Framtíðin er okkar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 27. október 2017 07:00 Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það. Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis undanfarin ár og áratugi. Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu, heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra. Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknarverðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raunverulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja. Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timburmenn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnumálum og aðgerðum flokksins. Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður fjölskylunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál almennt. Menntamál er fjöregg þjóðarinnar til framtíðar með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum. Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við munum fara vel með traustið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar, skipar 1. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Kosningar 2017 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það. Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis undanfarin ár og áratugi. Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu, heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra. Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknarverðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raunverulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja. Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timburmenn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnumálum og aðgerðum flokksins. Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður fjölskylunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál almennt. Menntamál er fjöregg þjóðarinnar til framtíðar með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum. Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við munum fara vel með traustið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar, skipar 1. sæti í Reykjavík suður.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun