Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 97-87 | Haukar unnu toppliðið í fimmta sigurleiknum í röð Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 7. desember 2017 22:45 Haukarnir fagna. vísir/ernir Haukar höfðu betur í toppbaráttunni á móti ÍR-ingum og eru bæði lið jöfn með 14 stig nú þegar 10. umferð Dominos deildar er að ljúka. Haukar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigur verðskuldaðan. Leikur fór vel af stað og var nokkuð jafn framan af í fyrsta leikhluta, það var ekki fyrr en rétt í lok fjórðungs að þrír þristar í röð frá heimamönnum settu tóninn fyrir hvað koma skal og endaði leikhluti 30-19 fyrir Haukum. Annar leikhluti var beint framhald, og það var sem Haukar gátu skorað þegar þeir vildu, svo veik var vörn ÍR-inga. Gestirnir áttu fá svör við sóknarleik hinna rauðu enda var skotnýting þeirra glæsileg. 58-40 voru hálfleiks tölur og ljóst að ÍR átti brattann að sækja. Í þriðja leikhluta var hins vegar allt annað ÍR lið mætt til leiks og á rétt rúmum 5 mínútna kafla náðu þeir að jafna muninn, hreint ótrúlegar mínútur. Haukar héldu þó ró og létu ásókn gestanna ekki taka sig alveg úr jafnvægi og náðu að halda forystunni þegar haldið var inn í loka fjórðunginn. Það var fínasta barátta milli liða í loka leikhluta en alltaf voru heimamenn einhvern vegin með tökin á leiknum. Þó svo að Breiðhyltingar sýndu flottan karakter í þriðja leikhluta þá náðu þeir ekki að jafna né komast yfir restina af leiknum. Sannarlega verðskuldaður sigur Hauka. Lokatölur 97-87 og ná Haukar sér í dýrmæt tvö stig og setja sig sömuleiðis í toppbaráttuna.Af hverju vann Haukar? Haukar voru að klára færin sín vel og setja skot niður, undir körfinni sem og fyrir utan þriggja stiga línuna. Vörn gestanna ekki upp á marga fiska þá sérstaklega í fyrri hálfleik og nýttu heimamenn sér það augljóslega vel. Heimamenn eru einnig með mikinn mannskap og skilaði bekkurinn 28 stigum í kvöld á móti 7 stigum af bekk gestanna.Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson var góður sem fyrr og skilaði 29 stigum í kassann í kvöld. Hann stjórnaði liðinu áreynslulaust og nýtti sín færi vel. Paul Anthony var einnig drjúgur og skoraði 25 stig og 7 fráköst fyrir sitt lið. Emil Barja kom svo sterkur af bekknum og setti 16 stig niður í kvöld og tók 5 fráköst. Í liði gestanna var það Bandaríkjamaðurinn Ryan Taylor sem var stigahæstur en hann skoraði 30 stig og reif niður 11 fráköst. Ekki langt eftir var Matthías Orri með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Slæmur fyrri hálfleikur gestanna gerði þeim erfitt fyrir og þó svo að góður sprettur hafi gert vart við sig í þriðja leikhluta þá var eins og öll orkan hefði farið í að laga stöðuna og því lítið bensín eftir fyrir loka fjórðunginn til að klára leikinn.Hvað gerist næst? Í næstu umferð Dominos deildar munu Haukar sækja Valsmenn heim á Hlíðarenda. ÍR-ingar fá Keflvíkinga í heimsókn.Ívar: Stórkostlegir í fyrri hálfleik „Þetta var hörku leikur, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik en ekki jafn stórkostlegir í þriðja en mjög góðir í fjórða. Það skiptir máli að vera yfir í lokin og þar enduðum við,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurleikinn. Í þriðja leikhluta áttu ÍR-ingar frábæra endurkomu inn í leikinn og náðu að jafna skorið en þetta kom hins vegar Ívari ekkert á óvart. „Við vorum fínir. Við vissum að ÍR ætti run og þeir tóku run á okkur í þriðja leikhluta en við sýndum karakter. Ég var ekkert smeykur, við eigum svo mikið af mönnum.” Haukur Óskarsson fékk slæmt högg í andlitið sem olli því að hann nefbrotnaði og þurfti að fara á spítala til að láta rétta úr því um miðbik þriðja leikhluta. Ívar lét þetta ekki á sig fá enda nóg af góðum leikmönnum í hópnum. „Við missum Hauk burtu, hann nefbrotnaði og var fluttur á spítala til að láta rétta á sér nefið og þrátt fyrir að missa einn mikilvægan leikmann, þá eru aðrir sem stíga upp, það er bara jákvætt.” Staðan á Haukaliðinu er heldur öðruvísi en hún var fyrir um ári síðan þegar þeir voru stöðugt að daðra við botnsætið. „Staðan í dag miðað við síðasta ár kemur ekkert á óvart, við erum með frábæran útlending núna en vorum í basli með útlending í fyrra, útlendinga sem pössuðu illa í liðið þá. Núna erum við með góðan útlending sem spilar með liðinu og svo erum við auðvitað komin með Kára, þá er þetta allt annað lið sem við erum með, miklu létt-leikandi lið. Eini gallinn er að við erum að fá á okkur 87 stig sem er of mikið af stigum, en á meðan við skorum meira þá er þetta í lagi,” segir Ívar að lokum. Borche: Ekki góður varnarleikur í fyrri hálfleik Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga, var hugsi eftir tap á móti Haukum í kvöld. „Þetta voru tveir gjörólíkir hálfleikir. Í fyrri hálfleik vorum við hálf þreyttir að sjá en í þriðja leikhluta reyndum við svo að koma til baka og gerðum það, en það tók því miður alltof mikla orku frá okkur til að klára leikinn í loka leikhlutanum. Þetta var allt annað lið sem mætti til leiks í fyrri hálfleik og svo í seinni,” sagði Borche um spilamennsku sinna manna. „Aðal vandamálið var vörnin okkar. Samskiptin í vörninni leyfði Haukum að skapa alltof mörg góð og opin færi í sókn. Ég þarf virkilega að rýna í varnarleikinn hjá okkur, ég er ekki sáttur með varnar frammistöðu okkar síðustu tveggja leikja þrátt fyrir að hafa unnið á móti Grindavík. Þetta er ekki gott og við þurfum að gera betur ef við ætlum að eiga sjens í Keflavík,” sagði Borche, staðráðinn í að finna lausnir fyrir sína menn. Dominos-deild karla
Haukar höfðu betur í toppbaráttunni á móti ÍR-ingum og eru bæði lið jöfn með 14 stig nú þegar 10. umferð Dominos deildar er að ljúka. Haukar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigur verðskuldaðan. Leikur fór vel af stað og var nokkuð jafn framan af í fyrsta leikhluta, það var ekki fyrr en rétt í lok fjórðungs að þrír þristar í röð frá heimamönnum settu tóninn fyrir hvað koma skal og endaði leikhluti 30-19 fyrir Haukum. Annar leikhluti var beint framhald, og það var sem Haukar gátu skorað þegar þeir vildu, svo veik var vörn ÍR-inga. Gestirnir áttu fá svör við sóknarleik hinna rauðu enda var skotnýting þeirra glæsileg. 58-40 voru hálfleiks tölur og ljóst að ÍR átti brattann að sækja. Í þriðja leikhluta var hins vegar allt annað ÍR lið mætt til leiks og á rétt rúmum 5 mínútna kafla náðu þeir að jafna muninn, hreint ótrúlegar mínútur. Haukar héldu þó ró og létu ásókn gestanna ekki taka sig alveg úr jafnvægi og náðu að halda forystunni þegar haldið var inn í loka fjórðunginn. Það var fínasta barátta milli liða í loka leikhluta en alltaf voru heimamenn einhvern vegin með tökin á leiknum. Þó svo að Breiðhyltingar sýndu flottan karakter í þriðja leikhluta þá náðu þeir ekki að jafna né komast yfir restina af leiknum. Sannarlega verðskuldaður sigur Hauka. Lokatölur 97-87 og ná Haukar sér í dýrmæt tvö stig og setja sig sömuleiðis í toppbaráttuna.Af hverju vann Haukar? Haukar voru að klára færin sín vel og setja skot niður, undir körfinni sem og fyrir utan þriggja stiga línuna. Vörn gestanna ekki upp á marga fiska þá sérstaklega í fyrri hálfleik og nýttu heimamenn sér það augljóslega vel. Heimamenn eru einnig með mikinn mannskap og skilaði bekkurinn 28 stigum í kvöld á móti 7 stigum af bekk gestanna.Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson var góður sem fyrr og skilaði 29 stigum í kassann í kvöld. Hann stjórnaði liðinu áreynslulaust og nýtti sín færi vel. Paul Anthony var einnig drjúgur og skoraði 25 stig og 7 fráköst fyrir sitt lið. Emil Barja kom svo sterkur af bekknum og setti 16 stig niður í kvöld og tók 5 fráköst. Í liði gestanna var það Bandaríkjamaðurinn Ryan Taylor sem var stigahæstur en hann skoraði 30 stig og reif niður 11 fráköst. Ekki langt eftir var Matthías Orri með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Slæmur fyrri hálfleikur gestanna gerði þeim erfitt fyrir og þó svo að góður sprettur hafi gert vart við sig í þriðja leikhluta þá var eins og öll orkan hefði farið í að laga stöðuna og því lítið bensín eftir fyrir loka fjórðunginn til að klára leikinn.Hvað gerist næst? Í næstu umferð Dominos deildar munu Haukar sækja Valsmenn heim á Hlíðarenda. ÍR-ingar fá Keflvíkinga í heimsókn.Ívar: Stórkostlegir í fyrri hálfleik „Þetta var hörku leikur, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik en ekki jafn stórkostlegir í þriðja en mjög góðir í fjórða. Það skiptir máli að vera yfir í lokin og þar enduðum við,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurleikinn. Í þriðja leikhluta áttu ÍR-ingar frábæra endurkomu inn í leikinn og náðu að jafna skorið en þetta kom hins vegar Ívari ekkert á óvart. „Við vorum fínir. Við vissum að ÍR ætti run og þeir tóku run á okkur í þriðja leikhluta en við sýndum karakter. Ég var ekkert smeykur, við eigum svo mikið af mönnum.” Haukur Óskarsson fékk slæmt högg í andlitið sem olli því að hann nefbrotnaði og þurfti að fara á spítala til að láta rétta úr því um miðbik þriðja leikhluta. Ívar lét þetta ekki á sig fá enda nóg af góðum leikmönnum í hópnum. „Við missum Hauk burtu, hann nefbrotnaði og var fluttur á spítala til að láta rétta á sér nefið og þrátt fyrir að missa einn mikilvægan leikmann, þá eru aðrir sem stíga upp, það er bara jákvætt.” Staðan á Haukaliðinu er heldur öðruvísi en hún var fyrir um ári síðan þegar þeir voru stöðugt að daðra við botnsætið. „Staðan í dag miðað við síðasta ár kemur ekkert á óvart, við erum með frábæran útlending núna en vorum í basli með útlending í fyrra, útlendinga sem pössuðu illa í liðið þá. Núna erum við með góðan útlending sem spilar með liðinu og svo erum við auðvitað komin með Kára, þá er þetta allt annað lið sem við erum með, miklu létt-leikandi lið. Eini gallinn er að við erum að fá á okkur 87 stig sem er of mikið af stigum, en á meðan við skorum meira þá er þetta í lagi,” segir Ívar að lokum. Borche: Ekki góður varnarleikur í fyrri hálfleik Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga, var hugsi eftir tap á móti Haukum í kvöld. „Þetta voru tveir gjörólíkir hálfleikir. Í fyrri hálfleik vorum við hálf þreyttir að sjá en í þriðja leikhluta reyndum við svo að koma til baka og gerðum það, en það tók því miður alltof mikla orku frá okkur til að klára leikinn í loka leikhlutanum. Þetta var allt annað lið sem mætti til leiks í fyrri hálfleik og svo í seinni,” sagði Borche um spilamennsku sinna manna. „Aðal vandamálið var vörnin okkar. Samskiptin í vörninni leyfði Haukum að skapa alltof mörg góð og opin færi í sókn. Ég þarf virkilega að rýna í varnarleikinn hjá okkur, ég er ekki sáttur með varnar frammistöðu okkar síðustu tveggja leikja þrátt fyrir að hafa unnið á móti Grindavík. Þetta er ekki gott og við þurfum að gera betur ef við ætlum að eiga sjens í Keflavík,” sagði Borche, staðráðinn í að finna lausnir fyrir sína menn.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum