Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum Andri Þór Sturluson og Halldór Auðar Svansson og Hákon Helgi Leifsson skrifa 11. október 2017 13:16 Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun