Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - ÍR 71-89 | ÍR ekki í neinum vandræðum á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. nóvember 2017 20:45 Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR. vísir/ernir ÍR-ingar áttu ekki í neinum vandræðum með Þórsara þegar liðin mættust í 8.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lauk leiknum með 18 stiga sigri Breiðhyltinga þó heimamenn hafi unnið fjórða leikhluta með ellefu stigum. Varð munurinn mestur 33 stig.Af hverju vann ÍR? Munurinn á liðunum sýnir sig algjörlega í tölum leiksins. ÍR-ingar voru miklu betri á öllum sviðum körfuboltans í leik sem var aldrei spennandi. ÍR tók strax frumkvæðið í leiknum. Heimamenn virtust ætla að taka við sér í upphafi annars leikhluta þegar þeir ná að minnka muninn í eitt stig en svo ekki söguna meir. ÍR-ingar hreinlega keyrðu yfir heimamenn sem virkuðu ýmist dauðþreyttir eða andleysið algjört. Sigurinn síst of stór en varamenn Þórs sáu til þess að minnka muninn með ágætis frammistöðu í síðasta leikhluta en úrslitin voru löngu ráðin þegar að honum kom.Bestu menn vallarins Sigur ÍR var sigur liðsheildarinnar. Þórsarar áttu fá svör við kraftmikilli vörn gestanna en þeir Danero Thomas og Ryan Taylor báru sóknarleikinn uppi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum eru með meira en tíu stig og sjá til þess að það komi ekki að sök að aðalstjarna liðsins, Matthías Orri Sigurðsson, var ekki að skjóta vel. Sá magnaði leikmaður skilaði aðeins sjö stigum á töfluna í kvöld þrátt fyrir fjölmargar tilraunir.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var afar slakur stærstan hluta leiksins. Vandræðagangurinn algjör oft á tíðum og töpuðu þeir mörgum boltum á klaufalegan hátt. ÍR-ingar stela hvorki meira né minna en sextán boltum. Byrjunarlið Þórs skilaði aðeins 31 stigi á töfluna.Tölfræði sem vekur athygli Skilvirkni ÍR-inga á vítalínunni. Setja öll fjórtán vítaskot sín niður. Vel gert.Hvað er næst? Nú tekur við tveggja vikna pása í Dominos deildinni vegna landsliðsverkefna. Hvorki ÍR né Þór eru með A-landsliðsmann í sínum röðum og geta því nýtt tímann vel til að undirbúa sig fyrir komandi átök.Hjalti: Leikurinn á móti Stjörnunni sat í okkur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var sallarólegur þrátt fyrir stórtap og byrjaði á að taka það jákvæða út úr leiknum. „Ég gef bara ungu strákunum hrós. Þeir komu hérna inná og kláruðu þetta af krafti. Náðu muninum niður í sextán stig eftir að hafa verið þrjátíu stigum undir. Þeir gerðu vel. Við vorum bara ekki tilbúnir í verkefnið og vorum soft.“ „Ég held að leikurinn á móti Stjörnunni hafi setið svolítið í okkur. Við áttum að vinna þann leik og vorum sárir eftir hann. Við vorum ekki búnir að jafna okkur. Það er erfitt að koma í leik eftir svona leik á móti Stjörnunni. Við vorum með unninn leik þar og missum það niður. Tveir dagar á milli og það er erfitt að ná áttum,“ segir Hjalti. Þórsarar eru með tvo sigra eftir átta umferðir og fallbaráttan blasir við liðinu. Hjalti er sannfærður um að liðið geti rifið sig upp. „Nú eru tvær vikur í hlé og það er hellingur sem við þurfum að laga og vinna í. Mér finnst við geta miklu betur en þetta og við höfum sýnt það í flestum leikjum, fyrir utan þennan og KR leikinn höfum við spilað fínan körfubolta.“ Borche: Ætlum að vera í topp fjórum Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð lið sitt valta yfir Þórsara. „Strákarnir komu miklu betur tilbúnir í þennan leik en í síðasta leik á móti Val. Við þurftum á þessu sigri að halda og það var ekki verra að vinna hann svona stórt. Við náðum þrjátíu stiga forystu og það eru sterk skilaboð frá okkur eftir slæman leik á móti Val.“ „Það var ekki erfitt að ná strákunum upp á tærnar eftir tapið gegn Val. Þetta eru klárir strákar og þeir skilja hvað þeir þurfa að gera. Við höfðum stuttan tíma til að undirbúa þennan leik en gerðum það vel,“ segir Borche. ÍR-ingar hafa komið flestum á óvart með frábærri spilamennsku í upphafi móts og Borche er sannfærður um að liðið geti barist í efri hluta deildarinnar. „Okkar markmið er að vera í topp fjórum. Það verður erfitt og deildin er þannig að lið geta verið upp og niður, ekki bara mitt lið heldur líka hin liðin í deildinni. Við þurfum að taka einn leik fyrir í einu og þá erum við í góðum málum.“ Að lokum hrósaði hann sérstaklega tveimur leikmönnum sem skiluðu góðu framlagi í kvöld. „Sæþór spilaði sinn besta leik og ég er mjög ánægður að sjá hann spila af meiri stöðugleika. Sigurkarl stóð sig vel þegar hann kom inn af bekknum og við þurfum framlag frá þessum strákum ef við ætlum okkur að ná langt,“ sagði Borche Ilievski.Sveinbjörn Claessen: Fyndnir gaurar að búa til sjónvarp Reynsluboltinn Sveinbjörn Claessen er jafnan í stóru hlutverki í liði ÍR, bæði inn á vellinum og sem andlegur leiðtogi liðsins. Hann segir liðið hafa verið staðráðið í að spila vel eftir tapleikinn gegn Val í síðustu umferð. „Þetta var ekki auðvelt. Þórsarar gáfu okkur hörkuleik að hluta til allavega. Við mættum bara virkilega grimmir eftir síðasta leik og vildum bæta upp fyrir hann.“ „Menn voru svekktir en við vorum fullmeðvitaðir um að við áttum ekkert skilið út úr þeim leik. Í íþróttum hafa menn ekkert efni á að vanmeta lið og mig grunar að það hafi verið svolítið málið hjá okkur á móti Val,“ segir Sveinbjörn. Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga í Körfuboltakvöldi, talaði um ÍR liðið sem sprungna blöðru á föstudagskvöld. Sveinbjörn gefur lítið fyrir slík ummæli. „Þeir eru að búa til sjónvarp. Þetta eru fyndnir gaurar að búa til sjónvarp og þeir mega bara segja það sem þeir vilja. Okkur er alveg sama.“ En hversu langt geta ÍR-ingar náð? Hafa þeir það sem til þarf til að berjast í efri hluta deildarinnar? „Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Við ætlum að vinna næsta leik og svo sjáum við bara til hvernig þetta fer í vor. Við erum með okkar markmið skýr. Spjallaðu bara við mig eftir síðasta leik í vor,“ sagði Þór Ak.: Marques Oliver 13/16 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 12, Pálmi Geir Jónsson 9/6 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 6, Svavar Sigurður Sigurðarson 4, Baldur Örn Jóhannesson 2, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Sindri Davíðsson 1, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Atli Guðjónsson 0. ÍR: Ryan Taylor 19/7 fráköst, Danero Thomas 18, Sæþór Elmar Kristjánsson 15/5 fráköst, Kristinn Marinósson 13/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Matthías Orri Sigurðarson 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 4/8 fráköst/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Ísak Máni Wíum 0. Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Aron Runarsson Dominos-deild karla
ÍR-ingar áttu ekki í neinum vandræðum með Þórsara þegar liðin mættust í 8.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lauk leiknum með 18 stiga sigri Breiðhyltinga þó heimamenn hafi unnið fjórða leikhluta með ellefu stigum. Varð munurinn mestur 33 stig.Af hverju vann ÍR? Munurinn á liðunum sýnir sig algjörlega í tölum leiksins. ÍR-ingar voru miklu betri á öllum sviðum körfuboltans í leik sem var aldrei spennandi. ÍR tók strax frumkvæðið í leiknum. Heimamenn virtust ætla að taka við sér í upphafi annars leikhluta þegar þeir ná að minnka muninn í eitt stig en svo ekki söguna meir. ÍR-ingar hreinlega keyrðu yfir heimamenn sem virkuðu ýmist dauðþreyttir eða andleysið algjört. Sigurinn síst of stór en varamenn Þórs sáu til þess að minnka muninn með ágætis frammistöðu í síðasta leikhluta en úrslitin voru löngu ráðin þegar að honum kom.Bestu menn vallarins Sigur ÍR var sigur liðsheildarinnar. Þórsarar áttu fá svör við kraftmikilli vörn gestanna en þeir Danero Thomas og Ryan Taylor báru sóknarleikinn uppi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum eru með meira en tíu stig og sjá til þess að það komi ekki að sök að aðalstjarna liðsins, Matthías Orri Sigurðsson, var ekki að skjóta vel. Sá magnaði leikmaður skilaði aðeins sjö stigum á töfluna í kvöld þrátt fyrir fjölmargar tilraunir.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var afar slakur stærstan hluta leiksins. Vandræðagangurinn algjör oft á tíðum og töpuðu þeir mörgum boltum á klaufalegan hátt. ÍR-ingar stela hvorki meira né minna en sextán boltum. Byrjunarlið Þórs skilaði aðeins 31 stigi á töfluna.Tölfræði sem vekur athygli Skilvirkni ÍR-inga á vítalínunni. Setja öll fjórtán vítaskot sín niður. Vel gert.Hvað er næst? Nú tekur við tveggja vikna pása í Dominos deildinni vegna landsliðsverkefna. Hvorki ÍR né Þór eru með A-landsliðsmann í sínum röðum og geta því nýtt tímann vel til að undirbúa sig fyrir komandi átök.Hjalti: Leikurinn á móti Stjörnunni sat í okkur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var sallarólegur þrátt fyrir stórtap og byrjaði á að taka það jákvæða út úr leiknum. „Ég gef bara ungu strákunum hrós. Þeir komu hérna inná og kláruðu þetta af krafti. Náðu muninum niður í sextán stig eftir að hafa verið þrjátíu stigum undir. Þeir gerðu vel. Við vorum bara ekki tilbúnir í verkefnið og vorum soft.“ „Ég held að leikurinn á móti Stjörnunni hafi setið svolítið í okkur. Við áttum að vinna þann leik og vorum sárir eftir hann. Við vorum ekki búnir að jafna okkur. Það er erfitt að koma í leik eftir svona leik á móti Stjörnunni. Við vorum með unninn leik þar og missum það niður. Tveir dagar á milli og það er erfitt að ná áttum,“ segir Hjalti. Þórsarar eru með tvo sigra eftir átta umferðir og fallbaráttan blasir við liðinu. Hjalti er sannfærður um að liðið geti rifið sig upp. „Nú eru tvær vikur í hlé og það er hellingur sem við þurfum að laga og vinna í. Mér finnst við geta miklu betur en þetta og við höfum sýnt það í flestum leikjum, fyrir utan þennan og KR leikinn höfum við spilað fínan körfubolta.“ Borche: Ætlum að vera í topp fjórum Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð lið sitt valta yfir Þórsara. „Strákarnir komu miklu betur tilbúnir í þennan leik en í síðasta leik á móti Val. Við þurftum á þessu sigri að halda og það var ekki verra að vinna hann svona stórt. Við náðum þrjátíu stiga forystu og það eru sterk skilaboð frá okkur eftir slæman leik á móti Val.“ „Það var ekki erfitt að ná strákunum upp á tærnar eftir tapið gegn Val. Þetta eru klárir strákar og þeir skilja hvað þeir þurfa að gera. Við höfðum stuttan tíma til að undirbúa þennan leik en gerðum það vel,“ segir Borche. ÍR-ingar hafa komið flestum á óvart með frábærri spilamennsku í upphafi móts og Borche er sannfærður um að liðið geti barist í efri hluta deildarinnar. „Okkar markmið er að vera í topp fjórum. Það verður erfitt og deildin er þannig að lið geta verið upp og niður, ekki bara mitt lið heldur líka hin liðin í deildinni. Við þurfum að taka einn leik fyrir í einu og þá erum við í góðum málum.“ Að lokum hrósaði hann sérstaklega tveimur leikmönnum sem skiluðu góðu framlagi í kvöld. „Sæþór spilaði sinn besta leik og ég er mjög ánægður að sjá hann spila af meiri stöðugleika. Sigurkarl stóð sig vel þegar hann kom inn af bekknum og við þurfum framlag frá þessum strákum ef við ætlum okkur að ná langt,“ sagði Borche Ilievski.Sveinbjörn Claessen: Fyndnir gaurar að búa til sjónvarp Reynsluboltinn Sveinbjörn Claessen er jafnan í stóru hlutverki í liði ÍR, bæði inn á vellinum og sem andlegur leiðtogi liðsins. Hann segir liðið hafa verið staðráðið í að spila vel eftir tapleikinn gegn Val í síðustu umferð. „Þetta var ekki auðvelt. Þórsarar gáfu okkur hörkuleik að hluta til allavega. Við mættum bara virkilega grimmir eftir síðasta leik og vildum bæta upp fyrir hann.“ „Menn voru svekktir en við vorum fullmeðvitaðir um að við áttum ekkert skilið út úr þeim leik. Í íþróttum hafa menn ekkert efni á að vanmeta lið og mig grunar að það hafi verið svolítið málið hjá okkur á móti Val,“ segir Sveinbjörn. Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga í Körfuboltakvöldi, talaði um ÍR liðið sem sprungna blöðru á föstudagskvöld. Sveinbjörn gefur lítið fyrir slík ummæli. „Þeir eru að búa til sjónvarp. Þetta eru fyndnir gaurar að búa til sjónvarp og þeir mega bara segja það sem þeir vilja. Okkur er alveg sama.“ En hversu langt geta ÍR-ingar náð? Hafa þeir það sem til þarf til að berjast í efri hluta deildarinnar? „Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Við ætlum að vinna næsta leik og svo sjáum við bara til hvernig þetta fer í vor. Við erum með okkar markmið skýr. Spjallaðu bara við mig eftir síðasta leik í vor,“ sagði Þór Ak.: Marques Oliver 13/16 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 12, Pálmi Geir Jónsson 9/6 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 6, Svavar Sigurður Sigurðarson 4, Baldur Örn Jóhannesson 2, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Sindri Davíðsson 1, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Atli Guðjónsson 0. ÍR: Ryan Taylor 19/7 fráköst, Danero Thomas 18, Sæþór Elmar Kristjánsson 15/5 fráköst, Kristinn Marinósson 13/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Matthías Orri Sigurðarson 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 4/8 fráköst/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Ísak Máni Wíum 0. Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Aron Runarsson
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum