Stóðu einir gegn vígamönnum í tvo tíma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 13:15 Frá jarðarför La David Johnson sem lést í Níger. Vísir/AFP Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst. Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst.
Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30