Gerum betur fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahagslega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og forvörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu.Höfundur er þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar