Odinga fer ekki aftur í forsetaframboð í Keníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Raila Odinga vill að hætt sé við forsetakosningarnar. vísir/afp Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38
Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46