Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2017 22:15 Stjörnumenn þurfa að þjappa sér saman eftir dapurt gengi. vísir/eyþór Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. Heimamenn mættu vart til leiks í upphafi. Þeir spiluðu slaka vörn og skotin þeirra voru ekki að detta niður. Stjörnumenn héldu þeim í 8 stigum í fyrsta leikhlutanum og komust í 30-8 í upphafi annars leikhluta. Munurinn í hálfleik var 20 stig, 48-28 og ekkert jákvætt að taka úr leiknum hjá heimamönnum. Það var greinilegt að vel var farið yfir hlutina í búningsklefa Grindvíkinga í hálfleik. Þeir mættu brjálaðir til leiks og Ólafur Ólafsson, sem hafði skorað eitt stig í fyrri hálfleik, hóf seinni hálfleikinn á að skora 7 stig á fyrstu tveimur mínútunum, stela tveimur boltum og taka sóknarfrákast. Þetta gaf tóninn og Grindvíkingar söxuðu smátt og smátt á forskot Stjörnunnar. Margir bjuggust kannski við því að Stjörnumenn myndu brotna við þetta en þeir stóðu áhlaupið ágætlega af sér. Fyrir lokaleikhlutann var munurinn 9 stig og allt útlit fyrir spennu. Grindvíkingum gekk hins vegar illa að saxa enn frekar á forskotið. Þeir náðu muninum reyndar niður í 4 stig þegar tvær og hálf mínúta var eftir en gestirnir voru fljótir að auka hann á ný í 10 stig. Lokasekúndurnar urðu ekki sérlega spennandi og gestirnir lönduðu sætum sigri.Af hverju vann Stjarnan?Garðbæingar voru einfaldlega betra liðið í kvöld. Vitaskuld lagði góður fyrri hálfleikur grunninn að sigrinum en þeir gerðu líka vel í að standa af sér áhlaup heimamanna í síðari hálfleik. Hlynur Bæringsson tók af skarið undir lokin líkt og sannur foringi á að gera og skoraði mikilvæg stig. Fyrri hálfleikur Grindvíkinga var beint framhald af síðustu 15 mínútunum í Njarðvík á föstudag. Það gekk einfaldlega ekkert upp og þeir létu ýmsa hluti fara í taugarnar á sér. Þeir fá nú landsleikjapásuna til þess að laga það sem laga þarf.Þessir stóðu upp úr:Hlynur Bæringsson gekk fram fyrir skjöldu hjá Garðbæingum og skilaði 23 stigum, 19 fráköstum og 40 framlagsstigum. Tröllaleikur hjá landsliðsfyrirliðanum. Eysteinn Bjarni, Sherrod Wright og Tómas Heiðar áttu einnig fína kafla og skiluðu sínu og gott betur. Hrafn þjálfari virðist ná ágætis jafnvægi í spilatíma Wright og Colin Pryor sem var þó ekki eins öflugur í kvöld eins og oft áður. Hjá Grindavík skoraði Rashad Wack 29 stig en hitti illa. Hann sýndi þó að það er ýmislegt sem hann getur en sjálfstraustið er kannski í minna lagi þessa dagana. Ingvi Guðmundsson átti fínan seinni hálfleik og skilaði 19 stigum.Áhugaverð tölfræði:Sigurður Þorsteinsson hitti ekki úr skoti utan af velli í kvöld og skoraði aðeins 1 stig auk þess að fara af velli með 5 villur. Grindvíkingar verða að fá meira frá þessum öfluga leikmanni ætli þeir sér að rífa sig upp úr þessari lægð sem þeir eru í. Stjörnumenn tóku 55 fráköst gegn 40 hjá Grindavík og þá vekur athygli að gestirnir tapa 16 boltum gegn 6 hjá heimamönnum en vinna þó öruggan sigur.Hvað gekk illa?Eins og áður segir gekk heimamönnum illa að mæta til leiks. Þeir skoruðu 8 stig í fyrsta leikhluta og fengu á sig 28 sem segir okkur að bæði varnar- og sóknarleikurinn gekk illa. Skotin voru ekki að detta og hittnir þeirra utan af velli rétt rúmlega 31% í kvöld.Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé það sem bæði lið eiga fulltrúa í liðinu hjá Craig Pedersen. Í umferðinni í byrjun desember eiga bæði lið erfiða leiki fyrir höndum. Stjörnumenn spila á heimavellli í Ásgarði og mæta sjóðheitu Haukaliði. Grindvíkingar fara í Seljaskóla og mæta ÍR sem vann öruggan sigur á Akureyri í kvöld.Grindavík: Rashad Whack 29/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 19, Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 1/11 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst, Aðalsteinn Pétursson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 23/19 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14, Sherrod Nigel Wright 14, Tómas Þórður Hilmarsson 11/15 fráköst, Róbert Sigurðsson 9, Collin Anthony Pryor 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 2, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Dúi Þór Jónsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Egill Agnar Októsson 0.Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson Hrafn: Engin dúllukerfi sem skila stigum í svona leikHrafn og félagar eru komnir aftur á sigurbraut.vísir/andri marinó„Mér fannst við vera sterkir andlega og það var meiri samstaða, stundum höfum við farið hver í sitt hornið þegar saumað er að okkur. Auðvitað skilaði fyrri hálfleikurinn miklu en við vorum ekki einir að verki þar því Grindvíkingar voru ekki að spila vel,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Hrafn var ánægður með Hlyn Bæringsson sem fór fyrir sínum mönnum í kvöld og þá sérstaklega í lokin. „Mér fannst við hleypa þeim full nálægt en þetta reddaðist. Hlynur spólaði nokkur ár aftur í tímann og kláraði þetta með stæl.“ Eftir sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins komu fjórir tapleikir í röð hjá Garðbæingum. Hrafn viðurkenndi að þetta hefði tekið á. „Það þýðir ekkert að standa hér og þykjast aldrei neitt láta á sig fá. Auðvitað hefur þetta verið erfitt. Við misstum taktinn eftir fyrstu tvo leikina og liðið var pínu slegið og auðvitað er þjálfarinn sleginn með. Þegar saumað er að manni vonar maður að liðið bindi sig saman sem við gerðum í dag. Mér fannst fullt af strákum taka af skarið og það er það sem skilar stigunum, það eru engin dúllukerfi að skila stigum í svona leik.“ Stjarnan fékk Sherrod Wrigt til sín á dögunum en fyrir voru þeir með Colin Pryor. Wright og Pryor geta ekki verið inná vellinum á sama tíma og skipting leiktímans hjá þeim varð að umræðuefni í síðasta Dominos-körfuboltakvöldi. „Það átti að vera eitthvað rosalega neikvætt að Colin væri að fara að spila minna, mér fannst þeir skila sínu fullkomlega. Mér fannst þeir saman vera hálfgert ofurmenni fyrir mig. Colin er hér á þriggja ára samningi og það hefur ekki spilast úr hans málum utan vallar eins og hann hefði viljað því hann er að búa sér líf á Íslandi,“ en Stjörnumenn höfðu vonast að Pryor myndi teljast sem íslenskur leikmaður í deildinni í vetur. „Hann er hér á samningi til þriggja ára og við viljum vinna með honum í þrjú ár. Hann er ekkert að fara í fýlu þó að við reynum að styrkja liðið. Hann er kominn hingað í Stjörnuna til að vinna leiki í efstu deild. Hann er þroskaður fullorðinn einstaklingur og skilur alveg af hverju við erum að þessu.“ Stjörnumenn eru með fjóra sigra og fjögur töp eftir fyrstu átta umferðirnar en Hrafn sagðist þó ekki vera sáttur með byrjunina á tímabilinu. „Ég er sáttur að hafa unnið þennan leik en mér fannst við missa bæði ÍR-leikinn og Valsleikinn í framlengingu. Við skulum láta það vera að tapa úti gegn Njarðvík og Þór, það getur gerst. En ég hefði vilijað vera með allavega tveimur fleiri sigra í deildinni,“ sagði Hrafn að lokum. Jóhann: Erfitt að kyngja þessuJóhann Ólafsson les sínum mönnum pistilinn.vísir/andri marinó„Við vorum bara hræðilegir í fyrri hálfleik, það er svo einfalt. Alveg sama hvar er stigið niður, slakir í vörn, lengi til baka og mjúkir sóknarlega. Þetta var framhald af síðustu 15 mínútunum í Njarðvík og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði þjálfari Grindavíkur, Jóhann Ólafsson, eftir 10 stiga tap gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Grindvíkingar náðu að koma ágætlega til baka eftir hlé og byrjuðu þriðja leikhluta af krafti. Það dugði þó ekki til. „Mínir menn fá þó hrós fyrir að koma til baka og gera þetta að leik í seinni hálfleik. Þegar augnablikið er okkar megin og við getum minnkað muninn enn frekar þá féll þetta ekki með okkur.“ Þetta var annar tapleikur Grindvíkinga í röð en þegar flautað var til leiks í kvöld voru ekki liðnir tveir sólarhringar frá því að flautað var af í tapleik gegn Njarðvík. Hafði þetta stutta hlé á milli leikja áhrif á leik Grindavíkur í kvöld? „Ég nenni ekkert að pæla í því, það er bara eins og það er. Ég ætla ekkert að væla yfir mótahaldi því það hefur ekkert upp úr sér. Sjálfsagt hafði þetta einhver áhrif en við þurfum bara að lifa með því.“ Framundan er landsleikjahlé og eflaust ýmsir hlutir sem Jóhann vill fara yfir með sínum mönnum í þessari pásu. „Við höldum áfram að vinna í okkar málum. Við erum góðir í körfubolta og allt það en við þurfum að finna leiðir til þess að snúa þessu við. Ég er ekkert að drepast úr áhyggjum, alls ekki,“ sagði Jóhann að lokum og bætti við að leikstjórnandinn Dagur Kár Jónsson yrði klár til leiks eftir landsleikjahlé eftir meiðslin sem hann hlaut gegn KR á dögunum. Hlynur: Höfum verið langt niðriStjörnumenn unnu góðan sigur í kvöld.vísir/eyþór„Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum.Það er lægð yfir Grindavík í körfuboltanum þessa dagana.Ingvi Þór Guðmundsson steig upp í síðari háflleik í liði Grindavíkur í kvöld í tapinu gegn Stjörnunni. Hann skoraði 19 stig sem dugðu þó ekki til. „Við grófum okkur í mjög djúpa holu. Það var 20 stiga munur í hálfleik og það erfitt að koma til baka eftir það. Mér reyndum og reyndum í seinni hálfleik og mér fannst við gera ágætlega í að koma til baka,“ sagði Ingvi sem var næststigahæstur hjá heimamönnum í kvöld. „Þeir voru mjög harðir við okkur og ýttu okkur út. Við klikkuðum á sniðskotum en hefðum þurft að vera sterkari á boltanum og sterkari undir körfunni,“ bætti Ingvi við. Grindvíkingar eru með fjóra sigra eftir fyrstu átta umferðirnar og Ingvi sagði að Suðurnesjamennirnir væru langt frá því sáttir með þá stöðu. „Auðvitað ekki, við ætluðum að vera í topp fjórum fyrir þetta hlé. Það hefur vantað okkar besta leikstjórnanda í tveimur síðustu leikjum en við þurfum að koma sterkari eftir hlé og gera betur,“ sagði Ingvi að lokum. Dominos-deild karla
Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. Heimamenn mættu vart til leiks í upphafi. Þeir spiluðu slaka vörn og skotin þeirra voru ekki að detta niður. Stjörnumenn héldu þeim í 8 stigum í fyrsta leikhlutanum og komust í 30-8 í upphafi annars leikhluta. Munurinn í hálfleik var 20 stig, 48-28 og ekkert jákvætt að taka úr leiknum hjá heimamönnum. Það var greinilegt að vel var farið yfir hlutina í búningsklefa Grindvíkinga í hálfleik. Þeir mættu brjálaðir til leiks og Ólafur Ólafsson, sem hafði skorað eitt stig í fyrri hálfleik, hóf seinni hálfleikinn á að skora 7 stig á fyrstu tveimur mínútunum, stela tveimur boltum og taka sóknarfrákast. Þetta gaf tóninn og Grindvíkingar söxuðu smátt og smátt á forskot Stjörnunnar. Margir bjuggust kannski við því að Stjörnumenn myndu brotna við þetta en þeir stóðu áhlaupið ágætlega af sér. Fyrir lokaleikhlutann var munurinn 9 stig og allt útlit fyrir spennu. Grindvíkingum gekk hins vegar illa að saxa enn frekar á forskotið. Þeir náðu muninum reyndar niður í 4 stig þegar tvær og hálf mínúta var eftir en gestirnir voru fljótir að auka hann á ný í 10 stig. Lokasekúndurnar urðu ekki sérlega spennandi og gestirnir lönduðu sætum sigri.Af hverju vann Stjarnan?Garðbæingar voru einfaldlega betra liðið í kvöld. Vitaskuld lagði góður fyrri hálfleikur grunninn að sigrinum en þeir gerðu líka vel í að standa af sér áhlaup heimamanna í síðari hálfleik. Hlynur Bæringsson tók af skarið undir lokin líkt og sannur foringi á að gera og skoraði mikilvæg stig. Fyrri hálfleikur Grindvíkinga var beint framhald af síðustu 15 mínútunum í Njarðvík á föstudag. Það gekk einfaldlega ekkert upp og þeir létu ýmsa hluti fara í taugarnar á sér. Þeir fá nú landsleikjapásuna til þess að laga það sem laga þarf.Þessir stóðu upp úr:Hlynur Bæringsson gekk fram fyrir skjöldu hjá Garðbæingum og skilaði 23 stigum, 19 fráköstum og 40 framlagsstigum. Tröllaleikur hjá landsliðsfyrirliðanum. Eysteinn Bjarni, Sherrod Wright og Tómas Heiðar áttu einnig fína kafla og skiluðu sínu og gott betur. Hrafn þjálfari virðist ná ágætis jafnvægi í spilatíma Wright og Colin Pryor sem var þó ekki eins öflugur í kvöld eins og oft áður. Hjá Grindavík skoraði Rashad Wack 29 stig en hitti illa. Hann sýndi þó að það er ýmislegt sem hann getur en sjálfstraustið er kannski í minna lagi þessa dagana. Ingvi Guðmundsson átti fínan seinni hálfleik og skilaði 19 stigum.Áhugaverð tölfræði:Sigurður Þorsteinsson hitti ekki úr skoti utan af velli í kvöld og skoraði aðeins 1 stig auk þess að fara af velli með 5 villur. Grindvíkingar verða að fá meira frá þessum öfluga leikmanni ætli þeir sér að rífa sig upp úr þessari lægð sem þeir eru í. Stjörnumenn tóku 55 fráköst gegn 40 hjá Grindavík og þá vekur athygli að gestirnir tapa 16 boltum gegn 6 hjá heimamönnum en vinna þó öruggan sigur.Hvað gekk illa?Eins og áður segir gekk heimamönnum illa að mæta til leiks. Þeir skoruðu 8 stig í fyrsta leikhluta og fengu á sig 28 sem segir okkur að bæði varnar- og sóknarleikurinn gekk illa. Skotin voru ekki að detta og hittnir þeirra utan af velli rétt rúmlega 31% í kvöld.Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé það sem bæði lið eiga fulltrúa í liðinu hjá Craig Pedersen. Í umferðinni í byrjun desember eiga bæði lið erfiða leiki fyrir höndum. Stjörnumenn spila á heimavellli í Ásgarði og mæta sjóðheitu Haukaliði. Grindvíkingar fara í Seljaskóla og mæta ÍR sem vann öruggan sigur á Akureyri í kvöld.Grindavík: Rashad Whack 29/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 19, Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 1/11 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst, Aðalsteinn Pétursson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 23/19 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14, Sherrod Nigel Wright 14, Tómas Þórður Hilmarsson 11/15 fráköst, Róbert Sigurðsson 9, Collin Anthony Pryor 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 2, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Dúi Þór Jónsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Egill Agnar Októsson 0.Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson Hrafn: Engin dúllukerfi sem skila stigum í svona leikHrafn og félagar eru komnir aftur á sigurbraut.vísir/andri marinó„Mér fannst við vera sterkir andlega og það var meiri samstaða, stundum höfum við farið hver í sitt hornið þegar saumað er að okkur. Auðvitað skilaði fyrri hálfleikurinn miklu en við vorum ekki einir að verki þar því Grindvíkingar voru ekki að spila vel,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. Hrafn var ánægður með Hlyn Bæringsson sem fór fyrir sínum mönnum í kvöld og þá sérstaklega í lokin. „Mér fannst við hleypa þeim full nálægt en þetta reddaðist. Hlynur spólaði nokkur ár aftur í tímann og kláraði þetta með stæl.“ Eftir sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins komu fjórir tapleikir í röð hjá Garðbæingum. Hrafn viðurkenndi að þetta hefði tekið á. „Það þýðir ekkert að standa hér og þykjast aldrei neitt láta á sig fá. Auðvitað hefur þetta verið erfitt. Við misstum taktinn eftir fyrstu tvo leikina og liðið var pínu slegið og auðvitað er þjálfarinn sleginn með. Þegar saumað er að manni vonar maður að liðið bindi sig saman sem við gerðum í dag. Mér fannst fullt af strákum taka af skarið og það er það sem skilar stigunum, það eru engin dúllukerfi að skila stigum í svona leik.“ Stjarnan fékk Sherrod Wrigt til sín á dögunum en fyrir voru þeir með Colin Pryor. Wright og Pryor geta ekki verið inná vellinum á sama tíma og skipting leiktímans hjá þeim varð að umræðuefni í síðasta Dominos-körfuboltakvöldi. „Það átti að vera eitthvað rosalega neikvætt að Colin væri að fara að spila minna, mér fannst þeir skila sínu fullkomlega. Mér fannst þeir saman vera hálfgert ofurmenni fyrir mig. Colin er hér á þriggja ára samningi og það hefur ekki spilast úr hans málum utan vallar eins og hann hefði viljað því hann er að búa sér líf á Íslandi,“ en Stjörnumenn höfðu vonast að Pryor myndi teljast sem íslenskur leikmaður í deildinni í vetur. „Hann er hér á samningi til þriggja ára og við viljum vinna með honum í þrjú ár. Hann er ekkert að fara í fýlu þó að við reynum að styrkja liðið. Hann er kominn hingað í Stjörnuna til að vinna leiki í efstu deild. Hann er þroskaður fullorðinn einstaklingur og skilur alveg af hverju við erum að þessu.“ Stjörnumenn eru með fjóra sigra og fjögur töp eftir fyrstu átta umferðirnar en Hrafn sagðist þó ekki vera sáttur með byrjunina á tímabilinu. „Ég er sáttur að hafa unnið þennan leik en mér fannst við missa bæði ÍR-leikinn og Valsleikinn í framlengingu. Við skulum láta það vera að tapa úti gegn Njarðvík og Þór, það getur gerst. En ég hefði vilijað vera með allavega tveimur fleiri sigra í deildinni,“ sagði Hrafn að lokum. Jóhann: Erfitt að kyngja þessuJóhann Ólafsson les sínum mönnum pistilinn.vísir/andri marinó„Við vorum bara hræðilegir í fyrri hálfleik, það er svo einfalt. Alveg sama hvar er stigið niður, slakir í vörn, lengi til baka og mjúkir sóknarlega. Þetta var framhald af síðustu 15 mínútunum í Njarðvík og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði þjálfari Grindavíkur, Jóhann Ólafsson, eftir 10 stiga tap gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Grindvíkingar náðu að koma ágætlega til baka eftir hlé og byrjuðu þriðja leikhluta af krafti. Það dugði þó ekki til. „Mínir menn fá þó hrós fyrir að koma til baka og gera þetta að leik í seinni hálfleik. Þegar augnablikið er okkar megin og við getum minnkað muninn enn frekar þá féll þetta ekki með okkur.“ Þetta var annar tapleikur Grindvíkinga í röð en þegar flautað var til leiks í kvöld voru ekki liðnir tveir sólarhringar frá því að flautað var af í tapleik gegn Njarðvík. Hafði þetta stutta hlé á milli leikja áhrif á leik Grindavíkur í kvöld? „Ég nenni ekkert að pæla í því, það er bara eins og það er. Ég ætla ekkert að væla yfir mótahaldi því það hefur ekkert upp úr sér. Sjálfsagt hafði þetta einhver áhrif en við þurfum bara að lifa með því.“ Framundan er landsleikjahlé og eflaust ýmsir hlutir sem Jóhann vill fara yfir með sínum mönnum í þessari pásu. „Við höldum áfram að vinna í okkar málum. Við erum góðir í körfubolta og allt það en við þurfum að finna leiðir til þess að snúa þessu við. Ég er ekkert að drepast úr áhyggjum, alls ekki,“ sagði Jóhann að lokum og bætti við að leikstjórnandinn Dagur Kár Jónsson yrði klár til leiks eftir landsleikjahlé eftir meiðslin sem hann hlaut gegn KR á dögunum. Hlynur: Höfum verið langt niðriStjörnumenn unnu góðan sigur í kvöld.vísir/eyþór„Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum.Það er lægð yfir Grindavík í körfuboltanum þessa dagana.Ingvi Þór Guðmundsson steig upp í síðari háflleik í liði Grindavíkur í kvöld í tapinu gegn Stjörnunni. Hann skoraði 19 stig sem dugðu þó ekki til. „Við grófum okkur í mjög djúpa holu. Það var 20 stiga munur í hálfleik og það erfitt að koma til baka eftir það. Mér reyndum og reyndum í seinni hálfleik og mér fannst við gera ágætlega í að koma til baka,“ sagði Ingvi sem var næststigahæstur hjá heimamönnum í kvöld. „Þeir voru mjög harðir við okkur og ýttu okkur út. Við klikkuðum á sniðskotum en hefðum þurft að vera sterkari á boltanum og sterkari undir körfunni,“ bætti Ingvi við. Grindvíkingar eru með fjóra sigra eftir fyrstu átta umferðirnar og Ingvi sagði að Suðurnesjamennirnir væru langt frá því sáttir með þá stöðu. „Auðvitað ekki, við ætluðum að vera í topp fjórum fyrir þetta hlé. Það hefur vantað okkar besta leikstjórnanda í tveimur síðustu leikjum en við þurfum að koma sterkari eftir hlé og gera betur,“ sagði Ingvi að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum