðir til þess að koma betur inn í þessa leiki. Við verðum að virða andstæðinginn allan tímann. Þetta snýst ekki um að mæta í vinnuna og tékka sig inn og tékka sig og líta vel út í einhverjum viðtölum, maður verður að leggja vinnuna á sig milli átta og fjögur. Það eru þannig lið sem vinna best og við verðum að komast á þann stað.“ Um lætin sem urðu í lok leiks sagði Finnur: „Við urðum óánægðir með nokkur atriði en það kristallast náttúrlega í því að við erum óánægðir með okkur sjálfa. Í öllum leikjum detta atriðin með þér eða á móti og ég er ósáttur við það hvernig mitt lið bregst við.“Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Eyþórvísir/andri marinó Dominos-deild karla
Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi á móti KR í Ásgarði fyrr í kvöld í hörkuleik, leiknum lauk 75-72 í mjög kaflaskiptum leik sem réðst á lokasekúndunum. Í fyrsta leikhluta voru bæði lið að finna opin skot en nýting þeirra var samt hræðileg. Stjörnumenn hittu úr tveimur skotum af 19 og KR-ingar sex skotum af 17. Stjörnumenn máttu því prísa sig sæla að vera ekki meira undir en átta stigum. Hlynur Bæringsson nýtti tækifærið vel og var kominn með 11 fráköst eftir fyrsta leikhluta.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Í öðrum leikhluta mætti allt annað Stjörnulið út á völlinn, þeir opnuðu leikhlutann með 11-2 sprett og komust þeir yfir á meðan KR-ingar áttu erfitt með að finna taktinn sinn. Heimamenn unnu annan leikhlutann 31-16 og fóru inn í hálfleik með níu stiga forskot. KR-ingar hljóta að hafa fengið að heyra það frá þjálfara sínum en þeir mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og byrjuðu hann á 9-0 sprett. Eftir það þá skiptust liðin á að skora og stoppa og úr varð að leikurinn var stál í stál allan fjórðunginn. Það smitaðist yfir í fjórða leikhluta sem var mjög stigalítill fyrstu fimm mínútur hans en leiðin náðu að hífa upp stigaskorið í lok leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem Kristófer Acox klikkaði á sniðskoti og skrefaði svo í næstu sókn þegar möguleiki var fyrir KR að jafna metin. Í blálokin varð mikill hasar þar sem Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði risastóran þrist áður en Pavel Ermolinski var vísað úr húsi vegna óíþróttamannslegrar villu og Stjarnan kláraði leikinn á vítalínunni eftir að bekkurinn hjá KR fékk dæmda á sig tæknivillu.Af hverju vann Stjarnan? Þeir höfðu spilað mjög góðan leik eftir fyrsta fjórðung og héldu haus í lok leiksins þegar allt var undir. Þeir hittu á KR á degi þar sem þeir voru á hælunum og ekki tilbúnir í verkefnið og nýttu það. Stjörnumenn sýndu það með sínum leik að þrátt fyrir svartsýnari spár heldur en þeir hefðu viljað þá er kannski minna ástæða fyrir svartsýninni heldur en menn héldu.Hvað gekk illa? Skotnýting liðann gekk illa og þá sérstaklega í byrjun leiks og í lokaleikhlutanum. Leikmenn voru að rúlla kerfunum sínum vel og finna opnu skotin en boltinn vildi bara ekki fara ofan, hjá hvorugu liði. Það varð til þess að leikurinn hélst spennandi nánast allan tímann þannig að áhorfendur græddu á því þegar upp var staðið.Tölfræði sem vakti athygli Hlynur Bæringsson var í frákastaham í kvöld. Eftir fyrsta leikhluta var hann kominn með 11 fráköst og endaði fyrri hálfleikinn með 15 fráköst sem er ansi vel af sér vikið. Skotnýting liðanna hjálpaði að sjálfsögðu til þar en hann endaði leikinn með 21 frákast og 13 stig. Við köllum það tröllatvennu.Hvað næst? Bæði lið eiga leik í bikarnum um helgina en þar lendir Stjarnan í hörkuleik á móti Haukum á útivelli. KR-ingar fara á Hvammstanga og taka þátt í að vígja nýtt parket hjá Kormáksmönnum sem er vel gert. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt ÍR og Grindavík og er komin með góða grundvöll til að þeysa af stað inn í tímabilið. KR þarf að finna taktinn en Finnur Freyr hefur ekki verið ánægður með spilamennsku sinna manna í fyrstu tveimur leikjunum.Stjarnan-KR 75-72 (8-14, 31-16, 14-26, 22-16)Stjarnan: Arnþór Freyr Guðmundsson 21, Hlynur Elías Bæringsson 13/21 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 10, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 8/9 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 3. KR: Kristófer Acox 18/11 fráköst, Jalen Jenkins 12/8 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9, Björn Kristjánsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 7/14 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Arnór Hermannsson 3.Hrafn Kristjánsson: Fæturnir á jörðina strax „Fólk verður kannski að sleppa hendinni af því, bæði við og aðrir, að eitthvað stjarnfræðilegt hafi gerst hérna í kvöld,“ sagði þjálfari Stjörnunnar eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Þetta er fínast körfuboltalið og við höfum verið að vinna í því að bæta okkur í hlutum sem mér fannst vanta upp á hjá okkur í fyrra og ég kannski skammast mín dálítið fyrir. Það leit út oft að við hefðum ekki nógu mikinn áhuga á þessu og gaman af hlutunum og við kiknuðum undan áföllum. Við höfum verið að æfa okkur í því að vera svakalega þéttir varnarlega og berjast fyrir hvorn annan og mér fannst það einhvern veginn vera saga leiksins. Meira að segja þegar við erum undir í fyrsta.“ Hrafn var spurður út í þennan fyrsta leikhluta þar sem hittni liðann var ekki nógu góð vægast sagt. „Málið er að það var ekki neitt hræðilegt að gerast, eftir fyrstu fjórar mínúturnar vorum við sex eða átta stigum undir en við vorum búnir að brenna af einhverjum fimm opnum skotum. Þá verður maður að sleppa því að horfa á töfluna og segja mönnum að við séum að gera réttu hlutina og að boltinn hljóti að detta ofan í að lokum. Þú sérð það að við skorum 31 stig í öðrum leikhluta sem styður þá kenningu.“ Hrafn var ánægður með það að hans menn hafi haldið haus þegar mest var undir og mestur hasarinn var undir lokin. „Þegar þeir voru að koma á okkur í seinni hálfleik þá vorum við dálítið að flýta okkur en fundum styrkleika okkar aftur þannig að já ég er mjög ánægður með mína menn. Við hinsvegar eigum langt í land.“ „Okkur hefur ekki farist nógu vel í gegnum tíðina að halda okkur á jörðinni, ég hef oft þjálfað þetta lið í flottum leikjm og svo í næsta leik höfum við algjörlega gert okkur að fíflum. Ef við töpum á móti Haukum í bikarnum á mánudaginn setur þetta tímabil í allt annað samhengi. Fæturnar fara því kyrfilega á jörðin núna strax inn í klefa og undirbúningur á laugardag og sunnudag,“ sagði Hrafn þegar hann var spurður hvort að þessi góða byrjun gæfi ekki góð fyrirheit fyrir tímabilið. Collin Pryor tók ekki þátt í leiknum í kvöld og sagði þjálfari hans að hann Pryor hefði ákveðið að taka þátt í nýjustu tískubylgjunni og fá matareitrun og að hann hafi ekki verið í standi til að spila í kvöld.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KRVÍSIR/EYÞÓRFinnur Freyr Stefánsson: Verðum að leggja á okkur vinnuna milli átta og fjögurÞjálfari KR var skiljanlega ekki sáttur með úrslitin í kvöld og sagði að menn hefðu getað haldið kúlinu betur í lok leiks. „Frammistaða liðsins var bara ekki nógu góð, Stjarnan barðist mun betur og gerðu betur en við. Þeir mættu klárari í leikinn, fengu smjörþefinn í öðrm leikhluta og öðluðust trú og þegar lið finna trúna á því að vinna leiki þá er erfitt að eiga við þau. Mér fannst við á hælunum alveg frá byrjun, við náðum að halda þeim niðri í fyrsta leikhluta en í öðrum fóru þeir að ná sóknarfráköstum og fá auðveldar körfur í bland við betri skotnýtingu. Við náum aðeins sprett í þriðja leikhluta þar sem við náðum með góðri vörn að kæla þá aðeins en þeir sýndu bara að þú slekkur ekki á Stjörnunni sísvona og svo fór fókusinn úr skorðum í lok leiks.“ KR-ingar hafa átt erfitt prógramm í byrjun tímabils, búnir að mæta Njarðvík og Stjörnunni og var Finnur beðinn um að leggja mat á uppskeruna. „Þetta eru tvö mjög góð lið sem við höfum spilað á móti en frammistaða KR hefur bara ekki verið nógu góð í báðum leikjunum. Við erum bara ekki á góðum stað, það verður að segjast eins og er og við verðum að slípa okkur saman og finna leiðir til þess að koma betur inn í þessa leiki. Við verðum að virða andstæðinginn allan tímann. Þetta snýst ekki um að mæta í vinnuna og tékka sig inn og tékka sig og líta vel út í einhverjum viðtölum, maður verður að leggja vinnuna á sig milli átta og fjögur. Það eru þannig lið sem vinna best og við verðum að komast á þann stað.“ Um lætin sem urðu í lok leiks sagði Finnur: „Við urðum óánægðir með nokkur atriði en það kristallast náttúrlega í því að við erum óánægðir með okkur sjálfa. Í öllum leikjum detta atriðin með þér eða á móti og ég er ósáttur við það hvernig mitt lið bregst við.“Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Eyþórvísir/andri marinó
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum