Rússar æfir yfir vetrarólympíuleikabanni Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 12:55 Fána Rússlands verður ekki flaggað í Suður-Kóreu á næsta ári. Vísir/AFP Ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að banna Rússum að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kallar bannið meðal annars „yfirgengilegt.“ Ástæða bannsins ef umfangsmikið lyfjasvindl rússneskra íþróttamanna sem rannsóknarnefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur ályktað að rússensk stjórnvöld hafi skipulagt. Rússneskir íþróttamenn sem geta sýnt fram á að þeir noti ekki ólögleg lyf geta keppt á leikunum en ekki undir fána Rússlands. „Þetta er bara slæmt og það er allt saman. Þetta eru íþróttir, fjandinn hafi það,“ sagði Gorbatsjev um bannið við rússneska ríkisíþróttafréttastofu, að sögn Washington Post. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur þó farið varlega í yfirlýsingar. Talsmaður hans segir ólíklegt að hann muni tjá sig um bannið í dag.Áttu við þvagsýni á rannsóknarstofu í SotsjíUpplýsingar um víðtækt svindl Rússa byggja meðal annars á framburði Grigory Rodtsjenkov, rússnesk læknis, sem skipulagði það fyrir þarlend yfirvöld að hans eigin sögn. Hann er nú í vitnavernd í Bandaríkjunum. Rodtsjenkov, sem var yfirmaður rannsóknarstofu lyfjaeftirlits í Rússlandi, greindi meðal annars frá því hvernig að Rússar hefðu átt við þvagsýni úr rússneskum íþróttamönnum í rannsóknarstofum á vetrarleikunum í Sotsjí árið 2014. Tilgangurinn var að fela steranotkun þeirra. Íþróttamálaráðuneyti Rússlands hefur hafnað ásökununum og fullyrt að Rodstjenkov hafi verið einn að verki. Sjálfur óttast Rodtsjenkov að rússnesk stjórnvöld reyni að ná sér niður á honum. Hann telur að skyndilegt andlát annars fyrrverandi yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins megi rekja til þess að hann ætlaði að skrifa bók um reynslu sína. Fjallað er um flótta Rodtsjenkov frá Rússlandi til Bandaríkjanna í Netflix-heimildamyndinni „Íkarusi“. Ólympíuleikar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að banna Rússum að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Mikhail Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kallar bannið meðal annars „yfirgengilegt.“ Ástæða bannsins ef umfangsmikið lyfjasvindl rússneskra íþróttamanna sem rannsóknarnefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur ályktað að rússensk stjórnvöld hafi skipulagt. Rússneskir íþróttamenn sem geta sýnt fram á að þeir noti ekki ólögleg lyf geta keppt á leikunum en ekki undir fána Rússlands. „Þetta er bara slæmt og það er allt saman. Þetta eru íþróttir, fjandinn hafi það,“ sagði Gorbatsjev um bannið við rússneska ríkisíþróttafréttastofu, að sögn Washington Post. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur þó farið varlega í yfirlýsingar. Talsmaður hans segir ólíklegt að hann muni tjá sig um bannið í dag.Áttu við þvagsýni á rannsóknarstofu í SotsjíUpplýsingar um víðtækt svindl Rússa byggja meðal annars á framburði Grigory Rodtsjenkov, rússnesk læknis, sem skipulagði það fyrir þarlend yfirvöld að hans eigin sögn. Hann er nú í vitnavernd í Bandaríkjunum. Rodtsjenkov, sem var yfirmaður rannsóknarstofu lyfjaeftirlits í Rússlandi, greindi meðal annars frá því hvernig að Rússar hefðu átt við þvagsýni úr rússneskum íþróttamönnum í rannsóknarstofum á vetrarleikunum í Sotsjí árið 2014. Tilgangurinn var að fela steranotkun þeirra. Íþróttamálaráðuneyti Rússlands hefur hafnað ásökununum og fullyrt að Rodstjenkov hafi verið einn að verki. Sjálfur óttast Rodtsjenkov að rússnesk stjórnvöld reyni að ná sér niður á honum. Hann telur að skyndilegt andlát annars fyrrverandi yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins megi rekja til þess að hann ætlaði að skrifa bók um reynslu sína. Fjallað er um flótta Rodtsjenkov frá Rússlandi til Bandaríkjanna í Netflix-heimildamyndinni „Íkarusi“.
Ólympíuleikar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira