Nýliðar á þingi ekki setið auðum höndum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Inga, Helga Vala og Bergþór eru spennt fyrir komandi dögum. vísir/anton/anton/miðflokkurinn Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira