Skattar og lífskjör – áróður og veruleiki Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2017 07:00 Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun