Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 82-79 | Heimasigur í háspennuleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. október 2017 22:15 Matthías Orri skoraði 25 stig í kvöld. Vísir/Eyþór ÍR-ingar fóru með hörkusigur í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn í fjórðu umferð Domino’s deildar karla. Leikurinn var hörkuspennandi frá fyrstu mínútu og var stemmingin frábær að vanda. Ghetto hooligans singjandi og trallandi á pöllunum og það skilaði sér inn í leikinn. Það var mikil barátta og hiti í leiknum, tveir leikmenn ÍR-inga fengu fimm villur og þrír Njarðvíkingar voru með fjórar. ÍR var með yfirhöndina mest allan tímann, leiddu eftir fyrsta leikhluta og voru með níu stiga forystu í leikhléi. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í þriðja leikhluta og skoruðu bæði lið 24 stig í honum, svo því var enn níu stiga munur fyrir lokafjórðunginn. Þá keyrðu Njarðvíkingar allt í botn og náðu að jafna leikinn. Hann var svo hörkuspennandi það sem eftir lifði eða þar til Matthías Orri Sigurðarson, besti maður vallarins í dag, skoraði sniðskot og kom ÍR-ingum yfir þegar 7 sekúndur lifðu af leiknum. Gestirnir náðu ekki að jafna og Trausti Eiríksson skoraði úr vítaskoti og gulltryggði sigurinn fyrir ÍR. Lokatölur 82-79.Afhverju vann ÍR? Með frábærum karakter. Þeir leiddu allan leikinn og voru aðeins sterkari megnið af leiknum. Gerðu sér þetta óþarflega erfitt fyrir með því að hleypa Njarðvíkingum inn í leikinn og gera hann spennandi, en sýndu mikin styrk í að klára þetta.Hverjir stóðu upp úr? Matthías Orri. Hann er bakbeinið í þessu ÍR liði og hann var frábær í dag. Hann var stigahæstur og framlagshæstur, hann skoraði mikið af mikilvægum körfum og var alltaf réttur maður á réttum stað þegar liðið þurfti hans sem mest. Ryan Taylor stóð sig líka mjög vel, og hefði kannski náð Matthíasi í stigaskorun ef hann hefði ekki verið rekinn á bekkinn með fimm villur. Hann var að verja mikið af skotum og átti flottan leik fyrir ÍR. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson sá sem gerði þetta spennandi fyrir þá, með frábærum þristum í lok leiksins.Maciek Baginski átti einnig flottan leik fyrir Njarðvíkinga.Hvað gekk illa? Leikur Terrell Vinson var kannski vonbrigði miðað við hvað hann var frábær á móti Stjörnunni í síðustu umferð, en hann var með 0 í framlag að loknum fyrri hálfleik. Hann lagaði hins vegar leik sinn til muna í þeim seinni, eins og allt Njarðvíkurliðið. Annars áttu Njarðvíkingar í erfiðleikum með að hitta, voru að taka erfið skot. Það háði ÍR-ingum líka á tímabili, sóknarleikurinn var stundum stirður hjá báðum liðum því liðin voru oft að spila frábæra vörn.Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fá nýliða Vals í heimsókn suður með sjó eftir viku. Þá fara ÍR-ingar í Ásgarð í Garðabæ þar sem þeirra bíður strembið verkefni gegn Stjörnunni.ÍR-Njarðvík 82-79 (22-19, 20-14, 24-24, 16-22) ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Taylor 22/8 fráköst, Danero Thomas 14/4 varin skot, Kristinn Marinósson 9/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 4, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 1/5 fráköst.Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 19, Logi Gunnarsson 16, Terrell Vinson 14/11 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Ragnar Agust Nathanaelsson 6/8 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 6/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 5/4 fráköst. Matthías: Fallegt að sjá svona sigra „Gleði að ná að klára þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Matthíasar Orra Sigurðarsonar eftir leikinn. „Mér fannst við stjórna leiknum alveg þangað til seint í þriðja, ánægður að það kom algjör karakter í okkur í lokin og við kláruðum þetta án þess að Ryan sé inn á.“ „Það var búið að reka Daða á bekkinn líka, vissi eiginlega ekki alveg hvað gerðist þar,“ sagði Matthías, en Daði Berg Grétarsson fékk dæmda á sig tæknivillu snemma í fjórða leikhluta, sem var hans fimmta villa. „Kiddi kom með tvær ógeðslega mikilvægar körfur, Trausti með frákast, þetta er bara svo fallegt að sjá svona sigra þar sem við vinnum ógeðslega mikið fyrir sigrinum. Ég er bara ógeðslega glaður.“ ÍR-ingar gerðu sér lífið óþarflega erfitt með því að hleypa Njarðvíkingum inn í leikinn. „Allt of erfitt. Njarðvík er gott lið. Við vissum að þeir myndu koma til baka. Logi er frábær leikmaður og Kaninn er góður, þeir eru með mikið af góðum leikmönnum,“ sagði Matthías. „Við fórum aðeins of mikið í skel þegar þeir tóku run, þannig að við verðum bara að læra af því.“ Það var frábær stemming í Hertz-hellinum að vanda og Matthías sagði líklegt að öll lið vildu koma og spila í þessu andrúmslofti. „Það er enginn haustbragur yfir Ghetto hooligans. Þeir mæta eins og við séum komnir í úrslitakeppni og verða svona allt árið. Við elskum að spila hérna, liðin sem koma hingað elska örugglega að spila hérna líka. Þetta er vígi,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson.Daníel: Við eigum að gera betur Daníel Guðni Guðmundsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap sinna manna í kvöld. „Þetta er súrt. ÍR átti þetta skilið, þeir voru betri í leiknum,“ sagði Daníel eftir leikinn. „Við vitum að við getum komið til baka. Við hefðum bara átt að vera búnir að bregðast við miklu fyrr. Munurinn var orðinn of mikill og við gerðum þetta erfitt fyrir okkur sjálfum.“ Hvað var það helsta sem Daníel tók út úr leiknum? „Við þurfum að vinna betur í nokkrum hlutum. Snemma á tímabilinu og svoleiðis, en við áttum að geta gert miklu betur hérna í kvöld. Seinni hálfleikurinn var fínn en við náðum ekki að halda alveg í fjórða leikhluta.“ „Logi kom með stórar körfur, en við eigum ekki að þurfa svona djúp kerfi til að fá einhverjar körfur.“ „Af okkar hálfu var sóknarleikurinn ekkert sérstakur í fyrri hálfleik, og það gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var þetta ekkert sérstakt, við verðum að gera betur,“ sagði þjálfari Njarðvíkur, Daníel Guðni Guðmundsson.Borce: Sló okkur út af laginu að Ryan fékk fimm villur „Þetta var mjög erfiður leikur. Njarðvíkingar mættu tilbúnir til leiks, jafnvel þó við leiddum stærstan hluta leiksins þá náðu þeir að jafna. Við vorum yfir með 15 stigum á einum tímapunkti, svo ná þeir að koma til baka og leiða með 5 stigum,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Það truflaði okkur aðeins að Ryan fékk fimm villur, hann fór útaf á mikilvægum tímapunkti. Það sló okkur svolítið út af laginu. Við fórum í svæðisvörn og það virkaði, Njarðvíkingar réðu ekki við það og völdu skotin sín illa og hleyptu okkur aftur í leikinn.“ „Við náðum að klára leikinn og erum ánægðir með að heimavöllurinn er enn óvinnandi,“ sagði Borche. En hvað fannst honum standa upp úr í liði sínu í dag? „Við spiluðum eins og lið og lögðum okkur fram í vörninni. Við gerðum aðeins af mistökum sem við þurfum að leggjast yfir og greina og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik. Dominos-deild karla
ÍR-ingar fóru með hörkusigur í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn í fjórðu umferð Domino’s deildar karla. Leikurinn var hörkuspennandi frá fyrstu mínútu og var stemmingin frábær að vanda. Ghetto hooligans singjandi og trallandi á pöllunum og það skilaði sér inn í leikinn. Það var mikil barátta og hiti í leiknum, tveir leikmenn ÍR-inga fengu fimm villur og þrír Njarðvíkingar voru með fjórar. ÍR var með yfirhöndina mest allan tímann, leiddu eftir fyrsta leikhluta og voru með níu stiga forystu í leikhléi. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í þriðja leikhluta og skoruðu bæði lið 24 stig í honum, svo því var enn níu stiga munur fyrir lokafjórðunginn. Þá keyrðu Njarðvíkingar allt í botn og náðu að jafna leikinn. Hann var svo hörkuspennandi það sem eftir lifði eða þar til Matthías Orri Sigurðarson, besti maður vallarins í dag, skoraði sniðskot og kom ÍR-ingum yfir þegar 7 sekúndur lifðu af leiknum. Gestirnir náðu ekki að jafna og Trausti Eiríksson skoraði úr vítaskoti og gulltryggði sigurinn fyrir ÍR. Lokatölur 82-79.Afhverju vann ÍR? Með frábærum karakter. Þeir leiddu allan leikinn og voru aðeins sterkari megnið af leiknum. Gerðu sér þetta óþarflega erfitt fyrir með því að hleypa Njarðvíkingum inn í leikinn og gera hann spennandi, en sýndu mikin styrk í að klára þetta.Hverjir stóðu upp úr? Matthías Orri. Hann er bakbeinið í þessu ÍR liði og hann var frábær í dag. Hann var stigahæstur og framlagshæstur, hann skoraði mikið af mikilvægum körfum og var alltaf réttur maður á réttum stað þegar liðið þurfti hans sem mest. Ryan Taylor stóð sig líka mjög vel, og hefði kannski náð Matthíasi í stigaskorun ef hann hefði ekki verið rekinn á bekkinn með fimm villur. Hann var að verja mikið af skotum og átti flottan leik fyrir ÍR. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson sá sem gerði þetta spennandi fyrir þá, með frábærum þristum í lok leiksins.Maciek Baginski átti einnig flottan leik fyrir Njarðvíkinga.Hvað gekk illa? Leikur Terrell Vinson var kannski vonbrigði miðað við hvað hann var frábær á móti Stjörnunni í síðustu umferð, en hann var með 0 í framlag að loknum fyrri hálfleik. Hann lagaði hins vegar leik sinn til muna í þeim seinni, eins og allt Njarðvíkurliðið. Annars áttu Njarðvíkingar í erfiðleikum með að hitta, voru að taka erfið skot. Það háði ÍR-ingum líka á tímabili, sóknarleikurinn var stundum stirður hjá báðum liðum því liðin voru oft að spila frábæra vörn.Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fá nýliða Vals í heimsókn suður með sjó eftir viku. Þá fara ÍR-ingar í Ásgarð í Garðabæ þar sem þeirra bíður strembið verkefni gegn Stjörnunni.ÍR-Njarðvík 82-79 (22-19, 20-14, 24-24, 16-22) ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Taylor 22/8 fráköst, Danero Thomas 14/4 varin skot, Kristinn Marinósson 9/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 4, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 1/5 fráköst.Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 19, Logi Gunnarsson 16, Terrell Vinson 14/11 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Ragnar Agust Nathanaelsson 6/8 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 6/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 5/4 fráköst. Matthías: Fallegt að sjá svona sigra „Gleði að ná að klára þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Matthíasar Orra Sigurðarsonar eftir leikinn. „Mér fannst við stjórna leiknum alveg þangað til seint í þriðja, ánægður að það kom algjör karakter í okkur í lokin og við kláruðum þetta án þess að Ryan sé inn á.“ „Það var búið að reka Daða á bekkinn líka, vissi eiginlega ekki alveg hvað gerðist þar,“ sagði Matthías, en Daði Berg Grétarsson fékk dæmda á sig tæknivillu snemma í fjórða leikhluta, sem var hans fimmta villa. „Kiddi kom með tvær ógeðslega mikilvægar körfur, Trausti með frákast, þetta er bara svo fallegt að sjá svona sigra þar sem við vinnum ógeðslega mikið fyrir sigrinum. Ég er bara ógeðslega glaður.“ ÍR-ingar gerðu sér lífið óþarflega erfitt með því að hleypa Njarðvíkingum inn í leikinn. „Allt of erfitt. Njarðvík er gott lið. Við vissum að þeir myndu koma til baka. Logi er frábær leikmaður og Kaninn er góður, þeir eru með mikið af góðum leikmönnum,“ sagði Matthías. „Við fórum aðeins of mikið í skel þegar þeir tóku run, þannig að við verðum bara að læra af því.“ Það var frábær stemming í Hertz-hellinum að vanda og Matthías sagði líklegt að öll lið vildu koma og spila í þessu andrúmslofti. „Það er enginn haustbragur yfir Ghetto hooligans. Þeir mæta eins og við séum komnir í úrslitakeppni og verða svona allt árið. Við elskum að spila hérna, liðin sem koma hingað elska örugglega að spila hérna líka. Þetta er vígi,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson.Daníel: Við eigum að gera betur Daníel Guðni Guðmundsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap sinna manna í kvöld. „Þetta er súrt. ÍR átti þetta skilið, þeir voru betri í leiknum,“ sagði Daníel eftir leikinn. „Við vitum að við getum komið til baka. Við hefðum bara átt að vera búnir að bregðast við miklu fyrr. Munurinn var orðinn of mikill og við gerðum þetta erfitt fyrir okkur sjálfum.“ Hvað var það helsta sem Daníel tók út úr leiknum? „Við þurfum að vinna betur í nokkrum hlutum. Snemma á tímabilinu og svoleiðis, en við áttum að geta gert miklu betur hérna í kvöld. Seinni hálfleikurinn var fínn en við náðum ekki að halda alveg í fjórða leikhluta.“ „Logi kom með stórar körfur, en við eigum ekki að þurfa svona djúp kerfi til að fá einhverjar körfur.“ „Af okkar hálfu var sóknarleikurinn ekkert sérstakur í fyrri hálfleik, og það gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var þetta ekkert sérstakt, við verðum að gera betur,“ sagði þjálfari Njarðvíkur, Daníel Guðni Guðmundsson.Borce: Sló okkur út af laginu að Ryan fékk fimm villur „Þetta var mjög erfiður leikur. Njarðvíkingar mættu tilbúnir til leiks, jafnvel þó við leiddum stærstan hluta leiksins þá náðu þeir að jafna. Við vorum yfir með 15 stigum á einum tímapunkti, svo ná þeir að koma til baka og leiða með 5 stigum,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Það truflaði okkur aðeins að Ryan fékk fimm villur, hann fór útaf á mikilvægum tímapunkti. Það sló okkur svolítið út af laginu. Við fórum í svæðisvörn og það virkaði, Njarðvíkingar réðu ekki við það og völdu skotin sín illa og hleyptu okkur aftur í leikinn.“ „Við náðum að klára leikinn og erum ánægðir með að heimavöllurinn er enn óvinnandi,“ sagði Borche. En hvað fannst honum standa upp úr í liði sínu í dag? „Við spiluðum eins og lið og lögðum okkur fram í vörninni. Við gerðum aðeins af mistökum sem við þurfum að leggjast yfir og greina og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum