Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. október 2017 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/anton Þórsarar frá Þorlákshöfn töpuðu sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla þegar liðið sótti Hauka heim í DB Schenker höllina í Hafnarfirði. Lokatölur í leiknum urðu 96-64. Sigur heimamanna var aldrei í hættu, en þeir voru mun sterkari allan leikinn og voru 21 stigi yfir í hálfleik. Þeir spiluðu virkilega flottan varnarleik og áttu Þórsarar í miklum vandræðum með að skapa eitthvað úr sínum sóknarleik. Í seinni hálfleik gekk svo ekkert upp hjá Þór og heimamenn juku muninn hægt og þétt. Það var í raun erfitt að horfa á þetta lið sem mætti til leiks í kvöld og sjá fyrir sér að sama lið hafi unnið KR-inga í leiknum um Meistara meistaranna í byrjun mánaðarins.Afhverju unnu Haukar? Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum. Þeir spiluðu betri sóknarleik, hittu betur úr skotum sínum og spiluðu betri vörn. Þeir voru að frákasta betur, þeir fengu á sig færri villur, þeir voru betra liðið.Hverjir stóðu upp úr? Emil Barja, Finnur Atli Magnússon og Paul Jones hinn þriðji leiddu vagninn hjá heimamönnum ásamt því sem Kári Jónsson átti fínan leik í endurkomu sinni í Domino’s deildina. Halldór Garðar Hermannsson fór fyrir Þórsurum, en hann var ekki að spila góðan leik í kvöld frekar en restin af liði Þórs.Hvað gekk illa? Það var fátt sem gekk vel hjá gestunum í dag. Þeir hittu samt einstaklega illa, enda tókst þeim sjaldan að finna einhverjar leiðir í gegnum virkilega fína vörn Hauka og neyddust oft í erfið skot. Þeir fengu hins vegar á tímum fín skotfæri, en þau voru heldur ekki að detta með Þórsurum.Hvað gerist næst? Þau verða ekkert auðveldari verkefnin fyrir Þórsarana til að sækja sinn fyrsta sigur, en þeir fá Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð. Haukar eiga annan heimaleik í næstu umferð en þá koma Keflvíkingar í Schenker höllina.Haukar – Þór Þ. 96-64 (26-12, 53-32, 79-40, 96-64) Haukar: Paul Jones 22 stig/5 fráköst/1 stoðsending, Finnur Atli Magnússon 15 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 13 stig/6 fráköst/10 stoðsendingar, Kári Jónsson 11 stig/4 fráköst/1 stoðsending, Haukur Óskarsson 9 stig/1 frákast/3 stoðsendingar, Breki Gylfason 8 stig/3 fráköst/1 stoðsending, Kristján Leifur Sverrisson 7 stig/2 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 5 stig/5 fráköst/1 stoðsending, Hjálmar Stefánsson 2 stig/6 fráköst/1 stoðsending, Arnór Bjarki Ívarsson 2 stig/2 stoðsendingar, Óskar Már Óskarsson 2 stig/1 frákast.Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 13 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11 stig/6 fráköst/3 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðarson 9 stig/1 frákast, Emil Karel Einarsson 6 stig/3 fráköst/2 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 6 stig/3 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5 stig/4 fráköst/1 stoðsending, Þorsteinn Már Ragnarsson 5 stig/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 5 stig/3 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2 stig/1 frákast/4 stoðsendingar, Benjamín Þorri Benjamínsson 2 stig/1 frákast/1 stoðsending.Ívar Ásgrímsson, þjálfari HaukaÍvar: Voru slakari en ég bjóst við „Ánægður með sigurinn, ánægður með að strákarnir hafi spilað vel,“ voru fyrstu viðbrögð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, eftir leikinn. „Boltaflæðið er gott, það er barátta í vörninni og menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera.“ „Þetta var miklu einfaldara heldur en ég bjóst við þegar ég sá að Kaninn þeirra yrði ekki með. Þá verða liðin oft grimmari, en þeir voru bara fljótir að gefast upp. Þetta var enginn leikur í seinni hálfleik.“ „Þeir voru aðeins að leggja sig fram í fyrri hálfleik en komu út úr hálfleik eins og þeir væru búnir að tapa leiknum og við vorum búnir að klára þetta eftir þrjár, fjórar mínútur í þriðja leikhluta,“ sagði Ívar. En hvernig er að spila á móti andstæðingi sem hefur gefið árar í bát? „Við vorum að spila vel, vorum grimmir í vörninni og vorum að skipta vel. Við byrjum þriðja leikhluta með úthvílda leikmenn sem voru mjög grimmir og harðir varnarlega og útlendingurinn okkar lokaði á Halldór í öllu sem hann var að gera í þriðja leikhluta og þá var eins og þeir gæfust upp,“ sagði Ívar. „Það sem stendur upp úr er liðið, liðsheildin.“ Næsti leikur Hauka er á móti Keflavík, en Ívar segir engan lærdóm hægt að draga af þessum leik. „Það er bara nýr leikur, þessi leikur segir ekkert um leikinn á fimmtudaginn næsta. Við þurfum að koma vel stemmdir í þann leik og vitum að þeir eru með hörkulið. Ef við spilum ekki eins og við gerum best þá verður þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ívar Ásgrímsson.Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur.vísir/ernirEinar Árni: Hörmung í 30 mínútur „Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bakvið neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Dominos-deild karla
Þórsarar frá Þorlákshöfn töpuðu sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla þegar liðið sótti Hauka heim í DB Schenker höllina í Hafnarfirði. Lokatölur í leiknum urðu 96-64. Sigur heimamanna var aldrei í hættu, en þeir voru mun sterkari allan leikinn og voru 21 stigi yfir í hálfleik. Þeir spiluðu virkilega flottan varnarleik og áttu Þórsarar í miklum vandræðum með að skapa eitthvað úr sínum sóknarleik. Í seinni hálfleik gekk svo ekkert upp hjá Þór og heimamenn juku muninn hægt og þétt. Það var í raun erfitt að horfa á þetta lið sem mætti til leiks í kvöld og sjá fyrir sér að sama lið hafi unnið KR-inga í leiknum um Meistara meistaranna í byrjun mánaðarins.Afhverju unnu Haukar? Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum. Þeir spiluðu betri sóknarleik, hittu betur úr skotum sínum og spiluðu betri vörn. Þeir voru að frákasta betur, þeir fengu á sig færri villur, þeir voru betra liðið.Hverjir stóðu upp úr? Emil Barja, Finnur Atli Magnússon og Paul Jones hinn þriðji leiddu vagninn hjá heimamönnum ásamt því sem Kári Jónsson átti fínan leik í endurkomu sinni í Domino’s deildina. Halldór Garðar Hermannsson fór fyrir Þórsurum, en hann var ekki að spila góðan leik í kvöld frekar en restin af liði Þórs.Hvað gekk illa? Það var fátt sem gekk vel hjá gestunum í dag. Þeir hittu samt einstaklega illa, enda tókst þeim sjaldan að finna einhverjar leiðir í gegnum virkilega fína vörn Hauka og neyddust oft í erfið skot. Þeir fengu hins vegar á tímum fín skotfæri, en þau voru heldur ekki að detta með Þórsurum.Hvað gerist næst? Þau verða ekkert auðveldari verkefnin fyrir Þórsarana til að sækja sinn fyrsta sigur, en þeir fá Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð. Haukar eiga annan heimaleik í næstu umferð en þá koma Keflvíkingar í Schenker höllina.Haukar – Þór Þ. 96-64 (26-12, 53-32, 79-40, 96-64) Haukar: Paul Jones 22 stig/5 fráköst/1 stoðsending, Finnur Atli Magnússon 15 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 13 stig/6 fráköst/10 stoðsendingar, Kári Jónsson 11 stig/4 fráköst/1 stoðsending, Haukur Óskarsson 9 stig/1 frákast/3 stoðsendingar, Breki Gylfason 8 stig/3 fráköst/1 stoðsending, Kristján Leifur Sverrisson 7 stig/2 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 5 stig/5 fráköst/1 stoðsending, Hjálmar Stefánsson 2 stig/6 fráköst/1 stoðsending, Arnór Bjarki Ívarsson 2 stig/2 stoðsendingar, Óskar Már Óskarsson 2 stig/1 frákast.Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 13 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 11 stig/6 fráköst/3 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðarson 9 stig/1 frákast, Emil Karel Einarsson 6 stig/3 fráköst/2 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 6 stig/3 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5 stig/4 fráköst/1 stoðsending, Þorsteinn Már Ragnarsson 5 stig/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 5 stig/3 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2 stig/1 frákast/4 stoðsendingar, Benjamín Þorri Benjamínsson 2 stig/1 frákast/1 stoðsending.Ívar Ásgrímsson, þjálfari HaukaÍvar: Voru slakari en ég bjóst við „Ánægður með sigurinn, ánægður með að strákarnir hafi spilað vel,“ voru fyrstu viðbrögð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, eftir leikinn. „Boltaflæðið er gott, það er barátta í vörninni og menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera.“ „Þetta var miklu einfaldara heldur en ég bjóst við þegar ég sá að Kaninn þeirra yrði ekki með. Þá verða liðin oft grimmari, en þeir voru bara fljótir að gefast upp. Þetta var enginn leikur í seinni hálfleik.“ „Þeir voru aðeins að leggja sig fram í fyrri hálfleik en komu út úr hálfleik eins og þeir væru búnir að tapa leiknum og við vorum búnir að klára þetta eftir þrjár, fjórar mínútur í þriðja leikhluta,“ sagði Ívar. En hvernig er að spila á móti andstæðingi sem hefur gefið árar í bát? „Við vorum að spila vel, vorum grimmir í vörninni og vorum að skipta vel. Við byrjum þriðja leikhluta með úthvílda leikmenn sem voru mjög grimmir og harðir varnarlega og útlendingurinn okkar lokaði á Halldór í öllu sem hann var að gera í þriðja leikhluta og þá var eins og þeir gæfust upp,“ sagði Ívar. „Það sem stendur upp úr er liðið, liðsheildin.“ Næsti leikur Hauka er á móti Keflavík, en Ívar segir engan lærdóm hægt að draga af þessum leik. „Það er bara nýr leikur, þessi leikur segir ekkert um leikinn á fimmtudaginn næsta. Við þurfum að koma vel stemmdir í þann leik og vitum að þeir eru með hörkulið. Ef við spilum ekki eins og við gerum best þá verður þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ívar Ásgrímsson.Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur.vísir/ernirEinar Árni: Hörmung í 30 mínútur „Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bakvið neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum