Odinga fer ekki aftur í forsetaframboð í Keníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Raila Odinga vill að hætt sé við forsetakosningarnar. vísir/afp Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38
Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46