Skattar og lífskjör – áróður og veruleiki Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2017 07:00 Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun