Þátttaka óskast – en á hvaða forsendum? Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 26. október 2017 11:45 Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun