Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 08:00 Geir H. Haarde og Davíð Oddsson Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira