Samkeppnisumhverfi sprotafyrirtækja verður að breyta Ingvaldur Thor Einarsson skrifar 25. október 2017 07:00 Ég rek sprotafyrirtæki. Ég þrífst á því að finna nýjar lausnir sem ögra kyrrstöðu og skapa ný tækifæri. Eitthvað sem breytir vinnuaðferðum og verklagi til hins betra. Það er mín köllun og mér finnst áskorunin skemmtileg. Það er erfitt, ánægjulegt og allt þar á milli að reka sprotafyrirtæki. Helsta áskorun sprotafyrirtækja er að hafa fjármagn til að skapa og þróa hugmyndir og lausnir. Mikilvægasti hlekkurinn í þeirri vinnu er að geta umkringt sig fagfólki sem getur sífellt fært fyrirtækið skörinni ofar. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Samkeppnisumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi er nefnilega mjög erfitt, þar sem lítil og nýstofnuð fyrirtæki þurfa að keppa við rótgróin fyrirtæki á markaði um hæfileikaríkt starfsfólk. Það er raunin að stærri fyrirtæki hafa greiðari aðgang að fjármagni og geta fjármagnað sinn rekstur á mun betri kjörum en sprotafyrirtæki. Því geta þau almennt boðið bæði hærri laun og stöðugra starfsumhverfi en sprotafyrirtæki. Lágt atvinnuleysi og há laun gera íslenskum sprotafyrirtækjum erfitt um vik og hafa margir í sprotaumhverfinu gripið á það ráð að úthýsa vinnu og verkefnum til fjarrænna landa þar sem hægt er að ráða hæft fólk á mun lægri launum. Er það eitthvað sem við Íslendingar viljum gera? Viljum við ekki frekar nýta íslenskt hugvit til að efla nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja í landinu? Viljum við ekki styðja við sprotana okkar og gera þeim kleift að vaxa og ná fótfestu í nýjum mörkuðum og byggja upp umhverfi sem hvetur fólk til að láta drauma sína rætast? Nú göngum við til kosninga næstkomandi laugardag og mér finnst lítið sem ekkert hafa verið rætt um umhverfi sprotafyrirtækja og nýsköpun á Íslandi. Samt er þessi iðnaður gífurlega stór og eru tækifæri Íslendinga fjölmörg á þessu sviði, sem gæti leitt til gríðarlegrar verðmætasköpunar á komandi árum. Mér finnst því einkennilegt að stjórnmálaflokkar beiti sér lítið sem ekkert fyrir þessum málaflokki, sem gæti hagnast börnum okkar og barnabörnum umtalsvert. Vissulega hefur tryggingagjaldið verið mikið til umræðu undanfarið, en það er skattur sem leggst ofan á launakostnað fyrirtækja. Tryggingagjaldið var hækkað til muna eftir bankahrunið 2008 til að standa undir vaxandi kostnaði vegna atvinnuleysis. Síðan þá hefur það lækkað lítið eitt, en varla neitt til að tala um, þó að atvinnuleysi sé hér í lágmarki. Sprotafyrirtæki eiga erfitt með að standa undir þessari skattlagningu þar sem þau eru að jafnaði með hærri rekstrargjöld en rekstrartekjur. Í mínum huga væri æskilegt að stjórnvöld væru með ívilnandi aðgerðir fyrir sprotafyrirtæki með færri en 10 starfsmenn, þar sem þessi fyrirtæki myndu greiða lægra tryggingagjald. Þar sem 3/4 af vinnandi fólki á Íslandi starfa hjá fyrirtækjum með yfir 10 starfsmenn væru áhrif slíkrar ívilnunar vart teljandi fyrir ríkissjóð. Enn fremur þarf að hjálpa sprotafyrirtækjum að ná í og halda hæfileikaríku starfsfólki. Á árunum fyrir hrun lögðu mörg sprotafyrirtæki í hugverkaiðnaði upp laupana þar sem þau gátu ekki keppt við fjármálastofnanir um hæft starfsfólk. Mikil gróska hefur verið í hugverkaiðnaðinum síðustu áratugi og gæti hann fest sig í sessi sem fjórða meginstoð atvinnulífsins, ásamt sjávarútvegi, stóriðju og ferðamannaiðnaði, ef greinin fengi aðstoð við uppbyggingu. Eitt af því sem mér finnst vert að skoða þegar kemur að launum í sprotafyrirtækjum væri að leita til erlendra fyrirmynda þar sem fyrirtæki greiða stóran hluta launa í formi kaupréttarsamninga. Þannig skapast hvati fyrir hæft fólk að leggja mikið af mörkum gegn lægri launum, en uppskera ríkulega síðar meir. Til að það gangi þurfa stjórnvöld að gera breytingu á skattlagningu kauprétta sem nú skattleggjast að mestu eins og launatekjur. Stærsti hluti mögulegs ágóða starfsmanna vegna kaupréttarsamninga endar þannig hjá ríkinu í formi skatts. Í skattalögum er heimild til að skattleggja ágóða af kaupréttum starfsmanna sem fjármagnstekjur ef kaupverð er að hámarki 600.000 krónur á ári. Það eru einungis 50.000 krónur á mánuði sem er mjög lágt þak og skapar takmarkaðan fjárhagslegan hvata. Einnig fylgir sú kvöð að starfsmaður þurfi að eiga hlutina í tvö ár eftir nýtingu kaupréttar. Þetta ákvæði er glórulaust enda er kaupréttur starfsmanna í sprotafyrirtækjum almennt innleystur við sölu þeirra. Mín gæfa er að reka sprotafyrirtæki sem var stofnað af einum þekktasta frumkvöðli Norðurlanda, Erik Damgaard. Erik hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir sem frumkvöðull, selt fyrirtæki fyrir á annað hundrað milljarða, tapað stórt og rifið sig upp á ný og hefur nú stofnað sprotafyrirtæki á miðjum aldri. Erik heimsækir Ísland 9. nóvember og býð ég öllum alþingismönnum, hverjir sem það verða, að hitta Erik og hlýða á hann miðla reynslu sinni af alþjóðlegu sprotaumhverfi og frumkvöðlastarfi. Ég vona að sem flestir stjórnmálamenn þiggi það boð. Hæft starfsfólk hefur val um vinnu. Það getur valið starf hjá stöndugu fyrirtæki sem býður upp á stöðugt umhverfi og borgar samkeppnishæf laun, eða starfað fyrir sprotafyrirtæki þar sem laun eru almennt lægri og starfsumhverfið býður sífellt upp á nýjar áskoranir. Mér finnst skiljanlegt að hæft fólk, sem hefur lagt út mikinn fórnarkostnað við að afla sér menntunar og er að koma upp fjölskyldu, kjósi fyrri kostinn, enda eru alltaf fá dæmi um íslenska sprota sem hafa sprungið út. Því biðla ég til stjórnmálaflokka, sem keppast um atkvæði þessa dagana, að breyta starfsumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi. Fjárfestum í framtíð þar sem Íslendingar geta blómstrað í nýsköpun. Fjárfestum í framtíð þar sem Ísland skipar sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi Uniconta á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég rek sprotafyrirtæki. Ég þrífst á því að finna nýjar lausnir sem ögra kyrrstöðu og skapa ný tækifæri. Eitthvað sem breytir vinnuaðferðum og verklagi til hins betra. Það er mín köllun og mér finnst áskorunin skemmtileg. Það er erfitt, ánægjulegt og allt þar á milli að reka sprotafyrirtæki. Helsta áskorun sprotafyrirtækja er að hafa fjármagn til að skapa og þróa hugmyndir og lausnir. Mikilvægasti hlekkurinn í þeirri vinnu er að geta umkringt sig fagfólki sem getur sífellt fært fyrirtækið skörinni ofar. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Samkeppnisumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi er nefnilega mjög erfitt, þar sem lítil og nýstofnuð fyrirtæki þurfa að keppa við rótgróin fyrirtæki á markaði um hæfileikaríkt starfsfólk. Það er raunin að stærri fyrirtæki hafa greiðari aðgang að fjármagni og geta fjármagnað sinn rekstur á mun betri kjörum en sprotafyrirtæki. Því geta þau almennt boðið bæði hærri laun og stöðugra starfsumhverfi en sprotafyrirtæki. Lágt atvinnuleysi og há laun gera íslenskum sprotafyrirtækjum erfitt um vik og hafa margir í sprotaumhverfinu gripið á það ráð að úthýsa vinnu og verkefnum til fjarrænna landa þar sem hægt er að ráða hæft fólk á mun lægri launum. Er það eitthvað sem við Íslendingar viljum gera? Viljum við ekki frekar nýta íslenskt hugvit til að efla nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja í landinu? Viljum við ekki styðja við sprotana okkar og gera þeim kleift að vaxa og ná fótfestu í nýjum mörkuðum og byggja upp umhverfi sem hvetur fólk til að láta drauma sína rætast? Nú göngum við til kosninga næstkomandi laugardag og mér finnst lítið sem ekkert hafa verið rætt um umhverfi sprotafyrirtækja og nýsköpun á Íslandi. Samt er þessi iðnaður gífurlega stór og eru tækifæri Íslendinga fjölmörg á þessu sviði, sem gæti leitt til gríðarlegrar verðmætasköpunar á komandi árum. Mér finnst því einkennilegt að stjórnmálaflokkar beiti sér lítið sem ekkert fyrir þessum málaflokki, sem gæti hagnast börnum okkar og barnabörnum umtalsvert. Vissulega hefur tryggingagjaldið verið mikið til umræðu undanfarið, en það er skattur sem leggst ofan á launakostnað fyrirtækja. Tryggingagjaldið var hækkað til muna eftir bankahrunið 2008 til að standa undir vaxandi kostnaði vegna atvinnuleysis. Síðan þá hefur það lækkað lítið eitt, en varla neitt til að tala um, þó að atvinnuleysi sé hér í lágmarki. Sprotafyrirtæki eiga erfitt með að standa undir þessari skattlagningu þar sem þau eru að jafnaði með hærri rekstrargjöld en rekstrartekjur. Í mínum huga væri æskilegt að stjórnvöld væru með ívilnandi aðgerðir fyrir sprotafyrirtæki með færri en 10 starfsmenn, þar sem þessi fyrirtæki myndu greiða lægra tryggingagjald. Þar sem 3/4 af vinnandi fólki á Íslandi starfa hjá fyrirtækjum með yfir 10 starfsmenn væru áhrif slíkrar ívilnunar vart teljandi fyrir ríkissjóð. Enn fremur þarf að hjálpa sprotafyrirtækjum að ná í og halda hæfileikaríku starfsfólki. Á árunum fyrir hrun lögðu mörg sprotafyrirtæki í hugverkaiðnaði upp laupana þar sem þau gátu ekki keppt við fjármálastofnanir um hæft starfsfólk. Mikil gróska hefur verið í hugverkaiðnaðinum síðustu áratugi og gæti hann fest sig í sessi sem fjórða meginstoð atvinnulífsins, ásamt sjávarútvegi, stóriðju og ferðamannaiðnaði, ef greinin fengi aðstoð við uppbyggingu. Eitt af því sem mér finnst vert að skoða þegar kemur að launum í sprotafyrirtækjum væri að leita til erlendra fyrirmynda þar sem fyrirtæki greiða stóran hluta launa í formi kaupréttarsamninga. Þannig skapast hvati fyrir hæft fólk að leggja mikið af mörkum gegn lægri launum, en uppskera ríkulega síðar meir. Til að það gangi þurfa stjórnvöld að gera breytingu á skattlagningu kauprétta sem nú skattleggjast að mestu eins og launatekjur. Stærsti hluti mögulegs ágóða starfsmanna vegna kaupréttarsamninga endar þannig hjá ríkinu í formi skatts. Í skattalögum er heimild til að skattleggja ágóða af kaupréttum starfsmanna sem fjármagnstekjur ef kaupverð er að hámarki 600.000 krónur á ári. Það eru einungis 50.000 krónur á mánuði sem er mjög lágt þak og skapar takmarkaðan fjárhagslegan hvata. Einnig fylgir sú kvöð að starfsmaður þurfi að eiga hlutina í tvö ár eftir nýtingu kaupréttar. Þetta ákvæði er glórulaust enda er kaupréttur starfsmanna í sprotafyrirtækjum almennt innleystur við sölu þeirra. Mín gæfa er að reka sprotafyrirtæki sem var stofnað af einum þekktasta frumkvöðli Norðurlanda, Erik Damgaard. Erik hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir sem frumkvöðull, selt fyrirtæki fyrir á annað hundrað milljarða, tapað stórt og rifið sig upp á ný og hefur nú stofnað sprotafyrirtæki á miðjum aldri. Erik heimsækir Ísland 9. nóvember og býð ég öllum alþingismönnum, hverjir sem það verða, að hitta Erik og hlýða á hann miðla reynslu sinni af alþjóðlegu sprotaumhverfi og frumkvöðlastarfi. Ég vona að sem flestir stjórnmálamenn þiggi það boð. Hæft starfsfólk hefur val um vinnu. Það getur valið starf hjá stöndugu fyrirtæki sem býður upp á stöðugt umhverfi og borgar samkeppnishæf laun, eða starfað fyrir sprotafyrirtæki þar sem laun eru almennt lægri og starfsumhverfið býður sífellt upp á nýjar áskoranir. Mér finnst skiljanlegt að hæft fólk, sem hefur lagt út mikinn fórnarkostnað við að afla sér menntunar og er að koma upp fjölskyldu, kjósi fyrri kostinn, enda eru alltaf fá dæmi um íslenska sprota sem hafa sprungið út. Því biðla ég til stjórnmálaflokka, sem keppast um atkvæði þessa dagana, að breyta starfsumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi. Fjárfestum í framtíð þar sem Íslendingar geta blómstrað í nýsköpun. Fjárfestum í framtíð þar sem Ísland skipar sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi Uniconta á Íslandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun