Nýliðar á þingi ekki setið auðum höndum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Inga, Helga Vala og Bergþór eru spennt fyrir komandi dögum. vísir/anton/anton/miðflokkurinn Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“