Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 13:18 Paolo Macchiarini framkvæmdi á sínum tíma plastbarkaígræðslur á sjúklingum. Vísir/AFP Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13