Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 85-92 | Njarðvíkursigur á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. nóvember 2017 21:45 Logi Gunnarsson skoraði 22 stig fyrir Njarðvík. vísir/anton Njarðvík vann sjö stiga sigur á Þórsurum í 6.umferð Dominos deildar karla í körfubolta þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn betur og hafði góða forystu stærstan hluta leiksins. Í þriðja leikhluta virtust Njarðvíkingar ætla að ganga frá heimamönnum og náðu mest 22 stiga forystu. Þórsarar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu með mikilli baráttu að búa til spennandi lokamínútur en minnstur varð munurinn þrjú stig. Njarðvíkingar sýndu þá styrk sinn og kláruðu leikinn að lokum. Lokatölur 85-92.Af hverju vann Njarðvík Njarðvíkingar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks og héldu því út leikinn þó Þórsarar hafi reglulega gert kraftmikil áhlaup. Njarðvíkingar voru einfaldlega sterkari aðilinn en það verður að hrósa heimamönnum fyrir að hafa á ótrúlegan hátt náð að skapa spennandi lokamínútur því það var sannarlega ekki í kortunum um miðbik þriðja leikhluta þegar Njarðvíkingar höfðu 22 stiga forskot.Bestu menn vallarins Ingvi Rafn Ingvarsson verður að njóta þessa heiðurs þrátt fyrir að hafa verið í tapliði. Þessi 23 ára gamli skotbakvörður setti niður 36 stig og var algjörlega óstöðvandi á löngum köflum, þá sérstaklega í þriðja leikhluta. Með frábæra skotnýtingu og var að auki að skora körfur í öllum regnbogans litum. Skagfirðingurinn stútfullur af hæfileikum. Terrell Vinson var afar drjúgur fyrir gestina og réðu Þórsarar ekkert við kappann oft á tíðum. Logi Gunnarsson var maðurinn sem Njarðvíkingar leituðu til þegar þeir voru í vandræðum og oftast nær svaraði hann kallinu líkt og hann hefur gert um það bil hundrað sinnum áður. Þá er vert að minnast á mikilvægt framlag Snjólfs Marels Stefánssonar á lokamínútum leiksins þar sem hann reif niður sóknarfrákast á gífurlega mikilvægum tímapunkti og setti að auki niður stórar körfur sem komu Njarðvík endanlega yfir línuna.Hvað gekk illa? Nokkrum sinnum í leiknum komu upp 1-2 mínútna kaflar þar sem boltinn var sem heit kartafla í höndum leikmanna og skiptust liðin á að tapa boltanum og gera klaufaleg mistök. Bæði lið tapa boltanum 21 sinnum í leiknum sem er töluvert yfir meðaltali beggja liða.Tölfræði sem vekur athygli Vel er hægt að færa rök fyrir því að breidd Njarðvíkurliðsins hafi skilað því sigri í dag. Gestirnir fengu 22 stig af bekknum á meðan varamenn Þórs skiluðu aðeins einni körfu niður. Þá er vítanýting Njarðvíkur sannarlega til fyrirmyndar en þeir tóku 31 vítaskot og settu niður 26. 83% nýting takk fyrir. Þar af Maciek Baginski með átta af átta.Hvað er næst? Þórsarar halda áfram að reyna sig við stóru liðin í deildinni því þeir heimsækja Stjörnuna í næstu umferð á meðan Njarðvíkingar fá Grindvíkinga í heimsókn í annað skiptið á stuttum tíma.Þór Ak.-Njarðvík 85-92 (14-22, 19-20, 30-33, 22-17)Þór Ak.: Ingvi Rafn Ingvarsson 36, Marques Oliver 16/13 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 10/4 fráköst, Sindri Davíðsson 8/7 stoðsendingar, Bjarni Rúnar Lárusson 2/9 fráköst, Ragnar Ágústsson 0, Atli Guðjónsson 0, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0.Njarðvík: Terrell Vinson 25/10 fráköst/3 varin skot, Logi Gunnarsson 22, Maciek Stanislav Baginski 15, Oddur Rúnar Kristjánsson 12, Snjólfur Marel Stefánsson 8/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Brynjar Þór Guðnason 0, Gabríel Sindri Möller 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0.Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/ErnirDaníel Guðni: Sigurinn aldrei í hættu Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sigurreifur í leikslok en liðið tapaði báðum leikjunum gegn Þór á síðustu leiktíð. „Ég er bara mjög ánægður með þessi tvö stig í gríðarlega erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að koma hingað og ná í tvö stig og það gekk illa í fyrra svo ég er mjög sáttur með þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Þórsarar söxuðu verulega á forystu Njarðvíkinga á lokakaflanum. Var ekkert farið að fara um Daníel þegar Þórsarar minnkuðu muninn niður í þrjú stig? „Raunverulega ekki. Mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu en þeir gerðu harða atlögu að okkur og við vissum að þeir myndu gera það. Við vorum komnir 20 stigum yfir og það er lélegur ávani hjá okkur að slaka á klónni og fara út úr okkar aðgerðum í þeirri stöðu. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn og við þurfum að læra af þessu,“ sagði Daníel. Njarðvík er með átta stig eftir sex umferðir og segir Daníel að markmið liðsins séu skýr. Liðið ætlar sér heimaleikjarétt. „Það er stefnan hjá okkur að vera í topp fjórum. Ef við byggjum áfram á því sem við höfum verið að gera og á þessum góðu frammistöðum þá getum við gert það. Þetta er erfið deild og verður mjög erfitt verkefni en ég hlakka bara til framhaldsins og vonandi náum við að toppa á réttum tíma,“ sagði Daníel.Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs.Vísir/ErnirHjalti: Vorum með athyglina á einhverju öðru en leiknum sjálfum Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var vonsvikinn í leikslok en þetta er fyrsta tap liðsins á heimavelli í vetur. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að hafa verið 22 stigum undir. Við vorum hins vegar sjálfum okkur verstir og vorum með athyglina á einhverju öðru en leiknum sjálfum oft á tíðum. Þess vegna náðu þeir þessum mun. Um leið og við fórum að einbeita okkur að okkur sjálfum þá kom þetta og því miður var leikurinn ekki lengri heldur en þetta,“ sagði Hjalti. Á Hjalti við að mikið púður hafi farið í að kvarta yfir dómurunum en hvað fannst Hjalta sjálfum um dómgæsluna í leiknum? „Mér finnst stóri maðurinn minn (Marques Oliver) ekki fá neitt inn í teig. Bara ekkert. Það er ekki bara í þessum leik heldur í flestum leikjum. Það er mikið dæmt fyrir utan en svo þegar er komið inn í teig er minna dæmt og það á ekkert bara við um hann,“ sagði Hjalti. Umræddur Oliver kveinkaði sér reglulega í leiknum og hvíldi meira en áður í vetur. Ástæðan er einföld. „Það var óljóst hvort hann gæti spilað gegn Hetti en svo er hann bara búinn að vera í sjúkraþjálfun og er í raun á annarri löppinni,“ sagði Hjalti. Lokað verður fyrir félagaskipti í Dominos deildinni þann 15.nóvember en Þórsarar fengu tvö stig af bekknum og notuðu aðeins sjö leikmenn í kvöld enda meðalaldur varamannabekksins ansi nærri fermingaraldri. Stendur til að ná í liðsstyrk áður en glugginn lokar? „Það er voða lítið í boði. Það virðist vera vonlaust að fá Íslendinga hingað norður en ef einhver vill koma og láta á það reyna þá bara endilega,“ sagði Hjalti að lokum. Dominos-deild karla
Njarðvík vann sjö stiga sigur á Þórsurum í 6.umferð Dominos deildar karla í körfubolta þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn betur og hafði góða forystu stærstan hluta leiksins. Í þriðja leikhluta virtust Njarðvíkingar ætla að ganga frá heimamönnum og náðu mest 22 stiga forystu. Þórsarar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu með mikilli baráttu að búa til spennandi lokamínútur en minnstur varð munurinn þrjú stig. Njarðvíkingar sýndu þá styrk sinn og kláruðu leikinn að lokum. Lokatölur 85-92.Af hverju vann Njarðvík Njarðvíkingar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks og héldu því út leikinn þó Þórsarar hafi reglulega gert kraftmikil áhlaup. Njarðvíkingar voru einfaldlega sterkari aðilinn en það verður að hrósa heimamönnum fyrir að hafa á ótrúlegan hátt náð að skapa spennandi lokamínútur því það var sannarlega ekki í kortunum um miðbik þriðja leikhluta þegar Njarðvíkingar höfðu 22 stiga forskot.Bestu menn vallarins Ingvi Rafn Ingvarsson verður að njóta þessa heiðurs þrátt fyrir að hafa verið í tapliði. Þessi 23 ára gamli skotbakvörður setti niður 36 stig og var algjörlega óstöðvandi á löngum köflum, þá sérstaklega í þriðja leikhluta. Með frábæra skotnýtingu og var að auki að skora körfur í öllum regnbogans litum. Skagfirðingurinn stútfullur af hæfileikum. Terrell Vinson var afar drjúgur fyrir gestina og réðu Þórsarar ekkert við kappann oft á tíðum. Logi Gunnarsson var maðurinn sem Njarðvíkingar leituðu til þegar þeir voru í vandræðum og oftast nær svaraði hann kallinu líkt og hann hefur gert um það bil hundrað sinnum áður. Þá er vert að minnast á mikilvægt framlag Snjólfs Marels Stefánssonar á lokamínútum leiksins þar sem hann reif niður sóknarfrákast á gífurlega mikilvægum tímapunkti og setti að auki niður stórar körfur sem komu Njarðvík endanlega yfir línuna.Hvað gekk illa? Nokkrum sinnum í leiknum komu upp 1-2 mínútna kaflar þar sem boltinn var sem heit kartafla í höndum leikmanna og skiptust liðin á að tapa boltanum og gera klaufaleg mistök. Bæði lið tapa boltanum 21 sinnum í leiknum sem er töluvert yfir meðaltali beggja liða.Tölfræði sem vekur athygli Vel er hægt að færa rök fyrir því að breidd Njarðvíkurliðsins hafi skilað því sigri í dag. Gestirnir fengu 22 stig af bekknum á meðan varamenn Þórs skiluðu aðeins einni körfu niður. Þá er vítanýting Njarðvíkur sannarlega til fyrirmyndar en þeir tóku 31 vítaskot og settu niður 26. 83% nýting takk fyrir. Þar af Maciek Baginski með átta af átta.Hvað er næst? Þórsarar halda áfram að reyna sig við stóru liðin í deildinni því þeir heimsækja Stjörnuna í næstu umferð á meðan Njarðvíkingar fá Grindvíkinga í heimsókn í annað skiptið á stuttum tíma.Þór Ak.-Njarðvík 85-92 (14-22, 19-20, 30-33, 22-17)Þór Ak.: Ingvi Rafn Ingvarsson 36, Marques Oliver 16/13 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 10/4 fráköst, Sindri Davíðsson 8/7 stoðsendingar, Bjarni Rúnar Lárusson 2/9 fráköst, Ragnar Ágústsson 0, Atli Guðjónsson 0, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0.Njarðvík: Terrell Vinson 25/10 fráköst/3 varin skot, Logi Gunnarsson 22, Maciek Stanislav Baginski 15, Oddur Rúnar Kristjánsson 12, Snjólfur Marel Stefánsson 8/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Brynjar Þór Guðnason 0, Gabríel Sindri Möller 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0.Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/ErnirDaníel Guðni: Sigurinn aldrei í hættu Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sigurreifur í leikslok en liðið tapaði báðum leikjunum gegn Þór á síðustu leiktíð. „Ég er bara mjög ánægður með þessi tvö stig í gríðarlega erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að koma hingað og ná í tvö stig og það gekk illa í fyrra svo ég er mjög sáttur með þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Þórsarar söxuðu verulega á forystu Njarðvíkinga á lokakaflanum. Var ekkert farið að fara um Daníel þegar Þórsarar minnkuðu muninn niður í þrjú stig? „Raunverulega ekki. Mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu en þeir gerðu harða atlögu að okkur og við vissum að þeir myndu gera það. Við vorum komnir 20 stigum yfir og það er lélegur ávani hjá okkur að slaka á klónni og fara út úr okkar aðgerðum í þeirri stöðu. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn og við þurfum að læra af þessu,“ sagði Daníel. Njarðvík er með átta stig eftir sex umferðir og segir Daníel að markmið liðsins séu skýr. Liðið ætlar sér heimaleikjarétt. „Það er stefnan hjá okkur að vera í topp fjórum. Ef við byggjum áfram á því sem við höfum verið að gera og á þessum góðu frammistöðum þá getum við gert það. Þetta er erfið deild og verður mjög erfitt verkefni en ég hlakka bara til framhaldsins og vonandi náum við að toppa á réttum tíma,“ sagði Daníel.Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs.Vísir/ErnirHjalti: Vorum með athyglina á einhverju öðru en leiknum sjálfum Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var vonsvikinn í leikslok en þetta er fyrsta tap liðsins á heimavelli í vetur. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að hafa verið 22 stigum undir. Við vorum hins vegar sjálfum okkur verstir og vorum með athyglina á einhverju öðru en leiknum sjálfum oft á tíðum. Þess vegna náðu þeir þessum mun. Um leið og við fórum að einbeita okkur að okkur sjálfum þá kom þetta og því miður var leikurinn ekki lengri heldur en þetta,“ sagði Hjalti. Á Hjalti við að mikið púður hafi farið í að kvarta yfir dómurunum en hvað fannst Hjalta sjálfum um dómgæsluna í leiknum? „Mér finnst stóri maðurinn minn (Marques Oliver) ekki fá neitt inn í teig. Bara ekkert. Það er ekki bara í þessum leik heldur í flestum leikjum. Það er mikið dæmt fyrir utan en svo þegar er komið inn í teig er minna dæmt og það á ekkert bara við um hann,“ sagði Hjalti. Umræddur Oliver kveinkaði sér reglulega í leiknum og hvíldi meira en áður í vetur. Ástæðan er einföld. „Það var óljóst hvort hann gæti spilað gegn Hetti en svo er hann bara búinn að vera í sjúkraþjálfun og er í raun á annarri löppinni,“ sagði Hjalti. Lokað verður fyrir félagaskipti í Dominos deildinni þann 15.nóvember en Þórsarar fengu tvö stig af bekknum og notuðu aðeins sjö leikmenn í kvöld enda meðalaldur varamannabekksins ansi nærri fermingaraldri. Stendur til að ná í liðsstyrk áður en glugginn lokar? „Það er voða lítið í boði. Það virðist vera vonlaust að fá Íslendinga hingað norður en ef einhver vill koma og láta á það reyna þá bara endilega,“ sagði Hjalti að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum