Áhrifalausir þingmenn á óskilvirku Alþingi Einar Brynjólfsson skrifar 20. október 2017 09:45 Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun