Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Leifur Finnbogason skrifar 25. október 2017 08:07 Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun