Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 21:33 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55
Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22