Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2017 21:22 Tyler Tenbrink þegar hann yfirgaf ræðu Richard Spencer. Vísir/Getty Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira