Þarna fór Isavia yfir strikið Kári Jónasson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Eiginlega er ríkisfyrirtækið Isavia ríki í ríkinu og lifir sjálfstæðu lífi utan allra siðferðilegra marka að manni finnst. Síðasta útspil fyrirtækisins sem hljóðar upp á að taka tæplega 20 þúsund krónur fyrir að leyfa rútu að hafa viðdvöl við flugstöðina í kannski eina klukkustund, eða lengur eða skemur. Það er eitt að taka sanngjarnt gjald fyrir bílastæði eins og ég hef reyndar alloft bent á í opinberri umræðu, eða að skella þessu gjaldi á svo til fyrirvaralaust. Það er eins og menn skilji aldrei að gjöld og álögur á ferðaþjónustuna verður að tilkynna með minnst eins til eins og hálfs árs fyrirvara – þetta er ekki bara eins og þegar kaupmaðurinn hækkar verðið á kjötfarsinu eftir helgi og enginn tekur eftir því . Í ferðaþjónustunni gilda allt önnur lögmál, eins og forráðamenn Isavia ættu að vita. Þetta rútubílastæðagjald virðist vera lagt á til að standa undir einhverri annarri starfsemi við flugstöðina en bílastæðum fyrir rútur. Þá er það spurning hvers vegna rútufyrirtækin og þar með rútufarþegar eigi að standa undir annarri starfsemi á staðnum. Stjórnendur fyrirtækisins segjast vera í samkeppni við aðra flugvelli, en það er svolítið skondið að það sé mun ódýrara að hafa stóra þotu á flugvélastæðinu í sex tíma en nokkrar rútur í skamman tíma á rútustæðinu. Þetta sýnir kannski fáránleikann í málinu. Sum stóru rútufyrirtækin hafa sagt að þau verði að greiða hátt í hálfa milljón á dag fyrir að sækja farþega á völlinn. Lítið fyrirtæki sem ég vinn svolítið fyrir sýnist mér að þurfi að greiða næstum fjórar milljónir næsta sumar. Isavia , skilst mér, heyrir undir tvo ráðherra; þ.e. fjármálaráðherra sem fer með hlutaféð og svo samgönguráðherra. Líklega kemur ferðamálaráðherrann þarna líka við sögu beint eða óbeint. Þessir þrír ráðherrar hljóta að láta til sín taka varðandi þetta mál – annað er óhugsandi. Að lokum: Það er sjálfsagt að greiða fyrir bílastæðin, en ekki þessa ótrúlegu upphæð. Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun