Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 23:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51