Hagsmunir neytenda 16. nóvember 2017 06:00 Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innheimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn stjórnarskrá. Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og líklega lægra vöruverði.“ Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýklalyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál. Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáanlegum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndarlausri ofnotkun sýklalyfja. Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfjaónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og óbeint að framleiða ónæmar bakteríur. Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sérstöðu með tilliti til smithættu og það eru forréttindi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfjaónæmi og smithætta er annars vegar. Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risavaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vettvangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun. Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því tímabært og mikilvægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innheimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn stjórnarskrá. Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og líklega lægra vöruverði.“ Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýklalyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál. Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáanlegum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndarlausri ofnotkun sýklalyfja. Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfjaónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og óbeint að framleiða ónæmar bakteríur. Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sérstöðu með tilliti til smithættu og það eru forréttindi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfjaónæmi og smithætta er annars vegar. Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risavaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vettvangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun. Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því tímabært og mikilvægt.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar