Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 97-75 | Ljónin skutu Grindvíkinga niður Magnús Einþór Áskelsson skrifar 17. nóvember 2017 21:45 vísir/anton Njarðvík komst í kvöld upp í fjórða sætið í Dominos-deild karla er liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum frá Grindavík. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótt sjö stiga forystu, Grindvíkingar voru fljótir að koma til baka og jöfnuðu leikinn undir lok fyrsta leikhluta. Heimamenn áttu síðasta orðið og voru með þriggja stiga forystu eftir leikhlutann. Í öðrum leikhluta skorðuð Njarðvíkingar 4 fyrstu stiginn en Grindavík var alltaf skammt undan og þegar á leið fjórðunginn komust þeir í yfir og leiddu með fjórum stigum 44-48 í hálfleik. Það vakti athygli að Njarðvík skaut ekki þriggjastigaskoti í leikhlutanum. Í þriðja leikhluta byrjuðu Grindvíkingar á að rífa niður mörg sóknarfráköst og skorðuðu fjögur fyrstu stigin. Njarðvík setti síðan allt í gang og með góðum varnarleik og frábærri hittni þá sérstaklega fyrir utan þriggjastigalínuna skoruðu þeir fimmtán stig í röð og skildu þeir Grindvíkinga eftir. Njarðvíkinga leiddu því með tólf stigum 74-62 fyrir síðasta leikhlutann. Sama var upp á teningnum í fjórða leikhluta, heimamenn keyrðu á fullu gasi og náðu mest 27 stiga mun. Leikurinn var því aðeins formsatriði en það varpaði skugga á sigur heimamanna að leikstjórandi þeirra Ragnar Helgi Friðriksson meiddist að þvi virtist illa á ökkla þegar um tvær mínútur voru eftir. Lokatölur 97-75Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar spiluðu frábæra vörn, sér í lagi í síðari hálfleik og komust Grindvíkingar lítt áleiðis gegn henni en þeir skorðuðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik. Skotnýting heimamanna var líka mögnuð í þessum leik og sérstaklega fyrir utan þriggjastigalínuna.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Oddur Kristjánsson góður en hann skoraði 22 stig, brenndi varla af skoti fyrr en í síðasta leikhlutanum. Terrell Vinson var einnig öflugur en hann skoraði 19 stig og tók 7 fráköst en hann var hvíldur allann fjórða leikhluta.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga gekk ekki vel og söknuðu þeir greinilega leikstjórnanda síns Dags Kár Jónssonar. Rashad Whack átti slæmann dag í liði gestanana og skoraði aðeins 7 stig en Grindvíkingar verða fá meira framlag frá honum, sérstaklega þegar það vantar leikmann eins og Dag.Tölfræði sem vekur athygli Þriggjastiganýting heimamanna var 63% í leiknum og í þriðja leikhluta höfðu þeir hitt 9/10 skotum sínum fyrir utan línuna. Á móti var þriggjastiganýting gestanna var aðeins 17% og algjörlega ómögulegt fyrir Grindvíkinga að vinna Njarðvíkina í slíkum ham.Hvað gerist næst? Næsta umferð er leikin strax á Sunnudaginn, Njarðvík fer í heimsókn í Hafnarfjörð og tekur á móti Haukum kl 16:45. Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn kl 19:15 suður með sjó.Njarðvík-Grindavík 97-75 (27-24, 17-24, 30-14, 23-13)Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 22, Terrell Vinson 19/7 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Maciek Stanislav Baginski 12/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9, Ragnar Helgi Friðriksson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Snjólfur Marel Stefánsson 5/4 fráköst, Gabríel Sindri Möller 4, Brynjar Þór Guðnason 2, Elvar Ingi Róbertsson 0.Grindavík: Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Rashad Whack 7/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Hinrik Guðbjartsson 2, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Aðalsteinn Pétursson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/ErnirDaníel: Hefði viljað skipta á þessum tveimur stigum og á meiðslum Ragnars Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var sáttur með spilamennsku síns lið sérstaklega í síðari hálfleik þegar heimamenn lögðu grunninn á sigrinum með góðum varnarleik. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik hjá strákunum, þeir fóru að fylgja game planinu og varnarleikurinn skilaði auðveldum körfum sem skilaði okkur þægilegu forskoti. Ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna, þetta gekk rugl vel og þetta er hægt að byggja á,“ sagði hann. Ragnar Helgi Friðriksson leikstjórnandi Njarðvíkur virtist meiðast illa þegar skammt var eftir af leiknum og vildi Daníel meina þegar þetta gerðist að Ingvi Guðmundsson leikmaður Grindavíkur hafi stigið inn í hann í skoti með þessum afleiðingum, litlu munaði að upp úr syði í lok leiks og hafði Daníel þetta að segja um atvikið. „Ingvi er góður drengur og myndi aldrei gera þetta viljandi, ég upplifið þetta í leiknum að Ragnar væri að taka stepback þrist og þetta var bara lélegur varnarleikur sem skilaði sér í ökklabroti en Ingvi er góður vinur min nog honum finnst þetta leitt. Mér finnst bara mjög sárt að aðal leikstjórnandi minn sé farinn ég hefði alltaf viljað missa þessi tvö stig í staðinn fyrir að hann skildi hafa meiðst svona illa, mér er bara illt í hjartinu fyrir hönd Ragnars,“ sagði Daníel sem var miður sín að Ragnar hafi meiðst svona illa. Næsti leikur Njarðvíkinga er strax eftir tæpa tvo sólarhringa eftir að KKÍ flýtti leik Hauka-Njarðvíkur sem átti að fara fram á mánudagskvöldið, Daníel vandaði ekki mótanefnd kveðjunar. „Þetta er nátturlega bara kjaftæði að spila með svona stuttu millibili, sem betur fer náðum við að koma okkur í þægilega stöðu í kvöld og náðum að hvíla Vinson og Loga til dæmis mestmegnis í fjórða leikhluta. Þetta er svolítið þétt en svona er þetta og við tökum slaginn,“ sagði hann. Jóhann Ólafsson les sínum mönnum línurnarvísir/andri marinóJóhann: Ég er algjörlega mát Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var þungur á brún í leikslok yfir spilamennsu sinna manna í kvöld, spurður um hvort að það hafi komið til greina að skipta um Bandaríkjamann í vikunni neitaði hann því, en hann var eiginlega orðlaus yfir frammstöðu sinna manna síðasta korter leiksins. „ Ég er mjög ósáttur mjög ósáttur. Hann (Rashad Whack) var slakur en ég get staðið hér í allt kvöld og talað um hvað mínir menn voru slakir, vill svo óheppilega fyrir hann að hann er eini svarti maðurinn í líðinu og þá er mikið talað um það, við vorum a-ö sérstaklega síðustu 15-16 mínuturnar..þetta er bara mesta. Ég er bara algjörlega mát,“ sagði hann. Grindavík er núna búinn að vinna fjóra og tapa þremur, Jóhann var ekkert sérstaklega ánægður með þá frammistöðu og hafði miklar áhyggjur á hvaða stað liðið væri statt tog hugarfar leikmanna sinna. „Nei jöfn deild og allt það en það sem veldur mér miklum áhyggjum er að við erum langt frá þeim stað sem við viljum vera og langt frá því að reyna að komast þangað, við erum með hugann við eitthvað allt allt annað en við eigum að gera og einföldustu hlutir sem við höfum verið með síðan að ég byrjaði að þjálfa við getum ekki einu sinni framkvæmt það. Skuldbindingin er enginn eins og ég segi ég hef miklar áhyggjur af þessu,” sagði Jóhann. Dominos-deild karla
Njarðvík komst í kvöld upp í fjórða sætið í Dominos-deild karla er liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum frá Grindavík. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótt sjö stiga forystu, Grindvíkingar voru fljótir að koma til baka og jöfnuðu leikinn undir lok fyrsta leikhluta. Heimamenn áttu síðasta orðið og voru með þriggja stiga forystu eftir leikhlutann. Í öðrum leikhluta skorðuð Njarðvíkingar 4 fyrstu stiginn en Grindavík var alltaf skammt undan og þegar á leið fjórðunginn komust þeir í yfir og leiddu með fjórum stigum 44-48 í hálfleik. Það vakti athygli að Njarðvík skaut ekki þriggjastigaskoti í leikhlutanum. Í þriðja leikhluta byrjuðu Grindvíkingar á að rífa niður mörg sóknarfráköst og skorðuðu fjögur fyrstu stigin. Njarðvík setti síðan allt í gang og með góðum varnarleik og frábærri hittni þá sérstaklega fyrir utan þriggjastigalínuna skoruðu þeir fimmtán stig í röð og skildu þeir Grindvíkinga eftir. Njarðvíkinga leiddu því með tólf stigum 74-62 fyrir síðasta leikhlutann. Sama var upp á teningnum í fjórða leikhluta, heimamenn keyrðu á fullu gasi og náðu mest 27 stiga mun. Leikurinn var því aðeins formsatriði en það varpaði skugga á sigur heimamanna að leikstjórandi þeirra Ragnar Helgi Friðriksson meiddist að þvi virtist illa á ökkla þegar um tvær mínútur voru eftir. Lokatölur 97-75Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar spiluðu frábæra vörn, sér í lagi í síðari hálfleik og komust Grindvíkingar lítt áleiðis gegn henni en þeir skorðuðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik. Skotnýting heimamanna var líka mögnuð í þessum leik og sérstaklega fyrir utan þriggjastigalínuna.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Oddur Kristjánsson góður en hann skoraði 22 stig, brenndi varla af skoti fyrr en í síðasta leikhlutanum. Terrell Vinson var einnig öflugur en hann skoraði 19 stig og tók 7 fráköst en hann var hvíldur allann fjórða leikhluta.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga gekk ekki vel og söknuðu þeir greinilega leikstjórnanda síns Dags Kár Jónssonar. Rashad Whack átti slæmann dag í liði gestanana og skoraði aðeins 7 stig en Grindvíkingar verða fá meira framlag frá honum, sérstaklega þegar það vantar leikmann eins og Dag.Tölfræði sem vekur athygli Þriggjastiganýting heimamanna var 63% í leiknum og í þriðja leikhluta höfðu þeir hitt 9/10 skotum sínum fyrir utan línuna. Á móti var þriggjastiganýting gestanna var aðeins 17% og algjörlega ómögulegt fyrir Grindvíkinga að vinna Njarðvíkina í slíkum ham.Hvað gerist næst? Næsta umferð er leikin strax á Sunnudaginn, Njarðvík fer í heimsókn í Hafnarfjörð og tekur á móti Haukum kl 16:45. Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn kl 19:15 suður með sjó.Njarðvík-Grindavík 97-75 (27-24, 17-24, 30-14, 23-13)Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 22, Terrell Vinson 19/7 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Maciek Stanislav Baginski 12/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9, Ragnar Helgi Friðriksson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Snjólfur Marel Stefánsson 5/4 fráköst, Gabríel Sindri Möller 4, Brynjar Þór Guðnason 2, Elvar Ingi Róbertsson 0.Grindavík: Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Rashad Whack 7/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Hinrik Guðbjartsson 2, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Aðalsteinn Pétursson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/ErnirDaníel: Hefði viljað skipta á þessum tveimur stigum og á meiðslum Ragnars Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var sáttur með spilamennsku síns lið sérstaklega í síðari hálfleik þegar heimamenn lögðu grunninn á sigrinum með góðum varnarleik. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik hjá strákunum, þeir fóru að fylgja game planinu og varnarleikurinn skilaði auðveldum körfum sem skilaði okkur þægilegu forskoti. Ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna, þetta gekk rugl vel og þetta er hægt að byggja á,“ sagði hann. Ragnar Helgi Friðriksson leikstjórnandi Njarðvíkur virtist meiðast illa þegar skammt var eftir af leiknum og vildi Daníel meina þegar þetta gerðist að Ingvi Guðmundsson leikmaður Grindavíkur hafi stigið inn í hann í skoti með þessum afleiðingum, litlu munaði að upp úr syði í lok leiks og hafði Daníel þetta að segja um atvikið. „Ingvi er góður drengur og myndi aldrei gera þetta viljandi, ég upplifið þetta í leiknum að Ragnar væri að taka stepback þrist og þetta var bara lélegur varnarleikur sem skilaði sér í ökklabroti en Ingvi er góður vinur min nog honum finnst þetta leitt. Mér finnst bara mjög sárt að aðal leikstjórnandi minn sé farinn ég hefði alltaf viljað missa þessi tvö stig í staðinn fyrir að hann skildi hafa meiðst svona illa, mér er bara illt í hjartinu fyrir hönd Ragnars,“ sagði Daníel sem var miður sín að Ragnar hafi meiðst svona illa. Næsti leikur Njarðvíkinga er strax eftir tæpa tvo sólarhringa eftir að KKÍ flýtti leik Hauka-Njarðvíkur sem átti að fara fram á mánudagskvöldið, Daníel vandaði ekki mótanefnd kveðjunar. „Þetta er nátturlega bara kjaftæði að spila með svona stuttu millibili, sem betur fer náðum við að koma okkur í þægilega stöðu í kvöld og náðum að hvíla Vinson og Loga til dæmis mestmegnis í fjórða leikhluta. Þetta er svolítið þétt en svona er þetta og við tökum slaginn,“ sagði hann. Jóhann Ólafsson les sínum mönnum línurnarvísir/andri marinóJóhann: Ég er algjörlega mát Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var þungur á brún í leikslok yfir spilamennsu sinna manna í kvöld, spurður um hvort að það hafi komið til greina að skipta um Bandaríkjamann í vikunni neitaði hann því, en hann var eiginlega orðlaus yfir frammstöðu sinna manna síðasta korter leiksins. „ Ég er mjög ósáttur mjög ósáttur. Hann (Rashad Whack) var slakur en ég get staðið hér í allt kvöld og talað um hvað mínir menn voru slakir, vill svo óheppilega fyrir hann að hann er eini svarti maðurinn í líðinu og þá er mikið talað um það, við vorum a-ö sérstaklega síðustu 15-16 mínuturnar..þetta er bara mesta. Ég er bara algjörlega mát,“ sagði hann. Grindavík er núna búinn að vinna fjóra og tapa þremur, Jóhann var ekkert sérstaklega ánægður með þá frammistöðu og hafði miklar áhyggjur á hvaða stað liðið væri statt tog hugarfar leikmanna sinna. „Nei jöfn deild og allt það en það sem veldur mér miklum áhyggjum er að við erum langt frá þeim stað sem við viljum vera og langt frá því að reyna að komast þangað, við erum með hugann við eitthvað allt allt annað en við eigum að gera og einföldustu hlutir sem við höfum verið með síðan að ég byrjaði að þjálfa við getum ekki einu sinni framkvæmt það. Skuldbindingin er enginn eins og ég segi ég hef miklar áhyggjur af þessu,” sagði Jóhann.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum